Vísbending


Vísbending - 15.12.2006, Blaðsíða 3

Vísbending - 15.12.2006, Blaðsíða 3
ISBENDING náttúruleg einokun. Ef það er rétt að til staðar sé náttúruleg einokun er vandséð að þörf sé á lagalegri einokun einnig. Annað ætti að útiloka hitt. Ef óhagkvæmt er að reka fleiri en eitt félag í þessum geira myndi það verða niðurstaðan, ef markaðurinn væri frjáls og laus við ríkis- afskipti. Vandséð er að nauðsynlegt sé að banna fyrirtækjum að fara í óhagkvæmar fjárfestingar. Með þessu er að sjálfsögðu ekki ver- ið að leggja til að opinberir aðilar stofni og starfræki fleiri félög. Þvert á móti er rétt að opinberir aðilar selji Landsnet og rafmagnsveitur ríkis og bæja og gefi öðr- um aðilum frelsi til að fara inn í þennan geira. A næstu árum ættu opinberir aðilar að hætta rekstri flutnings- og dreifiveitna og frelsi ætti að vera til að stunda rekstur á þessu sviði. Aftur til framtíðar Það er alltaf erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Hins vegar verður það að teljast afar líklegt að nýleg kaup ríkisins á hlut borgarinnar og Akureyr- arbæjar í Landsvirkjun muni auðvelda mönnum að frívæða fyrirtækið. Núna þarf nefnilega bara einn til. Hins vegar liggur fyrir að málið er pólitískt þrætu- epli og vandséð að sátt náist um málið. Menn skulu samt ekki gleyma að því fer fjarri að einkavæðingin hafi hingað til verið byggð á pólitískri sátt. Sagan hefur leitt í ljós að einkavæðingarferlið var rétt ákvörðun og fyrr en síðar verður Lands- virkjun einkavædd. Nú þegar er búið að stíga mikilvægasta skrefið.SS Hefur íbúðaverð náð hámarki? Einhver fyndinn náungi fann upp máltækið: Það sem aldrei hefur gerst áðurgetur alltafgerst aftur. Þó að ekki sé mikið vit í þessu rná segja að þetta sé eins konar leiðarvísir varfærna mannsins. Stundum finnst manni að Is- lendingar snúi þessu við: Það sem hefur gerst einhvern tima áður gerist aldrei aftur. Langt fram eftir tíunda áratugnum var kreppa á húsnæðismarkaði hér á landi. Mjög erfitt var að selja stórar fasteignir. Þær voru mánuðum og j afnvel árum sam- an í sölu og seldust ekki nerna á verði sem var langt undir því sem sanngjamt hefði mátt telja. Markaðurinn er hins vegar alls ekki alltaf sanngjam. Undan- farin tvö ár hefur húsnæðismarkaðurinn verið líflegur, eftirspurn mikil og verð farið hækkandi. Nú kunna breytingar að liggja í loftinu. Lánamarkaður breyttist Haustið 2004 reið Kaupþing á vaðið með húsnæðislánum til langs tíma á vöxtum sem vora samkeppnishæfir við lánríkissjóðs. Hinirbankamirkomu íkjöl- farið og á skömmum tíma nýttu þúsundir Islendinga sér tækifærið til þess að end- urfjármagna skuldir sínar á hagstæðari vöxtum en áður. Meginmarkmiðið var samt að fjármagna íbúða- og húsakaup og þegar þetta ódýra fjármagn flæddi yfir markaðinn kom kippur í fasteignamarkað- inn. Fólk eygði möguleika á því að kaupa stærri eignir en það átti með svipaðri greiðslubyrði og það hafði áður. Þetta olli aukinni eftirspum og verð hækkaði hröðum skrefum. Sögur fóra af því að slegist væri um íbúðir og þeir sem hrepptu hnossið þyrftu oftast að bjóða hærra verð en sett væri á þær. Slagurinn gladdi þá sem trúa á frjálsan markað því að hann staðfesti enn einu sinni að lögmál framboðs og eftirspumar virka vel. Til skamms tíma er framboð á ibúðum fast og aukin eftirspurn hækkar verð. Mynd: Verð á fermetra á höfuðborgarsvœðinu 1990-2006 Sérbýli - Fjölbýli Heimild: Fasteignamat ríkisins Astandið annars staðar r IBandaríkjunum er núna kreppa á fast- eignamarkaði. Fólk heldur að sér hönd- um og vill ekki kaupa. Þeir sem vora búnir að panta húsnæði af byggingarfélögum hætta við í stórum stíl. Hætt hefur verið við um fjórðung af slíkurn pöntunum á undanförnum mánuðum. Víða má finna stór hverfi sem eru full af óseldum íbúð- um. Það hefur þó glatt húseigendur að verð á íbúðum hefur ekki fallið þrátt fyrir þessa kreppu. Því er reyndar haldið frarn að verð á fasteignum falli nær aldrei í Bandaríkjunum. Þessu til sönnunar hafa sarntök faseignasala lagt fram gögn sem virðast sanna að á undanfömum áratug- um hafi íbúðaverð bara fallið eitt ár. Að öðra leyti fikri það sig upp á við eða standi í stað. En ekki er allt sem sýnist. Tölurnar sem eru lagðar fram sýna miðtölu fast- eignaverðs. Hún er almennt talin mjög stöðugur og áreiðanlegur mælikvarði því að einstaka sala á mjög háu verði hefur ekki sömu áhrif á hana og meðaltalið. Það sem gleymist í þessum tölum fasteignasal- anna er að taka tillit til verðbólgu og gæða- breytinga. Hér á landi væri erfítt að leika þennan leik því að flestir þekkja til þess að raunverð hækkar ekki ef íbúðaverð hækkar ekki meira en almennt verðlag. Hitt er ekki eins augljóst að með vandaðri vinnu og dýrari efnum í gluggum, gólfí og innréttingum verður íbúðin verðmæt- ari en áður, jafnvel þó að það komi ekki fram í verði. Menn eru sem sé að fá meira fyrir peningana. Bandaríkjamenn meta það svo að á aldarfjórðungi hafi gæði íbúða aukist um 40%. Markaðurinn bregst við r Ayfirstandandi ári hefur Islendingum fjölgað um 1,7%. Þessi fjölgun er ekki jöfn yfír landið. I sumum byggðum fækkar fólki og íbúðir standa auðar. Á höfuðborgarsvæðinu er fjölgunin vel yfir 2%. Þetta þýðir að bæta þarf við um 1.500 til 2.000 íbúðum á ári. Ef ekki er byggt (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.