Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 31
eru aðeins að hækka vei'ðið á vinnu sinni, eins og bygg- ingameistarar og aðrir verktakar hækka sína „vöru“, þegar þeir halda að það sé óhætt vegna eftirspurnar- innar. Þeir eiga í baráttu, sem einskorðast við sérstök fyrirtæki, en ekki stéttabaráttu. Verksmiðjuvélar hafa gengið í gegnum þrjú þroska- stig. Fyrst gáfu þær lærðum handverksmönnum aukinn afkastamátt. í öðru lagi skiptu þeir framleiðslunni þannig', að hægt var að láta ólærða verkamenn „maka“ vélarnar með hendinni. Það var hin raunverulega véla- öld. Aðferð Fords er gott dæmi um þetta. Á þriðja stig- inu komu stálfingur vélanna í staðinn fyrir mannlega fingur og þær gera nú allt sjálfar. Hinn lærði verkamaður kemur nú aftur til sögunnar, en hann hefir nú allt annað hlutverk. Hann býr ekki til vöruna, hann stjórnar vélinni, sem býr vöruna til — hann verður að skilja hvernig hún verður til. Starf hans verður því mikilvægt í augum hans, því að hann er ekki framar einungis hjól í vélinni. Hann finnur hversu mikilvægur hann er, hann fær aftur virðinguna fyrir sjálfum sér. Þróunin til rafmagnsaldarinnar er lang't frá því að vera á enda, en hún fer fram með afarmiklum hraða, sérstaklega vegna þeirra krafna, sem hervæðingin ger- ir. Hver ný sjálfvirk framleiðsluvél dregur úr valdi ör- eiganna og gerir kommúnismann ólíklegri. Enda þótt enn sé unnin mikil erfiðisvinna og einhver ei'fiðisvinna hljóti alltaf að vera unnin, stefnir þó allt að því, að ólífrænt afl komi í stað vöðvaafls. Af því afli, sem hag- nýtt er í Bandaríkjunum í dag, framleiða kolin 57% og olían 21%, en mannsaflið aðeins 1% — álíka mikið og vindmyllurnar. Siðan 1920 hefir framleiðslan aukizt gífurlega, en fjölda verkamanna hefir fækkað. Ágætt dæmi um þetta eru koparnámurnar: Árið 1919 framleiddu 44.000 náma- manna, með aðstoð 522.000 hestafla af orku, 36.000.000 smál. af kopargrýti. Árið 1939 framleiddu 24.000 náma- manna, með aðstoð 753.000 hestafla af orku, 52.000,000 smál. af kopargrýti. Með þessum sex tölum er sýnt fram á endalyktir kommúnismans. í bókinni „Þjóðfélagstil- hneigingar síðari tíma“ segir svo: „Árið 1870 unnu um þrír fjórðu þeirra, sem höfðu vinnu, erfiðisvinnu. Árið 1930 vann aðeins helmingur starfandi manna slíka vinnu“. Hvað gerir þá hinn helmingurinn? Þeir hafa farið úr verkamannafötunum og sett á sig hvíta flibba. Þeir eru orðnir skrifstofumenn, sölumenn, hraðritarar, kennarar, verkfræðingar, tannlæknar, bókaverðir, auglýsingamenn, fegurðarsérfræðingar, eigendur veitingastaða með veg- um fram og', guð hjálpi okkur, rithöfundar. Frá 1920—1930 fjölgaði þessu fólki um 3.000.000. Þannig fjölgar miðstéttinni eftir því sem öreigunum fækkar. Manntalið fyrir 1940 mun sýna áframhald í þessa átt, ef til vill hraðara. Þetta fólk telur sig ekki með öreigunum. Það er lang- erfiðast viðureignar fyrir kommúnistana. Enda þótt það fari ekki úr verkamannafötunum, en hætti aðeins vinnu í verksmiðjunum og stofni bílaverkstæði, þá öðl- ast það hugsunarhátt miðstéttarinnar. „FRJÁLS VERZLUN“ Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavikur. — Formaður: Egill Guttormsson. Ritstjóri: Einar Ásmundsson. Ritnefnd: Adolf Björnsson, Björn Ólafsson, F. O. Johnson, Ólafur H. Ólafsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason. — Skrifstofa: Vonarstræti 4, 1 hæð. Áskriftargjald: 10 krónui' á ári, 12 hefti. — Lausasala: 1 króna heftið.- PrentsmiSja: Isafoldarprentsmiðja h.f. Til kaupendanna Janúar-febrúarheftið af Frjáls verzlun kem- ur nú út í einu lagi (en aðeins 32 síður) og varð svo að vera vegna verkfalls og eftirfarandi tafa í prentsmiðju. Gert er ráð fyrir að árgangur ritsins verði þó með sama síðufjölda og áður og kemur út tvöfalt mánaðarhefti síðar, er tækifæri verður til. Titilblað 3. árg. og efnisskrá fylgir með apríl-hefti. Allt þetta hlýtur að fá Marx karlinn til þess að snúa sér í g'röf sinni. Kommúnisminn byggist á þvi, að öreig- unum fjölgi og þeir verði æ fátækari, og að þeir eigi í stöðugri baráttu við fámenna auðmannastétt, sem verð- ur alltaf ríkari og ríkari. Þessir báðir aðilar útrýma smám saman miðstéttinni. En sannleikurinn ei' sá, að öreigunum fækkar og þeir verða ríkari fremur en fá- tækari, eftir því sem laun þeirra hækka, að auðkýfing- arnir misstu völdin árið 1929 og að miðstéttin lætur ekki kúgast. Hún öllum öðrum fremur heldui' menning- unni við lýði. Hún er stærsta og lífseigasta stéttin, sem til er. Framfarir vísindanna hafa því gert byltingarkenn- ingar Marx úreltar. Lítið aftur á hitastillinn, eða hlust- ið á tal manna um „Wall Street“, sem eltist við smá- peninga, eða hina „kúguðu bændur“, sem þeir sjálfir mega ekki heyra, eða að „erfiðið skapi allan auð“ — sem á sér bara enga stoð í veruleikanum. Ef kommúnistarnir vilja raunverulega taka þátt í því hlutverki, sem kenningar þeirra leika í dag, þá eiga þeir að láta sér vaxa sér gríðarstói't uppsnúið yfirskegg og hjóla á löngu úreltum reiðhjólum. FRJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.