Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 13
helzta einkenni hennar að hefta útflutning, en ýta undir innflutning. Menn sóttust eftir að hafa gnótt vista heima fyrir til að afstýra mann- felli og hallærum. Markaðsþörfin var ekki farin að knýja á dyr miðaldaþjóðfélagsins. En miðaldirnar stóðu ekki í stað, þótt ferðin sæktist seint. Þær molna og hrörna, hinar gömlu valdastéttir liðast í sundur, borgarastétt hins nýja tíma þokast fram á sjónarsviðið, kaup- menn, iðjuhöldar og fjármálamenn, fulltrúar vöruskiptanna og peninganna. Heimur miðald- anna hrynur í rústir og um leið lirynja þæt hugmyndir, er þessi heimur hafði gert sér um sjálfan sig. Hið „réttláta verð“ kirkjuréttarins fer veg allrar veraldar í hinni stórkostlegu verð- lagsbyltingu 16. og 17. aldar, og fjárleigan, „okrið“, þykir nú eins eðlilegt og sjálfsagt og tíund kirkjunar og jarðnytjar aðalsins. Landafundir og nýjar siglingaleiðir breyta rás verzlunarinnar í Evrópu. Hin gömlu höfuð- ból verzlunarinnar, borgríki Ítalíu, verða nytja- litlar hjáleigur, en löndin, sem snúa að Atlants- hafi teygja til sín heimsverzlunina, svæla undir sig nýlendur í Vesturálfu og í Austurálfu og dæla straumi góðmálmanna í viðskiptalíf álf- unnar. Allt olli þetta slíkum umskiptum í efna- hagslegri tilveru mannanna, að þeir komust ekki hjá að velta fyrir sér viðfangsefnum fjármála- lífs og vöruviðskÍDta í miklu ríkara mæli en áður. Iiinar fræðilegu niðurstöður, er menn komust að um þessi efni, og praktiskar ráðstaf- anir þjóðhöfðingjanna í atvinnumálefnum þess- ara alda, hafa verið kallaðar mercantilismi. 3. Adam Smith hélt því fram, að marcantilism- inn hefði lagt auðlegð lands að jöfnu við pen- ingagnótt þess, eignir þess í gulli og silfri. Þótt þessi skilgreining á mercantilismanum sé ekki alveg rétt, þá er það satt, að mercantilistar lögðu mikla áherzlu á, að peningarnir kæmu inn í landið, en færu ekki út úr því nema að litlu leyti. Við árslok hver vildi trúaður mercantil- isti, að land hans hefði selt meira, en það hefði kevnt, og að peningaupphæðin, sem unnizt hefði, yrði begar í stað látin frióvga verzlun og iðnað heimalandsins. Mercantilistiskur rithöfundur hefir orðað þetta svo um miðja 16. öld: Vér verðum jafnan að gæta þess, að vér kaupum ekki meira af útlendingum en vér seljum þeim, því að öðrum kosti auðgast þeir á oss, en vér verðum fátækari. Allflestir mercantilistar mundu geta skrifað undir þessa trúarjátningu, en þó fór svo, að sumir þeirra ráku sig á, að hún kom ekki alstaðar heim við veruleikann. Einn kunnasti rithöfundur í flokki mercantil- ista enskra tók eftir því, að írland hafði um FRJÁLS VERZLUN langa stund flutt meira út en það hafði flutt inn, en varð samt fátækara með hverju ári sem leið. Ilonum fannst það „a paradox“. En peningablekking mercantilismans var eðli- leg afleiðing hinna sögulegu aðstæðna, sem hann var sprottinn upp úr. Verðlagsbyltingin, sem góðmálmaflóðið orsakaði í Evrópu, rask- aði öllum jafnvægishlutföllum milli stétta þjóð- félagsins og milli einstakra ríkja álfunnar. Hún upphóf og niðurlægði. Einstaklingar og þjóðir, sem gátu náð hlutdeild í góðmálmum Ameríku og nytjað þá í iðnaði eða verzlun og siglingum, hófust til ríkidæmis og virðingar, aðrir féllu fyr- ir ofurborð. Höfðingjar hinna nýju þjóðríkja, sem nú voru að rísa upp um alla álfuna og skapa ríkisvald, er gæti haft í fullu tré við hin póli- tísku miðflóttaöfl miðaldanna, veraldlega og andlega smáhöfðingja, skildu fullvel, að þeir fengu ekki gegnt hlutverki sínu peningalausir. Peningarnir voru afl þeirra hluta, sem gera skal, í friði jafnt sem ófriði. Þjóðhöfðingjarnir urðu að launa embættismannalið sitt, sem fór dag- vaxandi, þeir urðu að greiða her sínum mála og kaupa handa honum vopn og vistir. Allt varð þetta til að auka peningaþörfina og peningavelt- una í búskap Evrópuþjóða, og mercantilisminn varð búskaparkenning þeirra, er ríki nútímans voru grundvölluð. í þeim ríkjum Evrópu, þar sem einveldisstjórn komst á, varð mercantilism- inn einna berastur, en samt er hann ekki bund- inn við ákveðið stjórnarfarslegt form. Hann ræður miklu á Englandi sem á við þingræði að búa, og á Niðurlöndum, sem eru lýðveldi. Sigl- ingalögin, sem sett voru á Englandi um miðja 17. öld, eru öll í mercantilist- iskum anda, og var þeim ætlað að einoka nýlendusiglingar í höndum enskra kaupmanna og lama sjóferðir Hollendinga. Það er eftirtektavert, að Adam Smith var svo mikill Englend- ingur, að þessi löggjöf mercan- tilismans hlaut náð fyrir augum hans; honum duldist ekki, að verzlunar og sjóveldi Bretlands hafði haft hinar mestu nytjar af siglingalögunum. En það var samt á meginlandinu, að mer- cantilisminn lét mest að sér kveða. Þar var bar- átta hins einvalda ríkis hörðust, þar notaði rík- isvaldið mercantilismann til þess að sameina þjóðir og lönd í atvinnulegar heildir, að svo miklu leyti sem aðstæður leyfðu. Það var einnig á meginlandinu, að frægasti stjórnmálamaður mercantilismans reyndi að framkvæma kenning- una út í yztu æsar. Það var Jean Baptiste Col- bert, fjármálaráðherra Lúðvíks XIV. Frh. 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.