Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 21
boðsverði, að viðbættu káupi bjöi'gunarmannanna. Éu næsta haust gaf félagið mér gulldósir og úr, sem kveðið hefir verið um. Eftir að ég liafði dvalið nolckra daga á Seyðisfirði og rannsakað verzlunarbækurnar og verzlunina þar, gat ég loks haldið áfram hinni fyrirhuguðu Horna- fjarðarför. Fátt bar við á leiðinni þangað. Ég kom við á Papós og stóð þar við um stund og lagði á Lónsheiði undir háttatíma. poka var og húðarrigning alla nóttina, þas til kom undir sólaruppkomu, stytti þá upp, þokan og varð heiðskírt loft. Einmitt þegar ég kom á brún- ina á Almannaskarði, var sólin að koma upp og blasti þá við i morgunsólinni citthvert mesta og feg ursta útsýni, sem ég hef-i scð hér á landi. pegai' ég koin að lausakaupaskipi Gránufélagsins, sem lá við Klettaey út við Hornafjarðarósinn, sagði lausakaupmaðurinn við mig, a/i verzluninni hjá sér vrt’ri lokið, allar nauðsynjavörur uppseldar og sæi hann því ekki til neins að taka við gullinu, sem ég liafði meðferðis. pegar ég hafði lokið við að skoða verzlunarbæk- urnar hjá honurn, kom til skipsins síi'a Jón Jónsson, sem þá var prestur í Bjarnanesi, en nú er prófastur á Stafafelli, og ltauð hann mér heirn með sér og þá ég það. Nokkuð af veginum lá á bökkum kvísla úr Horna- fjarðarfljóti og var þar allt vaxið smára og öðru góð- gresi. Hafði ég orð á því við séra .lón, að ckki væri undarlegt, þó að hestar i Hornafirði væri krafta- góðir og þolnir, með því uppeldi, sem þeir fengi í slíku haglendi. pegar heim kom í Bjarnarnes, sncri ég talinu að því, að leiðinlegt væri að reiða heim með sér aftur allt gullið. Talaðist þá svo til, að ég sendi fylgdar- manninn, sem var góður hestamaður, út um sveit- ina til þess að kaupa hesta fyrir gull. Fór hann eftir leiðbeiningum síra Jóns til ýmsra manna og kom aftur eftir hálfan annan dag með 32 fola. Voru kaupin að sjálfsögðu gerð fyrir Gránufélagið. Að því búnu lagði ég af stað úr Hörnafirðinum og hélt með allan hestahópinn norður báðar Múlasýsl- ur. Var það eitt liið skefnmtilegasta ferðalag, sem ég hefi farið á æfinni, að reka á undan sér i bezta veðri, reiðhestana og folana 32, því að engan þeirra seldi ég aftur fyr cn komið norður á Langanes- strendur. Eftir að hafa rannsakað lausakaupaverzlunina á pórshöfn og fastaverzlun á Raufarhöfn, Jiélt ég til Akureyrar. En þegar ég lagði upp úr Kelduhyerfi á Reykjaheiði hafði ég selt alla folana. Eftir ferðina til Hornafjarðar og aftur norður Múla- sýslur, norður á Langanes og Raufarhöfn og þaðan til Akureyrar, voru liestar mínir ekki þreyttari en svo, að ég varð að skipta hestum vestán í Vaðlaheiði, þegar sást niður á Eyjafjörð, því að Bleikskjóni minn lúði mig með ákafa sínum og fjöri. Árið eftir var ég aftur á fcrð um Norður-pingeyjar- sýslu. Létu þá margir þeirra, sem folana höfðu keypt, ánægju sína í ljósi við mig yfir hestakaupunum. ■f Axel Krisíjánsson Einn af kunnustu verzlunarmönnum Akureyrar, Axel Kristjánsson kaupmaður andaðist af afleiðing um flugslyss liinn 15. apríl síðastl. Axel var aðeins 49 ára að aldri, er hann andaðist. En þótt liann væri ekki eldri, hafði hann þó af- kastað margvíslegum störfum, og var um margt í fylkingarbrjósti stéttarbræðra sinna á Akureyri. Axel var sonur Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og tók ungur að starfa í verzlun föður síns og gekk síðar á verzlunarskóla. Harin stofn- setti verzlun á Akureyri og verzlaði aðalléga með kol, auk þess sem hann var umboðsmaður h.f. Sliell á Islandi. Einnig var Axe) umboðsmaður Sjóvá- tryggingarfélags Islands á Akureyri og formaður Vinnuveitendafélags Akureyrar. Axel var einnig vice- konsull Norðmanna k Akureyri. Axel var duglegur verzlunarmaður, enda var hann flestum mönnum ötulli til starfa. Hann var hraust- menni og góður iþróttamaður, og hefði eflaust átt eftir að afkasta mörgu enn, ef ekki hefði dauðann horið að með svo óvæntum hætti. Axel tók mikinn þátt í félagslííi verzlunarmanna á Akureyri og var um skeið formaður þeirra. "f Kjartan Gunnlaugsson Kjartan Gunnlaugsson kaupm. andaðist hinn 12. apríl s.l. Hann var fæddur í Reykjavík 1G. júní 1884. Rúmlega tvítugur, eða 1907, gerðist hann meðstofn- andi verzlunarinnar Helgi Magnússon & Co. ásamt Helga Magnússyni og Knud Zimsen. Hafði Kjartan alla stjórn verzlunarinnar á hendi, en Helgi annað- isl liina verklegu hlið. Fyrirtækið óx fljótt og er nú landsþekkt verzlun, en eins og kunnugt er hefir verzlunin einkunr selt járnvörur, miðstöðvar og elda- vélar. Kjartan Gunnlaugsson lmfði ekki í æsku haft tæki- fæi'i til að afla sér mikillar skólamenntunar, en hann hafði menntazt vel af sjálfsdáðum því hann hafði góða liæfileika til að bera. Hann var traustur verzt- unarmaður og lék jafnan það orð á, að hann væri reglusamur í viðskiftum, orðheldinn og stjórnsamur. Kjartan lét ekki mikið á sér bera í opinberum mál- urn, en gaf sig allan að verzlun sinni. Hann var einn af hinum mörgu verzlunarmönnum, sem komizt liafa til álits og efna af sjálfs sín rammleik, án þess að undir þá væri hlaðið af öðrum, en slíkir dugnaðar- menn hafa hingað til borið uppi atvinnuvegi lands- manna. Með Kjartani er genginn góður verzlunarmaður, sem stéttai'bræður hans hefðu óskað að enn mætti lengi lifa og starfa fyrir íslenzka verzlun. FRJÁLS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.