Vísbending - 26.05.2006, Blaðsíða 1
V
V i k u
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
26. maí 2006
19. tölublað
24. árgangur
ISSN 1021-8483
Milliríkjaverslun á hættusvæði
Utanríkisverslun er grunnur að
því að allir geti notið rnesta
hagræðis af sérhæfingu. Hún
hefur alltaf verið mikilvæg fyrir Islend-
inga og ætla mætti að hún hefði aukist
á undanförnum árum eftir að dregið var
úr ýmsum hömlum. Svo er þó ekki ef
utanríkisverslun er skoðuð sem hlutfall
af landsframleiðslu. Enn eru ýmsirþrösk-
uldar á vegi frjálsrar verslunar og það
leiðir til þess að lslendingar njóta ekki
sambærilegra kjara og nágrannaþjóðir.
Fátterlítilliþjóðjafnmikilvægtogfrjáls
og óheft viðskipti.
Á hættusvæði?
Langt fram eftir 20. öldinni var fískur
nánast það eina sem flutt var út fr á ís-
landi. Að vísu var reynt að selj a ullarflíkur
erlendis en sú verslun gekk misjafnlega
og varð aldrei nema brot af fisksölunni.
Eftir að ál ver var byggt í Straums vík varð
ál næstmikilvægasta útflutningsvaran.
Engu að síður er fiskur enn í dag tæplega
60% af útflutningsverðmæti en ál var
um 19% árið 2005. Aðrar greinar sem
miklu skipta eru kísiljám, með um 3% af
útflutningi, og lyfjavörur, sem eru álíka
stór hluti útflutnings.
Útflutningur hefúr í um 45 ár verið
kringum 25% af landsframleiðslu. Mestur
var hann á síldarárunum þegar hann var
um 30% en minnstur á kreppuárunum
1967-1968 en þá fór hann niður fyrir 20%.
Það vekur vissan ugg að hann fór aftur
niður fyrir 20% síðastliðið ár. Á mynd
1 sést hvernig út- og innflutningur hefur
sveiflast undanfama áratugi.
Verg landsframleiðsla hefur aukist ár
frá ári að undanfömu en i ljós kemur að
útflutningsverðmæti hefúr minnkað frá
árinu 2004 um 4%, eða um 8 milljarða
króna, jafnvel þótt eingöngu sé miðað
við magn. Mestu munar um samdrátt á
útflutningi áþorski og rækju, að verðmæti
alls um tæplega 10 milljarðar króna, en
verðmæti útflutnings á síld jókst um tvo
og hálfan milljarð króna.
Þessi samdráttur er áhyggjuefni. Um
helming samdráttarins márekja til þess að
verðlag í krónum var lægra en áður vegna
sterkrar stöðu krónunnar. Hinn helming-
urinn skýrist af því að minna var selt af
vörum úr landi en áður. Þetta minnir á
Myml 1. Út- og innflutningur seni hlutfali af landsframleiðslu 1960-2005
40
1960 1965 1970 1975 19S0
■—-Utflutimigin 1 klutfalli af vlf.
Heimild: Hagstofa Islands.
19S5 1990 1995 2000
—■»I’.uit'Untiiii ímm i klutfalli af vtf.
2005
að sjórinn erekki eins ogbirgðageymsla
þar sem hægt er að ganga að ákveðnum
afla vísum ár frá ári.
Þetta lága hlutfall útflutnings á liðnu
ári má skoða sem vísbendingu um að
gengi krónunnar hafí verið orðið óeðli-
lega hátt.
Innflutningur eykst
Eitt af einkennum góðæra er að inn-
flutningur rýkur upp, stundum meira
en góðu hófi gegnir. Það gerðist í fyrra.
Bílar eru mikilvægir einstaklingum og
innflutningur á þeim jókst um sem nem-
ur 10 milljörðum króna frá árinu áður.
Jafnframt jókst verðmæti innflutts elds-
neytis um rúmlega 5 milljarða króna,
aðallega vegna verðhækkana erlendis á
olíuvörum. Ekki kemur á óvart að inn-
flutningur á fjárfestingarvörumjókst um
sem nemur 15 milljörðum króna á sama
tíma og reist eru stór orkuver.
Á mynd 1 sést að bilið rnilli inn- og
útflutnings er býsna mikið á liðnu ári.
Það er önnur vísbending um að verð-
mæti krónunnar hafi verið of hátt. Þó
má ekki gleyma því að innflutningur á
fjárfestingarvörum var óvenjumikill,
eða að verðmæti um 72 milljarðarkróna.
Hann einn og sér útskýrir þó ekki þenn-
an mikla halla á utanríkisviðskiptunum
en þau voru óhagstæð um 95 milljarða
króna á liðnu ári en árið áður voru þau
óhagstæð um 38 milljarða króna.
Mest er flutt inn frá Þýskalandi, um
14% af innflutningnum kemur þaðan
og um 9% frá Bandaríkjunum. Eflaust
kemur mörgum á óvart að Svíþjóð er í
þriðja sæti, en um 8% af innflutningi
kernur þaðan, en þaðan kom stór hluti
af eldsneyti landsmanna á liðnu ári.
Innflutningur frá Noregi og Danmörku
var um 7% heildarinnflutnings á liðnu
ári frá hvoru landi um sig. Alls kornu
um 46% innflutnings frá þessum fimm
(Framhald á síðu 4)
1
Utanríkisverslun er
mikilvæg fyrir litla þjóð
eins og lslendinga. 1
fyrra var halli á henni
mikill.
2
Það er dýrt að vera íslen-
dingur. Vextir eru hærri
á krónulánum en lánum i
evrum en á evrulánum er
gengisáhætta.
3
Alfræðiorðabókin
Wikipedia er eitt stærsta
verkefni sem unnið hefur
verið í sjálfboðavinnu.
Má treysta henni?
4
Komið hefur í ljós að
símhlerunum var beitt
hérlendis á tímum kalda
stríðsins. Best er að þær
verði að fullu upplýstar.
1