Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 23
spurnina eftir gúmmíinu. Á svipaðan hátt og æfintýra- menn frá Kolumbíu höfðu haft einkarétt á Putumayo- héraðinu og ráðið þar lögum og lofum, þannig settust nú Brasilíumenn að í Acre-héraði, sem liggur við Ama- son-fljót, en þar var mikið um gúmmítré í frumskógi, sem nær yfir 150 þús. ferhyrningskílómetra. Raunar áttu Bolivíumenn þetta hérað og út af því spunnust deilur og blóðug'ir bardagar. Þessar deilur stóðu í nær því þrjá áratugi. Vegna gúmmískóganna í Peru og Bolivíu varð langvinnur ófriður í Suður-Ameríku, Bolivía græddi offjár á gúmmii. Santa Cruz var aðal- verzlunarmiðstöðin og var sú borg ekki síður auðug en aðrir gúmmíbæir í Suður-Ameríku. Ef til vill var þessi bær auðugri en allir hinir, því fyrir utan gúmmí- verzlunina verzluðu menn þar mjög með Indíána, en þeir kostuðu um 600 krónur hver. En skógarnir í Bolivíu voru mannfrekir. Þrælarnir hrundu niður úr sjúkdóm- um eða hungri. Aðrir ui'ðu eiturslöngum og villidýr- um að bráð. Vegna þessa varð það mjög dýrt að safna gúmmíi. Brátt tóku gúmmíauðkýfingar í Brasilíu að teygja klærnar eftir einu auðugasta héraðinu i Bolivíu. Styrjöld hófst milli landanna og varð hin grimmasta. Brasilíumenn börðust til að viðhalda einokun sinni og spöruðu ekkert til. Þeir neittu auðs og aflsmunar við Bolivíumenn og sigruðu að lokum. Friður var saminn 1903 í Petropolis og varð Bolivía að láta af hendi Acre- héraðið. Brasilíumenn skuldbundu sig hinsvegar til þess að byggja járnbraut við Amasonfljót framhjá fossun- um við Mamaré, til þess að hægt væri að flytja gúmmí á ódýrari hátt til sjávar frá Austur-héruðum Bolivíu. Braut þessi var byggð en hún kostaði að minnsta kosti 40 þús. Indíána lífið. Taugaveiki, malaría og Beri- beri hjuggu stór skörð i verkamannahópanna. Þver- tréin, sem lögð voru undir teinana sukku i mýrlendið og á endanum varð brautin hin dýrasta í heimi og kostaði hver kílómeter meira en 1 miljón króna. Nú er flutningum um þessa braut nær því hætt. Lest fer ekki um hana nema á 8 daga fresti. Hún varð til einskis, því þegar hún var fullgerð voru gúmmítrén i Acre og' Beni héruðunum nær útdauð. En þó mikið væri í sölurnar lagt í Suður-Ameríku var þó það sem skeði í Putumaygo og Acre hégómi einn hjá þeim ósköpum, sem við báru í Kongo i Afríku því „gúmmi-sorgarleik- urinn“ þar er meðal þess viðbjóðslegasta og hörmuleg- asta, sem saga hinna síðari tíma hfir að geyma. Belgía var meðal hinna fyrstu landa, sem kom upp stórfelldum rafmagnsiðnaði. Konungur Belgja, Leopold II., var meðal hinna fyrstu, sem skildi til hlýtar hina miklu þýðingu „kátsjúks" og' kopars. Konungurinn var einn af mestu fjármála- og' gróðamönnum sinnar aldar og' hafði snemma lag't fé i ensk fyi'irtæki, sem unnu gúmmí í Suður-Ameríku. Þegar „kátsjúk“ fannst í Afríku hugsaði hann sér þegar að ná tangarhaldi á því, að áður en aðrir skildu um hve feitan bita þarna væri að ræða. í árslok 1877 hafði Stanley komið heim til Evrópu en hann var sá er fann Livingstone og hinn fyrsti hvítra