Frjáls verslun - 01.12.1940, Qupperneq 8
„Stýrimannshúsinu gamla“ (á horni Aðalstræt-
is og Hafnarstrætis). Þá verzlun stofnaði
norskt verzlunarfélag og var Sigfús Eymunds-
son aðalumboðsmaður þess hér. En sú verzlun
vildi ekki þrífast. Loks keypti Norðmaðurinn
Mathias Johannessen húsin og allar vöruleifar
og hóf þar sjálfur verzlun, sem hann mun hafa
rekið til dauðadags (f 1900). Mikil varð sú
verzlun aldrei, en réttskriftni eigandans var
viðbrugðið. Johannesen átti íslenzka konu.
Þá er að minnast á innlendu verzlanirnar hér
í bæ á þessu tímabili.
Elztur hinna alíslenzku kaupmanna hér í bæ
var biskupssonurinn frá Laugarnesi, Hannes
Steingrímsson Johnsen, og um leið elztur allra
kaupmanna hér í bæ á þessu tímabili. Hann var
stúdent og hafði einnig um hríð verið við nám
í Khöfn, en án þess að ljúka sér af ytra. Eftir
1830 gerðist hann kaupmaður (í húsi Guðnýjar
Möller, er seinna nefndist svo), en nál. 1846
hafði hann eignast „Randersmanna-húsin“ svo-
nefndu á horninu á Veltusundi og Hafnarstræti
og flutt verzlun sína þangað. Mikil var verzlun
hans aldrei, en eigandinn allt að einu einn af
vinsælustu borgurum bæjarins, sem allir þekktu
og alla þekkti. Hann hafði í fjölda ára átt sæti
í bæjarstjórn og í fullan mannsaldur verið ann-
ar sáttasemjari bæjarins, maður margfróður
mjög (svo að það var máltæki hér í bæ, er um
einhvern fróðleik var að ræða, „Hannes John-
sen sagði mér) og manna ættfróðastur, ekki að-
eins að því er snerti menn, heldur og hesta!
Þegar hann gerðist aldraður seldi hann verzl-
un sína í hendur Símoni syni sínum Johnsen,
sem rak hana nokkur ár, en andaðist á undan
föður sínum á bezta aldri (hálffertugur) 1884,
en Hannes dó 1885, 76 ára. Meðal afgreiðslu-
manna (þó aðeins að sumrinu til) í búð Hann-
esar Johnsen minnist ég sérstaklega eins manns
frá æskuárunum. Sá hét Finnur Jónsson, síðar
frægur lærdómsmaður, prófessor við Khafnar-
háskóla, doktor og heiðursdoktor við ýmsa há-
skóla, heiðursborgari Akureyrarbæjar o. fl.
o. fl.
Næst fyrir austan Hannes Johnsen verzlaði
Hans Robb, maður enskur í föður en íslenzkur
í móðurætt. Hann hafði áður verzlað í húsum
Jóns Markússonar við Grófina, sem Robb fyrst-
ur gaf nafnið „Liverpool“, en seinna eignast
verzlunarhús bróður síns í Hafnarstræti: Carls
Ola Robbs látins. En Hans Robb gjörðist ó-
reglumaður mikill, fór á höfuðið um 1875 og
fluttist síðan með fjölskyldu til Vesturheims.
En síðan verzlaði í húsum Robbs Þorfinnur
Laupmaður og stúdent Jónatansson, unz Bjarni
(6
á Esjubergi keypti húsin handa tengdasyni sín-
um, Þorl. 0. Johnson, er þar byrjaði sinn að
mörgu leyti merkilega kaupmannsferil. Að vísu
var Þorlákur aldrei neinn „stórkaupmaður“, en
með honum heldur þó að sumu leyti „nýi tím-
inn“ innför sína í verzlunarlíf Reykjavíkur.
Þorlákur verður fyrstur allra kaupmanna hér
til þess að „auglýsa" vörur sínar. Gerði hann
það bæði í blöðum og með „plakötum“, sem fest
voru upp á götuhornum, þar sem tekið var eftir
þeim eða send inn í hús bæjarmanna (stundum
í ljóðum).
í Liverpoolshúsunum byrjaði verzlun 1873
Magnús Jónsson frá Bráóræói, bróðir þeirra
merku Stóra Ármóts bræðra, Jóns bæjarf. í Ála-
borg og Þorsteins kancelliráðs, og engan veginn
þeirra síztur talinn að gáfum og andans atgerfi,
þótt ekki væri til mennta settur eins og þeir
(hann hafði þó verið 2 vetur í heimaskóla hjá
Steingrími prófasti í Odda). Verzlun Magriúsar
og Sigurðar sonar hans er lét rífa gömlu Liver-
pool og byggja hina nýju, sem Th. Thorsteins-
son eignaðist síðar og verzlaði, var aldrei rekin
í stórum stíl, enda högnuðust þeir lítt á henni.
— Um og eftir 1878 rak Eggert Gunnarsson
einhverja verzlun í Glasgov/, sem Gunnlaugur
Briem veitti forstöðu. En sú verzlun stóð að-
eins nokkur ár, unz Eggert hvarf af sjónar-
sviðinu. Einnig rak Jón Guðnason (frá Litla
Seli) smáverzlun um líkt leyti í norðurenda
hússins. En þar fyrir vestan var engin verzl-
un rekin fyr en Geir Zoéga haustið 1880 byrj-
aði verzlun sína, sem nú er orðin 60 ára og
hefir ávalt verið rekin með forsjálni hins gjör-
hyggna stofnanda og þrifist vel.
Enn er ónefnd verzlun Óji P. Möllers í Hafn-
arstæti (nr. 16, sem nú er). Möller þessi (t
1878) var fæddur og uppalinn hér í bæ af
dönskum foreldrum (bróðir frú Finsen, móður
Finsens póstmeistara og þeirra merku syst-
kina). Hann var piparsveinn, þótti nokkuð sér-
lundaður, en einstakt valmenni; barst lítið á
og sást sjaldan á götum úti. Var jafnvel sagt
um hann, að honum væri ljúfara að liggja í
bókum, en vasast í búðinni, enda sást hann þar
sjaldan. Verzlun hans þreifst þó vel, en mikii
var hún aldrei. Eftir lát Möllers keypti M.
Smith verzlunarhús þessi og breytti aðalhúsinu
í gistihús („Hotel Alexandra“). Magnús Torfa-
son nefnist sá, er var aðalstoð og stytta Möll-
ers við verzlunina, maður trúr eins og gull. En á
kveldin var Magnús veitingaþjónn hjá bróður
húsbónda síns, Kristjáni Möller (fyrr kaup-
manni, föður Jóhanns kaupmanns á Blönduósi
og þeirra systkina), sem nú hélt gildaskála fyrir
Framh. á bls. 31.
FRJÁLc: VERZLUN