Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 6
á hún sér einnig aðrar orsakir, sem margir myndu telja „eðlilegar" gagnstætt þeim orsök- um, sem rót sína eiga að rekja til verðbólgunn- ar. Fólki hefir fjölgað í landinu og umsetning aukist, og getur seðlaútgáfan aukist af þeim or- sökum, án þess leiða þurfi til nokkurra verð- hækkana. Þessar tvær höfuðorsakir liggja til aukningar seðlaútgáfunnar, verðbólgan og hin aukna umsetning, en hve mikinn þátt í aukn- ingunni hvort atriðið um sig hefir átt, er ókleift að segja nokkuð um. Gefur nú aukning seðlaútgáfunnar tilefni til ótta um áframhaldandi verðfall peninganna, og væri rétt að álykta, að hver einstaklingur, sem á peninga eða peningakröfur, gerði skynsamleg- ast í því, að koma peningum sínum í vörur eða fasteignir? Verðmæti peningaeigna fer auðvitað eftir kaupmætti peninganna gagnvart vörum og öðr- um raunverulegum verðmætum á þeim tíma sem þær eru notaðar. Og framtíð gjaldmiðils vors er vitanlega fyrst og fremst komin undir tvennu: í fyrsta lagi því, hvað við getum keypt fyrir þær erl. inneignir er við höfum safnað, og í öðru lagi hverjum árangri verður náð í barátt- unni gegn verðbólgunni innanlands. Fyrra atrið- ið er auðvitað mjög undir úrslitum styrjaldar- innar komið og skal það mál ekki nánar rætt hér, en hvað síðara atriðið snertir, virðist sá árangur, sem náðst hefir undanfarna mánuði, gefa tilefni til bjartsýni. Og jafnvel þótt utan- aðkomandi orsakir gerðu ókleift að halda verð- laginu niðri á næstunni, svo sem tekist hefir frá nýári, má á það benda, að engar líkur eru á öðru en mikið verðfall muni eiga sér stað eft- ir stríðið, á sama hátt og eftir síðustu heims- styrjöld. Eftir það að friður kemst á, hlýtur að verða stórkostleg röskun á öllu atvinnu- og viðskiptalífi þjóðanna, þar sem öll framleiðsla í þágu styrjaldarrekstursins stöðvast skyndilega. Það tekur alltaf tíma að flytja verkafólk og aðra framleiðslukrafta yfir í aðrar atvinnu- greinar, og meðan á því stendur, hlýtur að skap- ast mikið atvinnuleysi, en af atvinnuleysinu leið- ir minnkaða eftirspurn eftir vörum og þar af leiðandi verðfall. Hve mikið verðfallið verður, fer auðvitað eftir því, hvaða pólitík verður rek- in í þýðingarmestu löndunum, en líkurnar á því, að komist verði hjá kreppu, virðast hverfandi. Vegna hins fyrirsjáanlega verðfalls að styrj- öldinni lokinni, virðist mega slá því föstu, að það sé engan veginn skynsamleg ráðstöfun frá fjárhagslegu sjónarmiði einstaklinga, að kepp- ast við að festa peninga sína í vörum eða fast- eignum. En auk þess hefir slíkt kapphlaup hin oheillavænlegustu áhrif á fjármála- og viðskipta- lífið almennt séð. Hætt er við að fasteignir og fyrirtæki lendi í höndum manna, sem ekkert vit hafa á að reka þau, en hafa getað náð eignar- haldi á þeim sökum þess að skyndigróði hefir fallið þeim í skaut sökum ríkjandi kringum- stæðna, eða þá að þeir hafa haft aðstöðu til þess að „slá“ lán. Afleiðingin verður svo gjaldþrot þegar undan fæti hallar, og verður slíkt til að auka enn þá erfiðleika, sem atvinnulífið á við að striða á þeim tíma af öðrum orsökum. Tii- gangur þeirrar spákaupmennsku, sem undan- farið hefir mjög gert vart við sig varðandi fast- eignir og fyrirtæki, mun einnig í eklti fáum til- fellum vera sá, að draga þessi verðmæti yfir í þá notkun sem gróðavænlegust er í augnablik- inu, en á enga framtíð fyrir sér á venjulegum tíma, og hlýtur slíkt einig að valda auknum erf- iðleikum á því að koma framleiðslunni í sitt fyrra horf að styrjöldinni lokinni. Af öllum þessum orsökum virðist mega draga þá ályktun, að óttinn við það, að eiga peninga- eignir, sé ekki af skynsamlegum toga spunninn frá fjárhagslegu sjónarmiði einstaklinga, en auk þess getur spákaupmennska sú, sem af þessu hefir leitt og kann að leiða, haft hinar óæskilegustu þjóðfélagslegu afleiðingar, og væri þess vert, að hér væri verið á verði af hálfu hins opinbera. Beint bann við eigendaskiptum á fasteignum og fyrirtækjum, væri þó ekki æski- legt, þar eð með slíku væri enginn greinarmun- ur gerður á skynsamlegum og óskynsamlegum ráðstöfunum í því efni, en á hinn bóginn væri ástæða til opinbers eftirlits í þessum efnum að því leyti sem slíkt verður framkvæmt, og sér í lagi virðist ástæða til að þess sé gætt, að bank- ar og aðrar lánstofnanir, sem eru í opinberri eign, eða undir opinberu eftirliti, veiti ekki lán í þeim tilgangi að styðja slíka spákaupmennsku. Ritað í apríl 1942. 6 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.