Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 2
Skattamálin á Aljoingi Um langt skeið hefir verið all-mikil óánægja ríkjandi út af skattalögunum. Breytingar á þeim hafa verið tíðar, en þær hafa flestar gengið í þá átt að auka skattana. Skattarnir hafa yfirleitt komið þungt niður á öllum rekstri í landinu og hafa raddir verið uppi um að lækka bæri skatt- stigann og minnka þannig byrði gjaldenda. Eina vörnin sem skattþegnarnir hafa haft gegn hin- um þungu skattaálögum hefir verið sú, að skatta hefir mátt draga frá tekjum í skattaframtölun- um. Þetta hefir verið sá hemill sem dugað hefir til þess að tekjur margra fyrirtækja frá ári til árs færu ekki allar í skatta. Á síðasta Alþingi var loksins tekið nokkuð tillit til þeirrar almennu kröfu að lækka skatt- stigann og var mikil bót að þeirri breytingu, sem þá var gerð á skattalögunum. Nú hefir ríkisstjórnin borið fram á Alþingi ný skatta- frumvörp, sem enn gera talsverða breytingu á lögunum. Breytingarnar eru aðallaga þær sem hér segir: 1. Frádráttarheimild skatts og útsvars er numin úr gildi. 2. Skattfrjálst varasjóðstillag fyrirtækja er lækkað mjög mikið. 3. Með frumvarpi um stríðsgróðaskatt eru skattar hækkaðir mjög mikið á háum tekj- um. Til þess að vega á móti afnámi frádráttar- heimildarinnar hefir skattstiginn verið lækkað- ur nálega um helming. Því er haldið fram, að þetta geri litlar eða engar breytingar fyrir skattgreiðendur, en komi þeim að gagni, sent hafa misjafnar tekjur frá ári til árs. Þetta er að vísu rétt, þegar tekið er tillit til tekjuskatts, því að í lögunum er sett hámark fyrir álagn- ingu hans þannig, að hann getur ekki tekið meira en 22% af tekjunum. En stríðsgróða- skatturinn er auðvitað þar að auki. Hinsvegar eru eng'n takmörk sett um það, hversu hátt út- svar megi leggja á skattgreiðanda og er hann því gersamlega varnarlaus gagnvart álögum bæjarfélagsins, ef sú aðferð er upp tekin að út- svar og tekjuskattur fæst ekki dregið frá tekj- um áður en skattur og útsvar er ákveðið. Lögin eru því stórkostlega gölluð, þar sem þau raun- verulega svifta skattgreiðendur allri vernd gegn óhóflegri skattaálagningu hins opinbera. Um það má deila hvor aðferðin sé heppilegri, að nota frádráttarheimildina eða ekki, en því verður ekki neitað að niðurfelling frádráttar- heimildarinnar er að mörgu leyti réttmæt. En það er með öllu óviðunandi að fella frádráttar- heimildina niður nema í staðinn komi skýr og ákveðin lagafyrirmæli um það, hvar hinu opin- bera séu takmörk sett um álagningu tekjuskatts og útsvars. Það mun koma í ljós ef frumvarpið verður samþykkt, án þess að þessi breyting verði á því gerð, að þess mun skammt að bíða, að nýjar breytingar verði gerðar á þessum marg- breyttu lögum. Skortur á rekstursfé hér á landi hefir verið mjög áberandi um langan tíma. Þess vegna hef- ir jafnan verið talið æskilegt að skattalögin ýttu undir það að fyrirtækin safni varasjóðum. Ákvæði skattalaganna um að helmingur vara- sjóðstillaganna skyldi vera skattfrjáls hefir valdið því, að flestir hafa notað sér þessi fríð- indi og lagt arð fyrirtækjanna í varasjóð. Þetta er ein aðal-trygging þess að reksturs- og áhættu- fé geti safnast hjá atvinnufyrirtækjum og því er illa farið, ef nú verður úr þessu dregið svo í hinu nýja frumvarpi, að menn hafi meiri hvöt til þess að greiða arðinn til hluthafa en að leggja hann í varasjóð. Ætti sízt að örva menn til slíks eins og til háttar hér á landi. Hinsveg- ar er auðvelt með skynsamlegri lagasetningu að setja skorður við því að varasjóðir séu teknir út úr fyrirtækjunum, en þeir eru bezta trygg- ingin fyrir öruggum atvinnurekstri. Þess er að vænta að Alþingi samþykki ekki skattafrumvarp það, sem fyrir liggur nema breyting verði á því gerð í samræmi við það, sem hér hefir verið lýst. 2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.