Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 25
John Allen Murphy: Alúð óg kurteisi Ég halði mœlt mér mót við starfsmann stórs olíu- sölufélags í skrifstofu hans og kom á mínútunni. „Ég verð að biðja yður að afsaka, herra", sagði maður- inn, sem hafði það starf, að taka á móti gestum. „petta mun dragast um stundarfjórðung". pað var ekkert óvenjulegt við þetta, cn mér brá í brún við það, sem nú gerðist. Maðurinn gekk til mín. „Má ég ekki bjóða yður þcssa corona-vindla?" sagði hann. „Eða ef þér reykið pípu, þá ættuð þér að reyna þetta tóbak. Látið fara vel um yður og ég skal reyna að sjá svo um, að þér þurfið ekki að bíða lengur en nauðsynlegt er“. Síðar fór ég til að tala við varaformann útgáfu- fyrirtækis og stúlkan við afgreiðsluborðið heilsaði mér glaðlega. „Já, herra Murphy, herra Jones á ein- mitt von á yður“, sagði hún. þegar ég innti eftir því, var mér sagt, að öllum væri tekið á sama liátt. Stúlk- an var mjög lagleg og á borðinu hennar voru ný blóm. þetta eru smámunir, en kaupsýslumenn eru þó óðum að taka þá upp. Staða mín krefst. þess, að ég fari til um 2000 fyrir- tækja á ári. Ég liefi oft orðið að bíða óratíma i skrif stofum, eftir að stúlka eða piltur hefir sagt stuttara- lega: „pér vei-ðið að bíða“. Slík framkoma var áður algeng, en er nú að verða undantekning. I-Ivert fyrirtækið af öðru liefir hætt að líta á komumenn sem óvelkomna gesti og tekið upj) þá stefnu, að gera allt. mögulegt til að greiða göt»i þeirra og láta fara sem bezt um þá. pctta á sér- staklega við um stór fyrirtæki; pau finna það, að það borgar sig að vera alúðlegur. Einn daginn kom ég vegna misskilnings klukku- tíma of snemma til niðursuðuverksmiðju einnar í Miðvesturríkjunum. Um hundrað manns kom inn, meðan ég beið. Öllum var tekið með einstakri kurt- eisi og þolinmæði, þótt sumt af þessu fólki ætti cigin- lega ekkert erindi þangað. Ég talaði lofsamlega um þetta við framkvæmda- stjórann, þegar að mér var komið: „petta getur verið gott fyrir viðskiptin", sagði lninn. „þetta fólk borðar vafalaust allt niðursuðuvörur. pað kaupir ef til vill vörur okkar, ef við komum vel fram við það“. Fyrirtækið, sem sér um afhendingu símsendra blóma í Detroit, hefir stóran, fullan blómavasa í mót- fökuherbergi sínu. Hverjum gesti er boðið blóm i hnappagatið. í móttökuherbergi ostaverksmiðju í Wisconsin er nýtt brauð með osti borið fram á hverj- um klukkutíma. Fyrirtæki eitt í Norður-Dakota hefir spjald uppi i móttökuherbergi sínu, þar sem allir hljóta að reka augun í það: „Við höfum líka sölumenn í ferðalög- um. Við reynum að veita yður þær móttökur, sem þeir vilja fá“. FR.TÁLS VERZLUN í gamla daga, þegar „kuldinn" var i algleymingi, þurftu sölumenn oft að eyða tíma símum til einskis í biðstofum. Nú er þeim gefið tækifæri til að vinna, meðan þeir bíða. Ritvélaverksmiðja í Michigan hefir cina véla sinna í biðherberginu, svo að þeir, sem sitja þar, geta notað hana. Sömu aðferð hefir verk- smiðja, sem framleiðir „diktafóna". Sérkennilegustu kurteisina gagnvart komumönn- úm sýnir rafmagnsfélag, sem er eign borgar einnar í Vesturríkjunum. Rafmagnið kemur frá orkuveri uppi í fjöllum, marga kílómetra á brott. Sölumanni, sem kemur í fyrsta skipti, er lioðið að skoða orku- verið. Er þá farið með hann í 2ja daga ferð um fag- urt landslag í lieilnæmu loftslagi. pessi ferð er al- gerlega á kostnað rafveitunnar. Frank W. Woolworth sagði oft, að það ætti hann velgengni sína að þakka, að hann léti hvern sölu- mann, sem hann hitti, segja sér sögu sína. Fyrstu tvær verzlanirnar hans fóru á höfuðið af því að hann gat ekki útvegað nóg af ódýrum vörum. Eftir það gerði hann það að reglu, að það yrði að tala við livern sölumann, sem að garði bæri. Ef kaupandi gat ekki veitt sölumanni viðtal strax, varð hann að gefa skýringu á töfinni og ákveða viðtalstíma síðar. Skrifstofur Wooiworths urðu eftir það takmark allra, sem höfðu eitthvað á boðstólum, og þetta varð til þess að Woolworth gat brátt boðið allar þær ódýru vörutegundir, sem síðan hafa verið til sölu í búðum Woolworths. Margir forstöðumenn fyrirtækja láta komumenn skemmta sér við áhugamál þeirra. Forseti brunavá- tryggingafélags í New York safnaði gömlum slökkvi- tækjum og gestum er boðið að skoða safnið. þar er t. d. 100 ára gömul dæla, sem gat sprautað vatns- súlu 275 fet upp í loftið, cn það þurfti líka 00 menn til að dæla vatninu. Sjónglerjaframleiðamli í Massachussetts hafði við- að að sér safni hundraða sjónglerja. Skóverksmiðja í Boston á safn af skófatnaði og bílasali í Indíana hefir ágætt safn af gömlum ökutækjum. Ég hefi relc- izt á tugi slíkra safna. pau eru fróðleg og skemmti- leg. Áður var það aukaverk að taka á móti fólki hjá fyrirtækjum. Nú er fólk valið vandlega til slikra starfa. pað bezta er oft farið að reskjast. pað er virðulegt, vant að umgangast fólk og er eðlilega kurteist. Sá maður, sem vinnur þetta starf bezt að mínum dómi, starfar í Buffalo, i fyrirtæki, sem selúr skrif- stofutæki. Hann er gamall maður og var áður um- ferðarsali. Nú notar hann sölumannsreynslu sína tit þess að afla húsbændum sínum vina og velunnara. Hann er vinur og ráðunautur allra, sem koma irin. „Betra starf er ekki til fyrir gamlan mann“, sagði hann við mig. „það veitir honum tækifæri til þess að hagnýta sér reynslu og vizku, sem hann hefir verið að safna alla sína ævi. Maður þarf að vera farinn að reskjast, til þess að geta veiáð vingjarn- iegur við alla sem koma. En það gleður mig, að alúð og gestrisni skuli vcra þeir kostir, sem öfluðu mér stöðunnar". 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.