Vísbending


Vísbending - 23.06.2006, Side 4

Vísbending - 23.06.2006, Side 4
V ISBENDING (Framhald af síðu 1) Nú eru tvö skattþrep hér á landi, skatt- leysi fram að ákveðnu marki og eftir það um 36,7% skattur á allar tekjur. Það væri miklu heppilegra að breyta skattkerfínu þannig að allir greiddu skatta frá fyrstu krónu en prósentan væri miklu lægri. Líklega væru 20% nærri lagi. Við þetta þyrfti að sjálfsögðu að hækka lægstu laun þannig að launþegar væru ekki verr settir en áður. Sama gildir um bætur almanna- trygginga því að slík skattkerfísbreyting er ekki hugsuð sem árás á launafólk held- ur eingöngu sem einföldun á kerfínu. I einföldu kerfi þar sem engar millifærslur eru græða allir jafnt á því að bæta við sig vinnu. Þeir vinna meira sem geta það og þjóðin í heild græðir. Tvö skatt- þrep, eins og Islendingar búa nú við, eru fyrst og fremst ríkisstyrkur til fyrirtækja sem haldið er uppi með láglaunastörfum. Hækkun skattleysismarka hljómar vel í eyrum almennings en er í raun tilfærsla í ranga átt. Lífeyriskerfí æðstu manna Sumir hafa velt því fyrir sér hvers vegna verkalýðsforystan láti sig það nokkru (Framhald af síðu 3) opinbera, bæði heima og erlendis, hafí lækkað verulega. Erlendir greiningaraðil- ar virðast hafa einblínt á brúttóskuldatöl- umar, sem ef til vill er von því að þær hafa verið helsta birtingarmynd slíkra talna á undanfömum ámm í samræmi við al- þjóðlegar venjur í hagskýrslugerð. Nýjar aðstæður á Islandi gera það að verkum að skyggnast þarf á bak við slíkar tölur. Hraður vöxtur erlendra skulda á sér ekki síst þá skýringu að íslenskir fjár- festar, bæði bankar og aðrir, hafa keypt fyrirtæki og hluti i fyrirtækjum í öðmm löndum í stómm stíl. Hlutur bankanna í skuldasöfnun síð- ustu ára er stór og þess vegna ættu þeir að leggja sig fram um að skýra þessa þró- un betur. Á bönkunum hvíla nú 83% af erlendum skuldum þjóðarbúsins, miðað við það sem lesa má í hagtölum Seðla- bankans. Hið opinbera bar aðeins um 6% af erlendum skuldum þjóðarbúsins í árslok2005. Fyrir 10-15 ámm varhlutur hins opinbera nálægt 50%. Hrein skuldastaða þjóðarbúsins út á við sýnir auðvitað miklu skaplegri mynd af þessari þróun en segir þó ekki alla söguna. Vekja þarf athygli á beinum ijár- festingum í þessu samhengi og arðbærri eignamyndun á íslandi. Alþjóðlegur sam- anburður sýnir að í löndum þar sem erlend- ar skuldir - og eignir - eru hátt hlutfall, jafnvel margfeldi, af landsframleiðslunni starfa yfirleitt og hafa aðsetur fjölþjóð- varða hvaða eftirlaun ráðherrar og þing- menn fá. S varið er örugglega það sem vik- ið var að hér að framan, réttlætiskennd. Verkalýðsforystan vill að allir búi við sama kerfí. Aðilar vinnumarkaðarins meta það svo að í núverandi lífeyriskjör- um felist vemleg kjarabót. Morgunblaðið segirsvofrááþjóðhátíðardaginn: „Sam- tök atvinnulífsins hafa reiknað út hversu mikils virði lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra eru, hversu mikið launin þyrftu að hækka ef færa ætti andvirði lífeyris- réttindanna inn í launaumslagið urn hver mánaðamót. Er hlutfallið nokkuð mis- munandi eftir því við hvaða lífeyrissjóð er miðað, en ef miðað er við Lifeyrissjóð verzlunarmanna, jafna ávinnslu, þyrftu laun þingmanna að hækka um 28%, en laun ráðherra um 70% til að þeir komi út á sléttu.