Vísbending - 17.11.2006, Blaðsíða 1
V
V i k u
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
17. nóvember2006
44. tölublað
24. árgangur
ISSN 1021-8483
ísland fyrir íslendinga?
&
J3
fp5
Myndin sýnir nppsafnaðan fjölda. Heimild: Hagstofa Islands
Málefni innflytjenda hafa komið
upp að undanförnu. Stjórn-
málamenn hafa sett fram þá
skoðun að Island myndi smám saman
fyllast af útlendingum ef ekki yrðu reistar
skorður við. Ástæðan er ekki sist sá mikli
fjöldi útlendinga sem komið hefur hingað
til lands eftir að atvinnumarkaðurinn á
stækkuðu EES-svæði var opnaður. Það
er eðlilegt að þetta sé skoðað og kannaðir
kostir þess og gallar að fá hingað erlenda
ríkisborgara til vinnu.
Utlendingar inn
- Islendingar út
r
Ameðfylgjandi mynd sést annars
vegar fjöldi útlendinga sem hefur
komið til íslands undanfarin 20 ár um-
fram þá útlendinga sem flutt hafa út. Hins
vegar sést útstreymi íslendinga umfram
þá Islendinga sem flytjast til landsins. Af
myndinni má sjá að báðir þættir stefna í
sömu átt, það er að hlutfall innflytjenda
af þjóðinni eykst. Auðvitað er þetta fólk
ekki að koma hingað til þess að gera af
sér neinn óskunda heldur telur það að hér
á landi geti það fengið vinnu við hæfi á
betri kjörum en heima við. Atvinnuleysi
hefur ekki verið mikið hér á landi þannig
að sú kenning að útlendingar séu að taka
vinnu frá innfæddum er vafasöm í besta
falli. Þvertámóti virðastútlendingarfara
í störf sem Islendingar vilja ekki stunda. I
upphafi var mest um fólk af erlendum upp-
runa í fiskvinnslustörfum víða um land.
Á Vestíjörðum hafa menn verið fyrstir að
setja á ljölþjóðadaga, væntanlega vegna
þess að þar er mest um að innflytjendur
séu stór hluti af samfélaginu.
Sá málflutningur nær vel eyrurn
margra að Island fyrir Islendinga sé sú
framtíð sem menn vi lj a sj á. Þeir sem þann-
ig tala gefa sér að þeir útlendingar sem
hingað flytja verði seint íslenskir. Slíkt
er náttúrlega fjarri öllurn sanni og mjög
mörgnærtæk dærni eru til um þjóðþekkta
í slendinga sem eru af erlendu bergi brotn-
ir í fyrsta eða annan lið.
Miklu minni umræða er um það hve
margir Islendingar flytja af landi brott.
Á undanfömum tveimur áratugum hafa
það verið alls rúmlega sjö þúsund íslend-
ingar sem hafa ákveðið að búa á erlendri
grund umfram þá sem hingað hafa komið
aftur. Margir eru námsmenn sem flytja
tímabundið utan en hinir eru miklu fleiri
sem hafa ákveðið að freista gæfunnar
annars staðar vegna þess að þeim bj óðast
þar betri störf eða lífskjör en hér á landi.
Ástæður geta verið margar. Laun eru oft
hærri í útlöndum en hér. Ekki er völ á
störfum við allra hæfi hérlendis. Veðurfar
er ótvírætt rysjóttara á Islandi en víða
annars staðar. Sumir eignast tjölskyldur
utan landsteinanna. Áfram mætti telja. Á
síðustu árum hafa auðmenn flutt heimili
sitt til útlanda vegna þess að skattbyrði
er þar surns staðar léttari en hér.
Hvers vegna Island?
að er rétt að gera sér grein fyrir því
aðþegaríslendingargengu í EES opn-
aðist þcim nýr heimur. Menn geta unnið
hvar sem er um álfuna án þess að þurfa
að fá til þess sérstakt leyfi. í ljósi þess er
athyglisvert að streymi frá landinu hefur
verið mun minna frá 1997 en áratuginn
þar á undan. Þessu er hins vegar öfugt
varið um útlendinga. Til ársins 1998 má
segja að íjöldi útlendinga hafi nægt til
þess að fylla upp i þau skörð sem brott-
fluttiríslendingarskildueftir. Síðanhefur
innstreymi útlendinga verið unt það bi 110
þúsund umfram þá Islendinga sem hafa
flutt af landinu. Ein helsta skýringin er
mikil byggingarvinna og margir þeirra
munu eflaust hverfa af landinu aftur þeg-
ar framkvæmdum lýkur á Austurlandi.
Margir þessara útlendinga sinna störfum
sem fáir lslendingar vilja vinna. Þann-
ig er hægt að segja að innflytjendur á
Vestfjörðum séu undirstaðan undir því
að þar er enn byggilegt í öllum þorpum
þrátt fyrir að margir sem þar eru bornir og
barnfæddir hafi flutt á brott. Auðvitað er
engin trygging fyrir því að svo verði um
langa framtíð, en er á meðan er. Þetta fólk
flytur til landsins vegna þess að það telur
að lífskjör séu betri hér en í heimalandi
sínu. Sumir lifa sparlega og leggja fyrir
eða senda peninga heim, aðrir hugsa sér
að búa hér um langa framtíð og semja sig
betur að eyðsluháttum heimamanna.
Undirstaðan undir því að ísland verði
áhugavert fyrir ungt fólk í framtíðinni
er að lífskjör verði með því besta sem
þekkist, menntun verði góð, laun há og
skattar lágir.H
1 Er hætta á því að útlend- f ^ Steingrímur J. Sigfússon 1 Birtur er kafli tir bók A Friedman og Galbraith Á
I ingar nái undirtökum á / hefur skrifað bókina Við ^ | Steingríms þar sem hannZJ . voru tveir af virtustu hag-
íslandi? Hvort er af þeim ■■ öll þar sem hann gerir fjallar unt nýfrjálshyggju. * fræðingum samtímans,
gagn eða vandræði? grein fyrir skoðununt hvor á sínum væng.
V sínum. J