Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 10
SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, ALRM.: Stic jornars kipti Alþingi fullnægir bjóðardómi. Sá atburður gerðist hér á landi 15. maí s.l., að ráðherrar Framsóknarflokksins veltust af valdastólum. Hafði Framsóknarflokkurinn þá í’áðið stjórn landsins í 15 ár samfleytt. Stjómarskipti eru, út af fyrir sig, ekki svo sjaldgæfur atburður í lýðfrjálsu landi, að ástæða sé til að veita því sérstaka athygli. En í lýð- frjálsu landi er hitt fátítt, að sami flokkur haldi völdum svona lengi. Þessi atburður knýr menn því til umhugsunar um það, af hverjum orsök- um þessi langi valdaferill stafar, og hvað valdið hefir því, að hann slitnaði einmitt nú. Nú skal litið fyrst á hið fyrra atriðið. Ef ganga mætti út frá því, að stjórnskipun landsins væri óbrjálað lýðræði, þyrfti ekki um að villast. Ástæðan fyrir hinum langa valdaferli væri þá blátt áfram lýðhylli, þ. e. þessi flokkur, Framsóknarflokkurinn, hefði þá verið svona ást- sæll hjá þjóðinni, að meiri hluti hennar hefði allan þennan tíma, 15 ár, trúað honum öllum öðr- um betur fyrir velferð sinni. Fljótgert er, að leita óvéfengjanlegra vitnis- burða um það, hvort þessu sé þann veg háttað, því á þessu 15 ára tímabili hafa 5 sinnum farið fram almennar alþingiskosningar, eða árin 1927, 1931, 1933, 1934 og 1937. — Fimm sinnum á 15 árum hefir verið borið undir kjósendur landsins, hverjum þeir treystu bezt til að stjórna landinu. Svörin voru þessi: Árið 1927 fékk Framsóknarfl. 29.8% atkv. 1931 36.9 % 1933 23.9 % 1934 21.9% 1937 24.9 % Við allar þessar almennu alþingiskosningar fékk annar flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, at- kvæði sem hér segir: Árið 1927 — 1931 — 1933 — 1934 — 1937 42.5% atkv. 43.8% — 48.0% — 42.3 % — 41.3% — Svona hefir dómur þjóðarinnar fallið. Fimm sinnum er hún spurð hins sama, fimm sinnum svarar hún eins, eða því sem næst. Einn fjórði hluti hennar segist treysta Framsókn, þrír f jórðu hlutar hennar segjast ekki treysta henni. Og hvert sinni, sem þjóðin var spurð, fékk sami flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, nál. tvöfallt fylgi við Framsókn. Þetta er dómur þjóðarinnar, fimm sinnum endurtekinn á 15 árum. En Alþingi hefir ekki fyrr en nú fullnægt dóminum. Framsóknarflokkurinn er eklti landsmálaflokkur. Það er staðreynd að þingflokkur Framsókn- ar er samtíningur manna með gjörólíkar lífs- skoðanir, allt frá ítrustu hægrimönnum til rót- tækustu vinstrimanna. Um sameiginlega þjóð- málastefnu er því ekki að ræða hjá þessari hjörð. F'ramsóknarflokkurinn er verzlunarfyrirtæki, þar sem menn eru ráðnir upp á hlutdeild í arði. Arðsvonin hefir haldið flokknum saman, og svo verzlunarhyggnir og duglegir forstjórar, sem verzlað hafa við aðra flokka til vinstri eða hægri, eftir því sem hinn pólitízki markaður var á hverri stundu. Þetta eru ástæðurnar fyrir því, að tiltölulega lítill minni hluti þjóðarinnar hefir stjórnað landinu í 15 ár, sett þjóðinni lög og farið sínu fram, samkvæmt og gagnstætt lögum, allt eftir því sem þörfum fyrirtækisins hentaði hvert sinni. 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.