Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 8
FYRIR HUNDRAÐ ÁRUM: Landvarnamá Það voru fá opinber mál, sem Jón Sigurðsson forseti þurfti ekki einhvern tíman á lífsleiðinni að fjalla um í baráttunni fyrir frelsi íslendinga. Lýsingar forseta á ástandinu hér á landi á 18. og 19. öldinni eru okkur, sem nú lifum, eins og vondur draumur og einkum þó lýsingar hans á verzlunaróstandinu. Það eru þó ekki nema 100 ár (árið 1843) frá því að ein af mestu baráttu- greinum Jóns Sigurðssonar fyrir verzlunarfrelsi Islendinga birtist í Nýjum Félagsritum og í grein þessari tekur hann fyrir allar röksemdir andstæðinga sinna, og okkar Islendinga, og hrek- ur þær lið fyrir lið. Það er til marks um, hve Dönum var ríkt í huga að streitast gegn þessu velferðarmáli ís- lenzku þjóðarinnar, að ein viðbára þeirra var sú, að íslendingar gætu ekki varið land sitt. Einnig þessa röksemd tekur Jón forseti fyrir, og mörg- um kann að þykja fróðlegt einmitt nú, að sjá hvað leiðtogi þjóðarinnar hafði að segja um landvarnamál íslands. Kafli sá, sem fjallar um þetta mál í greininni í nýjum Félagsritum, er á þessa leið: Það setja sumir fyrir sig, að landið hafi eng- ar varnir, og megi því svo fara, að útlendar þjóð- ir veiti Islendingum yfirgang og ofríki, segja þeir og að slíkt hafi sannazt á miðöldunum á Islandi, og beri við enn á sumum stöðum í Nor- egi. Því verður ekki neitað, að það er hinn mesti galli að engar varnir eru á landinu, en það er auðsætt að engin ástæða er það td að neita verzl- unarfrelsinu hennar vegna, heldur einmitt til hins: að bæta sem fyrst úr þessum galla til að geta. notið frelsisins því óhultar. Ef menn vildu amast við verzlunarfrelsi þess vegna, þá færi þeim líkt og ef bóndi þyrði ekki að koma upp fé, af því að hann óttaðist að bítur kynni að leggj- ast á það, og fækka nokkrum kindum, því bit- hætt hefði verið á þeim bæ fyrrum eður ef 3 menn þyrði ekki að leita aflabragða vegna þess að einhver óhöpp kynni til að vilja. Island er ekki betur farið varnarlaust, þó verzlan þess sé bundin, heldur en þó hún sé frjáls nema miður sé, því meðan hún er þannig er hættan söm, en hagnaður enginn, þar sem verzlunarfrelsinu fylgir gagn og framför bæði að efnum og hug- rekki, og má þá heita að nokkuð sé í aðra hönd þó vandi fylgi. Það er að vísu enginn kostur á mannkyninu að hver þjóð skuli verða að vera viðbúin til varnar móti annari, eins og móti villi- dýrum, og að því leyti betur sem menn eru slægari en dýrin, en svo verður að búa sem á bæ er títt meðan þannig stendur, og er sá einn til að hverr sjái sjálfum sér farborða sem bezt hann má, enda sjá menn og að allar þjóðir í öll- um löndum hafa sýnishorn af þesskonar vörum nema Islendingar einir, eftir því sem nú tíðkast og tíðkazt hefir um langan aldur, síðan á sex- tándu öld, að Magnús Jónsson hinn gamli var uppi í Bæ á Rauðasandi. Það er alkunnugt að Is- lendingar þóttu fyrrum manna óhræddastir ; bardögum, og þó menn tíðkuðu þá miklu framar leiðangra og herfarir á skipum til annarra landa en nú er orðið, þá óx eigi að síður Haraldi Gormssyni Danakonungi í augum að sækja heim Islendinga, þegar þeir ortu um hann níðvísu fyr- ir nef hvert, og var hann kominn til Noregs með allan Danaher. Jafnan réttu og íslendingar hlut sinn við útlenda menn, allt fram að siðaskiptun- um, en eftir að konungsvaldið jókst með siða- skiptunum og margir sérdrægnir konungsmenn þóttust eiga hægra um hönd að ráða öllu við varnarlausan almúga enn vopnaðan, þá er eigi kyn þó flest gengi öfugt í landinu, og það yrði visið og dáðlaust, sem strá fyrir vindi. Annála- menn kenna það Jóhanni Bucholt og Jóni lög- manni Jónssyni að vopn voru tekin af lands- mönnum, og fer það eptir öðru frá þeirra hendi, en það fer að líkindum að sumir sýslumenn og FR.TÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.