manna, sem fór um Kongofljót, sem var meira en Missisippi og jafnaðist á við Amazon, og Leopold II. bauð honum þgar til sín. I bréfum Living'- stones hafði nefnilega verið talað um „kátsjúk" og kopar. Konungur lét nú stofna félag til rannsóknar á Kongó-fljóti og Stanley snéri aftur til Afríku til ab kanna fljótið. Hann skrifaði svö í dagbók sína. „Ég er hinn fyrsti, sem rannsakað hefir Kongo og fyrstur skal ég færa heiminum sanninn um þýðingu þessa svæðis og ég mun stofna til friðsamlegra byggða á bökkum fljóts- ins og breyta þeim í þjóðlönd, þar sem réttlæti, lög og regla skal ríkja og ekkert þrælahald skal þrífast“. Vafalaust hefir Stanley ritað þetta i fullri einlægni. En þegar Kongó-ríkið var stofnað og byrjað að nýta auðlindir þess af kopar og gúmmí, þá hófst fyrst fyrir alvöru eymd og' niðurlæging blökkumannanna. Kongó er ekki skipgeng allt til sjávar og eitt hið fyi'sta, sem Stanley tók sér fyrir hendur var að leggja veg með fram ánni fram hjá fossunum. Það var erfitt verk og seinunnið. Hann komst fljótlega að samkomu- lagi við höfðingja hinna ýmsu þjóðflokka og brátt hrúgaðist fílabein og gúmmí saman i stöðvum þeim, sem Stanley stofnaði. Það var ekkert smáræðis land, sem þarna var um að ræða, því það náði yfir nær því 2 millj. ferhyrningskílómetra. Þegar fyrsti farmurinn af gúmmí frá Kongó kom til Liverpool, vöknuðu Englend- ingar við vondan draum. Þeir gerðu samning við Portúgalsmenn og fengu þá til að láta af hendi við sig mjóa strandræmu, sem nær því lokaði leiðinni frá Kongó-landinu til sjávar. Leopoldll. snéri sér til Bis- marcks. Alþjóðlegur fundur var kallaður saman í Berlín og' 1885 var Kongóríkið loks viðurkennt og Leopold gerður að einvalda í því landi. Nú gat Leopold hafist handa fyrir alvöru. Það voru byggðai' gúmmi-járnbrautir, eins og í Ameríku og lágu þeir meðfrem þess hluta Kongó, sem ekki var skipgeng- ur. Brautirnar voru byggðar við hin erfiðustu skilyrði og svefnsýki drap fjölda negra og auk þess fórust mai’gir þeirra á einn eða annan hátt við brautarlagn- inguna. Leopold stofnaði nýlendu-félög, sem áttu að nýta auðæfi landsins. Hann átti sjálfur helming alls hluta- fjár, en hinum helmingnum kom hann fyrir hjá áhrifa- mönnum víða um Evrópu en það voru bankamenn, stjórnmálamenn og' blaðamenn. Svo hófst vöxtun þess mikla fjár, sem safnað hafði verið saman í félögunum, en þar á meðal voru 25 millj. belgískra franka, sem Leopold hafði fengið sem rentulaust lán hjá ríkissjóði Belgíu. (Meira). ■f* Símon jónsson kaupmaður Símon Jónsson kaupmaður andaðist á heim- ili sínu í Reykjavík hinn 22. febr. s. 1. Símon var fæddur árið 1893 og var ættaður frá Læk í Ölfusi. Hann gekk í Verzlunararskólann og hóf að verzla í Reykjavík 1917 og hélt hann verzlun sinni áfram til dauðadags. Símon var einn af stofnendum félags matvörukaup- manna og í 6 síðastliðin ár gjaldkeri þess fé- lags. Símon var vinsæll, bæði af stéttarbræðrum sínum og öðrum, sem honum kynntust og er að honum mikill mannskaði. FRJÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.