“ Fregnir herma að verkalýðs- foringjar hafí stungið upp á því að laun ráðamanna væru hækkuð en lífeyrisrétt- indi færð í sama horf og á almennum vinnumarkaði. Stjómvöld hefðu átt að hugsa betur um þessa tillögu, sem sagt er að þau hafí hafnað. Það er ekki víst að svona tilboð um stuðning verkalýðs- forystunnar um launahækkanir ráðherra komi aftur á næstunni. leg fyrirtæki með stóran hluta viðskipta sinna í öðmm löndum. Nægir að nefna Sviss, Lúxemborg, Irland, Bretland og reyndar Danmörku sem dæmi um slík lönd og er varla leiðum að líkjast. Hér á landi em það umsvif bankanna erlendis sem valda stökkbreytingu á skuldahlut- fallinu út á við. Greiningardeildir erlendra banka virðast hafa starað sig blindar á brúttóskuldatölumar og byggt álit sitt og hrakspár á þeim, sem er fjarri lagi í tilviki Islands. Fyrst og fremst þarf að meta þá tekjuöflunarmöguleika sem fólgnir em í eignunum sem keyptar hafa verið með tilstyrk erlends lánsfjár. Þetta á vitaskuld j afnt við um erlendar sem innlendar eignir sem þannig em fjármagnaðar. Þá þarf að hyggja að lengd lánstíma í samanburði við áætlaða endurheimtu fjárins. Á öll þessi atriði þarf að líta þegar meta skal hversu miklar skuldir landið getur borið þegar til lengdar lætur. Allt er þetta í slandi í hag, þegar að er gáð, en um það þarf að upplýsa miklu betur en nú er gert á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Þótt öllu þessu sé til skila haldið breyt- ir það ekki því að vamaðarmerkin eru greinileg og felast þau í viðskiptahalla og verðbólgu. Það em vondu fréttirnar. Góðu fréttimar eru að íslenska hagkerfið og stjómkerfið hafa sýnt og sannað að þau hafa burði til þess að kljást við vanda af þessu tagi. Aðrir sálmar Allir saman að er gaman að horfa á fótbolta. En það er enn skemmtilegra að horfa á handbolta, sérstaklega ef Island vinn- ur. Annars var laugardagurinn 17. júní einstakur því að aldrei hefur þjóðin glaðst jafninnilega yfír því að tapa fyrir Svíum. Eftir á að hyggja minnir þetta á hundalógík frá því í gamla daga: „Sá sem tapar, hann vinnur." Svo deildu menn endalaust um það hvor vann. íþietta sinn þurfti ekkert að deila um það, Islending- ar unnu og Svíar fá að hvila sig í fyrsta sinn í sögu heimsmeistarakeppninnar. Fyrir Islendinga var þetta því tvöfaldur sigur. Á svona stundum sameinast þjóðin sem sjaldan fyrr. Þjóðerniskennd hættir að vera hallærisleg og allir veifa íslensk- um fánum og syngja þjóðsönginn. Slíkur einhugur hefur varla sést nema þegar fulltrúar allra stjómmálaflokkanna sátu í sjónvarpssal daginn fyrir kosningarnar í Reykjavík. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta er líka skemmtileg, en hún er dýr skemmtun. Sýn kostar næstum 15 þúsund krónur í þennan eina mánuð og hún lætur loka fyr- ir samkeppni. Samkeppnisstofnun segir ekki múkk við því fremur en í önnur skipti þar sem við blasir að engin samkeppni ríkir. Að vísu geta menn látið setja upp gervihnattadisk fyrir hundrað þúsund, en það er líka býsna dýrt ef tilgangurinn er sá einn að láta Sýn ekki þröngva sér til viðskipta. Eg er áskrifandi að mörgum stöðvum sem var lokað til þess að styðja einokunina. Önnur leið er til. Kínversk vefsíða endurvarpar margs konar sjón- varpsefni. Hún nefnist www.tvants.com, en líklega er ekki heldur löglegt að horfa á hana þannig að best er að halda sig frá henni og rölta út á næsta bar. Að vísu má stórlega efast um að það sé ódýrari Ieið en Sýn. Félagsskapurinn gæti líka verið einhvers virði, en um daginn mátti sjá blaðaljósmynd þar sem einu bargest- irnir sem sátu yfir leiknum voru Össur Skarphéðinsson og Njörður P. Njarðvík. Eftir vandlega yfirlegu og innri baráttu um hvort ég ætti að láta einokunaröfl- in beygja mig ákvað ég að velja besta sætið og keypti mánuð hjá Sýn. Bjór- inn er þá ódýrari og góður félagsskapur ytryggður. bj __________________J Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ' Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita l^án leyfis útgefanda.______ 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.