Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1939, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.03.1939, Blaðsíða 21
Verzlunarskólinn og verzlunarbréfin Inní janúarhefti „Frjálsrar verzlunar“ hefur smogið einkennileg missögn um Verzlunarskól- ann, honum til ómaklegs ámælis. Þar segir, í grein eftir Konráð Gíslason, að ekki séu kennd- ar íslenzkar bréfaskriftir í skólanum og þykir þetta, eins og eðlilegt væri, ef rétt reyndist, illt ástand, sem ráða þyrfti bót á. Það liefði verið auðvelt að fá vitneskju um málið í skólanum, eða í skýrslu hans. Ég veit ekki, hvernig þessu hefur verið háttað á skólaárum höfundarins, en þau ár, sem ég hefi haft afskipti af Verzlunar- skólanum, hefur íslenzk bréfritun verið kennd sérstaklega. Það er að vísu misjafnt frá ári til árs hversu mörg bréf hafa verið lesin eða skrif- uð, eins og afköst og leikni einstakra nemenda er mismunandi í þessari grein, eins og í öðr- um. Tilhögunin og æfingin í íslenzkri bréfritun fer eðlilega fram bæði í íslenzku tímunum og í vélritunartímunum (og að nokkurru í skrift- aræfingum), og eru fyrst í íslenzku tímun- um lesin upp bréf, eða lesin fyrir, og form þeirra og „uppsetning“ skýrð, efni, efnismeð- ferð og mál o. s. frv. Síðan semja nemendurn- ir sjálfir verzlunarbréf um ýms efni, svara bréf- um fi’á öðrum og ganga yfirleitt frá bréfavið- skiptunum, eins og vera mundi í raunverulegu viðskiptalífi og skipta sér til þess í flokka og fyrirtæki. Þetta er unnið bæði í heimavinnu og un, sem legið hafi að baki nefndum skrifum, því að þótt ég sé flestu því sammála, sem haldið hefir verið fram i Morgunbl. um færslu matartimans, þá á ég eng- an hlut í þeim skrifum og get því engri „grímu“ kast- að í þeim efnum. En það, sem okkur hr. Þorsteini Jónssyni ber á milli, stafar, að ég hygg, af misskilningi einum. Herra Þ. J. skilur orð mín um að núverandi matmálstími urn há- degi myndi ekki íal’.a niður og þannig verða að raun- verulegum starfstíma, á þá lund að ég vilji með þvi lengja vinnutímann. Út af þessu vil ég taka skýrt fram, að það er alls endis eklci mín skoðun að lengja þurfi, eða eigi, vinnu- timann, þótt hann yrði færður fram, heldur tel ég það m. a. muni fylgja í kjölfar slíkrar tilfærslu, að vinnu- tíminn mundi beinlínis styttast um hinn venjulega ,,kaffitima“, sem félli þá of nærri hættutímanum, og um þann tíma, sem hádegismáltíðin tæki styttri tíma við að borðað yrði í vöktum á vinnustaðnum. Þar sem ég tala um, að núverandi matmálstími yrði að raun- verulegum starfstíma, á vitanlega eingöngu við þær stofnanir, sem sinna ekki viðskiptum í hinum venju- lega borðunartíma, og á auk þess einvörðungu við gagnvart viðskiptavinunum. FRJÁLS YERZLUN skólavinnu. Eitt árið voru þannig lesin og skrifuð 50 íslenzk verzlunarbréf. Það sem af er þessu skólaári hafa t. d. nemendur fjórða bekkjar frumsamið um 25—30 bréf hver í ís- lenzku og vélritun, auk þess sem hver þeirra hefur gert 37 aðrar skriflegar æfingar í ís- lenzku. Með þessu eru ekki taldar almennar vélritunaræfingar, sem að talsvert miklu leyti eru æfingar í bréfaskriftum og því að minnsta kosti óbein kennsla í þeim. Síðastliðið skólaár, 1937—’38, voru skriíuð fyrir íslenzkutímana eina í fjórða bekk um 1500 frumsamin íslenzk verzlunarbréf, auk annarra stílaæfinga. (Flest bréfin eru til í skólanum enn). Þar að auki eru svo íslenzku þýðingarnar úr erlendu bréfabók- unum, sem eru, eins og vélritunaræfingarnar, að minnsta kosti óbein æfing í íslenzkri verzl- unarbréfagerð. Af þessu ætla ég að sjá megi, að því fer fjarri, að ekki sé kennt í Verzlunarskólanum að skrifa íslenzk verzlunarbréf. En þó að þann- ig, sé lögð rík áherzla á verzlunarbréfin sérstak- lega, mega menn minnast hins líka, að frum- skilyrði þess, að vera góður bréfritari, er blátt áfram góð almenn þekking á móðurmálinu og leikni í meðferð þess. Þess vegna eiga íslenzkir verzlunarmenn að temja sér virðingu fyrir móðurmáli sínu og læra það rækilega, venja sig á lipurð og á sundurgerðarlausa vandvirkni í notkun þess í ræðu og riti. Að því vill Verzlunarskólinn styðja með íslenzkukennslu sinni. Vilhj. Þ. Gíslason. Herra Þorsteinn Jónsson talar um að „klukkutím- inn, sem menn hafi frjálsan um miðjan daginn“ sé mikils virði. Því skal ég ekki mótmæla, en hinu held ég óhikað fram, að ef hættutíminn færðist fram um 1 til 1% klukkustund, eftir því hvenær er byrjað, auk kaffitímans og hálftíma styttri hádegistíma, þá mundi það ekki hafa lamandi áhrif á afköst manna, og hinn layigi tími sólarhringsins, sem yrði frjáls til eigin af- nota að afloknu dagsverki, mundi skapa mönnum miklu meiri starfslöngun og starfsþrek en þarf til þess að geta afborið það, að verja minna af tíma til „matar og drykks“ innan sjálfs starfstímans en nú er almennt gert, enda er reynslan sú erlendis. Önnur atriði ofanritaðrar greinar sé ég ekki ástæðu til að minnast á, en læt að endingu ánægju mina í ljós yfir því, að síðan grein mín var skrifuð, hefir komið fram krafa um það í stærsta blaði bæjarins, að færa bæri starfstíma sólarhringsins fram með breyttu timatali. Var þetta eitt þeirra atriða, sem bent var á í grein minni, og vænti ég að önnur atriði þessa máls fái einnig vaxandi byr. J. G. Möller. 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.