Frjáls verslun - 01.03.1939, Page 23
SKRIfSTOFIffl
NllTIMANf'
Reiknivélar - Diktaíónar - Samlagningar
og sjóðskráningsvélar
Reiknivélar þær, sem myndin sýnir, og sem
svo eru nefndar til aðgreiningar frá samlagn-
ingarvélunum, sem einnig rita upphæðirnar,
munu nú notaðar af flestöllum opinberum
stofnunum, bönkum, sparisjóðum ogfjölmörg-
um verzlunarskrifstofum. Má segja að þær séu
ómissandi alls staðar þar, sem tölur eru hafðar
um hönd að nokkru verulegu leyti.
Auk tímasparnaðar og öryggis, sem fæst
með notkun þeirra, létta þær starf skrifstofu-
mannsins, og koma sér afar vel, þar, sem eins
og oft vill verða, að sami maðurinn verður að
reikna út, og prófa niðurstöðu-töluna.
Við verðlagningu á vörum, breytingar á
erlendri mynt í innlenda, o. s. frv. er stórkost-
legt hagræði að þessum vélum, og flestum sem
fara að nota þær, mun fara svo að þeir geta
ekki án þeirra verið, frekar en rVvélanna og
samlagningarvélanna, sem engin nútíma skrif-
stofa kemst af án.
Vélar þessar má fá af ýmsum gerðum og
við ýmsu verði, sniðið eftir þörfum og kaup-
getu flestra, sem not hafa fyrir þær. Þær ru
einfaldar í notkun, endingargóðar og auðlært
að hafa af þeim hið fyllsta gagn.
Diktafónar.
Vegna hins tiltölulega háa kaupverða þess-
ara skrifstofuvéla, koma þær, því miður, að-
eins til greina fyrir stærri fyrirtæki, en hér er
FRJÁLS VERZLUN
um svo stórfeld þægindþtímasparnað ogaukna
afkastamöguleika að ræða, fyrir bréfritara,
að ekkert stórt fyrirtæki, sem miklar bréfa-
skriftir hefir, ætti að setja sig úr færi að not-
færa sér, ef þess er nokkur kostur. Höfuðkost-
ur bréfaskrifta, með þessu fryirkomulagi er
sá tímasparnaður, sem því er samfara, og svo
þægindin í kaupbætir. Með notkun Diktafóns,
sparast sá tími vélritarans, sem annars færi til
að hraðrita bréfið, ef um hraðritun er að ræða.
Með þessu fyrirkomulagi vinnst það svo einnig
að bréfritari getur samið bréf sín, án nærveru
hraðritarans, og getur þetta verið til mikils
hægðarauka, þar sem bréfritarinn er nú ekki
bundinn við venjulegan skrifstofu-tíma, við
samningu bréfa, en getur afgreitt bréf sín á
hverjum þeim tíma, sem honum hentar bezt,
á skrifstofunni eða heima hjá sér, eftir ástæð-
um. Hér er ekki um neina nýung að ræða, því
Diktafónar hafa verið í notkun um langt skeið
erlendis, þótt hér séu þeir aðeins til á fáum
skrifstofum, en hér sem annars staðar ljúka
eigendur þeirra upp einum munni um gagn-
semi þeirra og þægindi.
Nýlega hafa komið á markaðinn ódýrari
tegundir af þessum vélum, og er þess að vænta
oð þær verði bráðlega mikið almennari, enda
mjög æskilegt að það gæti orðið, vegna yfir-
burða þessa fyrirkomulags við bréfaskriftir.
SamLz gningar- og sjóðskránings-
véíar í senn. —
Þessi samfella (combination) er ætluð kaup-
mönnum, enda mjög hentug fyrir þá, þar sem
aðeins þarf að skjóta skúffu undir samlagn-
ingarvélina, til þess að úr henni sé orðin sjóð-
skránings-vél (Cash Register) en þær vélar
23