Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 6
menn á vegum verzlunarinnar. Þeir starfsmann anna, sem lengst hafa unnið hjá fyrirtækinu, eru þeir Guðbjarni Guðmundsson fulltrúi og Lárus P. Lárusson afgreiðslumaður. Um sögu verzlunarinnar er raunar svipað að segja og aðra verzlun í Reykjavík á síðastliðn- um árum. Á tímabilinu frá 1923 til 1930 var mjög mikið aðhafst í byggingaiðnaðinum, en síðan skiftir um er kreppan hófst á árunum eft- ir 1930. Haftastefnan komst í algleyming árið 1934 og mun engin nauðsynjavara hafa orðið jafn hart úti og byggingarefnið hvað viðvíkur innflutningsleyfum. Ilafa innflytjendur og byggingariðnaðarmenn háð harða baráttu gegn þessum ófögnuði, en oftast fengið litla áheyrn. Má segja að haftastefnan hafi náð hámarki þeg- ar bannað var að selja cement, járn og timbur til nýbygginga í stríðsbyrjun 1939, og innflutn- ingsleyfi lækkuð með það fyrir augum. Var því banni ekki aflétt fyrr en haustið 1940. Það ár munu hafa verið byggð 5 — fimm — íbúðarhús í Reykjavík. Þessum aðgerðum hins opinbera hefir lítt verið haldið á lofti þegar rætt hefir verið um húsnæðisvandræðin hér í bæ. Veturinn 1939—40 svarf atvinnuleysi að byggingariðnað- armönnum hér. Þá var það orðið nokkuð algengt að þeir yrðu að draga ryðgaða nagla úr kössum eða steypumótavið, og rétta þá við, vegna þess að saumur var ófáanlegur. Þótti mörgum það fremur óarðbær vinna. Um haustið 1940 kom svo hinn svonefndi frílisti, en þeirrar rýmkv- unar á innflutningi byggingarefnis fór ekki að gæta fyrr en vorið 1941, því þá voru nýir örð- ugleikar komnir til sögunnar. Fyrir styrjöldina var mest allt byggingarefni keypt frá Þýzka- landi, en þó var all-mikið af sementi og timbri keypt á Norðui’löndum. Þessi sambönd voru nú rofin og þurfti að leita nýrra sambanda og panta vörur frá Englandi og Ameríku. Eins og gefur að skilja var það ein afleiðing haftanna, að engar byrgðir voru til í landinu, sem hægt var að nota á þessum erfiðleikatímum. Hvernig er útlitið um byggingarvöruverzlun- ina nú? Um það er í rauninni fátt hægt að segja. Óvissan er mikil um út ,Tegun þessara vara, eins og raunar flestra annarra og um verðið í fram- tíðinni er auðvitað ekkert hægt að segja. En í sambandi við ’mtta finnst mér vert að minna á þá þýðingu, sem sérverzlanirnar hafa haft fyrir almenning, því það er fullvíst að síðan þær tóku til starfa hefir almenningur bæði fengið betri vörur en áður og betra verð miðað við það verð, sem verið hefir á markaðinum erlendis. Ég get a. m. k. borið um að þannig er þetta hvað bygg- ingarefnin varðar. Á þessum tíma munu bygg- ingarefnaverzlanirnar nota þau tækifæri sem gefast og reyna eins og áður að sæta hinum beztu kjörum sem fáanleg eru og afla eins góðra vara og tímarnir leyfa. I þessa átt fórust Óskari Norðmann orð. — „Frjáls verzlun" óskar honum og verzluninni til hamingju með afmælið. Úr Árbók Reykjavíkur. Byggingar í Reykjavík. Á haftaárunum minnkaði mjög um byggingar í Reykjavík eins og sjá má á eftirfarandi töflu: Árið 1929 voru reistar alls 203 byggingar _ 1934 _ _ _ 204 — — 1935 — —- _ 144 — — 1940 — _ _ 35 — I þessum tölum eru innifalin öll hús, bæði til íbúðar og annara nota. * Útsvör verzlana í Reykjavík 1940. Árið 1940 greiddu verzlanir í Reykjavík sam- tals 34.5% af útsvarsupphæðinni, og skiftist þetta þannig: HEILDVEPZLANIR: 16,4% SMÁSÖLUVERZLANIR: Nýlenduvöruverzlanir 2,7 % Vefnaðarvöruvelzl. og skóverzl. 5,3— Aðrar smávöruverzlanir 8,8— Lyfjabúðir 1,3— --------18,1 % Samtals 34,5% Fólksstraumurinn til Reykjavíkur. Árið 1936 fluttu 1255 manns úr sveitum og kauptúnum til Reykjavíkur, en536 komu frá kaupstöðum. 6 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.