Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 19
ANTON ZISCHKA Vísindin rjúfa hringana. Bókin „Vísindin rjúia hringana", eftir Anton Zischka, fjallar um gerfiefnin og segir frá því hvernig mannsandinn hefir sigrast á dultlung- um náttúrunnar, sem hefir úthlutað þjóðunum mjög misjafnlega hinum ýmsu gæðum, sem nú er svo mjög sóttst eftir. Hér verða birtir nokkr- ir kaflar úr bókinni og eru þeir nokkuð styttir. I frönsku riti frá 1739 getur höfundurinn þess, að í hinum fjarlægu Suðurlöndum vaxi tré, sem gefi af sér vökva er renni saman og verið harður fyrir áhrif loftsins. Innfæddir menn noti vökva þennan til að smyrja honum á ullarefni og verði það þá vatnshellt og geti þeir gengið þurrum fótum um mýrlendi og fcn, ef þeir hafi stígvél úr slílcu efni. En það var ekki fyrr en 100 árum eftir að þeta var vitað, sem hvítir menn tóku að nota sér gúmmí. þá tóku menn að nota það í strokleður, en það voru aðeins fáir, sem höfðu efni á að kaupa slík strokleður. Gúmmístykki, sem var 12 millimetrar á hvern kant, kostaði þá sem svar- ar 6 krónum. Á fyrsta fjórðungi 19. aldar fór svo Skoti nokkur að útbúa skóhlífar úr gúmmí og einnig tóku menn að búa til regnkápur úr sama efni. En þetta voru heldur gallaðir hlutir, því cf kalt var vildi það l)renna við að gúmmískóhlífarnar hrotnuðu, og ef hiti var límdust regnkápurnar saman og runnu sund- ur, ef þær komu nálægt eldi. Framleiðendurnir reyndu allt mögulegt til að bæta úr þessum vandræð- um. En allt kom fyrir ekki og gáfust menn brátt upp við að reyna að hæta úr þessum göllum á gúmmívörunum. ]xó var það ungur maður í Fíla- delfíu, sem ekki gafst upp við að reyna að endur- bæta gúmmívörurnar. Sá liét Goodyear og var hann félítill og skorti flest, sem hann þurfti við tilraunir sínar. Goodyear tók lán á lán ofan til kaupa á nauð- synlegum tilraunagögnum, en því var öllu sem kast- að í sjóinn. Allt var árangurslaust. Goodyear reyndi að blanda magnesium og kalki saman við gúmmíið. Hann reyndi allskonar sýrur og efni en alltaf var gúmmíið jafn illt viðureignar. Regnfrakkasali, að nafni Hayward, tók höndum saman við Goodyear og héldu þeir áfram tilraunum í alskonar húsakynnum og voru þeir víða reknir burt vegna þess að fólk þoldi ekki óþefinn, sem lagði af bi’enndu gúmmíi. Eitt sinn, er þcir voru að flytja af þessum ástæðum, bar svo við að bráðinn bi'ennisteinn helltist saman FRJÁLS VERZLUN við gúmmí og breyttist það þá í skjótri svipan. Good- year sagði síðar að þefurinn af þessum bi'ennisteins- og gúmmíkekki hefði loðað í vitum sér og sér hefði fundist hann finna „lyktina af framtíðinni". Hann tók að í’eyna ýmsar blandanir bi’emxisteins og gúmmís og tókst loks að finna hina réttu aðfei'ð, sem gerði gúmmíið ónæmara fyrir hitabreytingum. þannig var þá fundin hin svonefnda hei'ðing gúmmís eða „vulkanisering" eins og það er nefnt á ei'lendu máli, en á þessari meðferð grundvallast notagildi gúmmis nú á dögum. Ekki vai'ð Goodyear þó auðugur fyrir þessa uppgötvun sína. Hann sýktist í lungum og var það kennt óhollum gufum og lofti, sem hann hefði andað að sér við tilraunii'nar. Leiddi þessi sjúkdóm- ur hann til dauða á kvalafullan hátt og námu skuldir dánarbúsins rneira en 200 þús. dölum. En uppgötvxm Goodyeai's ruddi veginn fýrir ýms- uni framförum þótt hún hefði í rauninni vei'ið gerð mannsaldi'i of snemnxa til þess að geta oi'ðið honum sjálfum að nokkru gagixi. Næsta ski-efið var, að enskum nxamxi datt í hug að nota gúmmísívalixinga, fyllta lofti, á vagnhjól. Eixglendingui’iixn keypti eiixka- leyfi á þessari uppgötvun, en enginn notaði hana og síðan féll hún í gleymsku. Nxest er það að Siegfried Marcus, snxiður í bænunx Malchin í jxýzkalandi, fiixn- ui' upp hreyfil, hinn fyrsta í lxeinxi. Rockcfeller var tekinn að græða á steinolíunni, seixx áður liafði vcrið læknismeðal skottulækna, og hver boi’tui’ninn i-eis við axxnan á olíusvæðum Anxeríku. Benz sýixdi í Mann- heini fyrstu hifreiðina. Allir þessir atburðir voru liðir í þeirri orsakakeðju, er síðar lciddi til mikilla atburða. Hinar nýju uppgötvanir urðu sífellt full- konxnai’i og enn aðrar bættust við. Dunlogi endur vakti uppgötvun hins gleymda Eixgleixdings og datt í hug að setja loftfylltar gúmmíslöngur á reiðhjól, og árið 1888 fékk hann einkaleyfi fyrir uppfyndingu sinni. Fi'akkinn Michelin notaði fyrstur sanxskonai' gúmnxíslöngur á bifreiðahjól. í kappakstri nxilli Pai'- ísar og Rúðuborgar sigraði bifreið Michelins. Ái-ið 1890. stofnaði Dunlop fyi'stu verksmiðju sína, senx liann síðan seldi sex árunx síðar fyrir um 200 nxilj. ki’óna. þannig hófst sigui’ganga gúmmísins. Bifreiðarnar gerðu olíuna að heinxsveldi og á sanxa hátt gex’ðu þær gúmmíið að einni hinna eftirsóttustu vai’a. Raf- nxagnsiðnaðurinn tók gúnxmí í þjónustu sína í nxjög „19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.