Vísbending


Vísbending - 21.07.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.07.2006, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 21. júlí 2006 27. tölublað 24. árgangur ISSN 1021-8483 Hve mikil byrði er hátt olíuverð? Olíuverð hefur rokið upp í ár eins og bíleigendum um heim allan er vel kunnugt. Verðið hefur verið á uppleið en viðsjár á olíusvæðunum hafa aukist að undanförnu og það hefur valdið því að met eru slegin í verðlagi. Að vísu er það rangt að olíuverð hafi aldrei verið hærra því að ef reiknað er í raunvirði var verðið í olíukreppunni árið 1979-80 um þriðjungi hærra þegar verst lét en nú er. Þá lækkaði verðið hins vegar jafnt og þétt fram til 1986. Það var nokkuð stöðugt fram til 1996 en tók óvænta dýfu og fór niður fyrir 10 dali tunnan. Frá árinu 2002 hefur olíuverð hins vegar farið vaxandi jafnt og þétt og virðist lítið lát á. Hvers vegna hækkar olíuverð? Sérfræðingar eru á einu máli um að meginástæðan sé óróleiki og átök á olíusvæðunum í Mið-Austurlöndum. Fleira hefurþó lagst áeitt. Fellibylurinn Katrin skemmdi olíuleiðslur við Karíba- haf í fyrra, í Venesúela er vilji til þess að blanda pólitik og viðskiptum saman og lengur mætti telja. En þó að ástand- ið sé ekki gott eins og er, verður það ekki glæsilegra ef á skellur allsherj- arstríð fyrir botni Miðjaróarhafs og við Persaflóa. Ótti við slíkt veldur því að margar þjóðir vilja birgja sig upp af olíu til þess að nota i neyð. Þess vegna getur birgðastaða haft áhrif á verðið. Eftirspurn fer vaxandi. Þó að sífellt sé verið að fínna betri leiðir til þess að nýta eldsneyti vegur það þó þyngra að eftirspurn fer vaxandi. Kína er sífellt að verða meira iðnaðarríki og það sama gildir um mörg önnur riki Asíu. Því er sýni- legt að eftirspurn muni halda áfram að aukast og ýta undir verðið ef ekki fínnast aðrar orkulindir. Samt sem áður er það mjög áberandi að verð á olíu hækkar jafnvel þegar átök- in eru ekki endilega á þeim svæðum þar sem olíuna er að finna. Því eru margir þeirrar skoðunar að óttinn hafi mest að segja um verð á olíu hverju sinni. Það hækkar þegar menn telja líklegt að stríð brjótist út á olíusvæðunum en lækkar þegar friðvænlegar horfír. Samkvæmt þessari kenningu hafa aldrei verið betri horfur í heiminum en árið 1999. Þá tóku bílaframleiðendur ákvarðanir um framleiðslu á miklum bensín- hákum sem nú aka gleiðir um vegi landsins. Nú má búast við að dæmið snúist við og áherslan verði aftur á sparneytnari bila. Ahrif á neyslu Almenningur verður að sjálfsögðu var við verðhækkanir. Bensínverð hefur hækkað mikið að undanfömu. Eftirspurn eftir bensíni hér á landi virðist þó fremur aukast ef litið er til fyrra árs og bendir það til þess að bensín sé ekki mjög viðkvæmt fyrir verðhækk- unum. Bílasala hefur verið mjög mikil undanfarin ár og stórir bílar hafa selst eins og heitar lummur. Flins vegar hefur mikill hluti sölunnar færst yfír í sjálfs- afgreiðslu, bæði á hefðbundnum bens- ínstöðvum og á lágverðstöðvum. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um hlut sjálfsafgreiðslustöðvanna (Orkunnar, OB, EGÓ og Atlantsolíu) en líklegt má telja að hann sé nálægt 40%. Auk þess mun nú meirihluti viðskiptavina gömlu stöðvanna dæla bensíni sjálfur á bílinn. Því leita menn leiða til þess að lækka bensínverðið fremur en að draga úr kaupum. í mars síðastliðnum voru útgjöld til bensín- og olíukaupa 6,3% af útgjöldum heimilanna hér á landi. Síðan hefur bensínverð hækkað og búast má við að bensínútgjöldin séu nú um 7% af neyslu einstaklinga. Fyrir tveimur árum var hlutfallið tæplega 4% og íslendingar hafa þvi ekki hikað við að kaupa mikið bensín þó að verðið hafi hækkað. (Framhald á síðu 4) Mynd 1: Verð á hráolíu frá 1946 til 2006 Myndin sýnir verðið í Bandaríkjadölum, bœði nafnverð ogfast verðlag. Heimild: www.inflationdata.com IVerð á bensíni hefur rokið upp úr öllu valdi. Hve mikil áhrif hefur það á Ijárhaginn? 2 Matvælaskýrsla hag- stofustjóra hefur vakið verðuga athygli, einkum sú uppljóstrun að hægt væri að bæta hag heimil- 3 anna um tugi þúsunda með því að afnema vernd land- búnaðarins. Stjórnmálamenn þrjóskast þó enn við. 4 Mataræði íbúanna er stjórnvöldum hugleikið þessa dagana ólíkt þvi sem áður var.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.