Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 13
Framsókn vill hvorki lýðfrelsi né jafnrétti. Menn spyrja, hvers vegna Framsókn sé hætt að stjórna landinu. Hvers vegna þessi minni- hluta flokkur, sem stjórnað hefir landinu í 15 ár, ekki er látinn stjórna því áfram. Markaðsörðugleikar er svarið. í fyrsta sinni á 15 árum hefir fyrirtækinu brugðizt markaður hjá öðrum flokkum. ísland hefir fyrir rás viðburða losnað úr sam- bandinu við Danmörku. Af þessu leiðir, að land- ið verður að fá ný stjórnarlög. Framsókn ótt- ast það, að þjóðin muni ekki sætta sig við ann- að, en að hin nýja stjórnarskrá tryggði fullkom- ið lýðfrelsi hér á landi, þar á meðal jafnan kosn- ingarrétt til Alþingis. En það mundi verða þess valdandi, að þingflokkur Framsóknar yrði í hlut- falli við kjósendatölu flokksins, eða aðeins l/j, hluti þingsins. Verzlunaraðstaðan yrði þá örðug, og ekki annað líklegra, en að fyrirtækið færi í mola. Framsóknarflokkurinn barðist því gegn því, að stjórnarlögum landsins yrði breytt. Tókst honum að fá nægilegan stuðning úr öðr- um flokkum, til þess að fresta aðgerðum í þessu efni á þinginu 1941. Þeir menn voru, innan Sjálfstæðisflokksins, sem undu illa þeim málalokum, sem urðu á þing- inu 1941. Þeir kröfðust þess, að sjálfstæðismálið yrði til lykta leitt, og kjördæmaskipuninni breytt á þann veg, að kosningarétturinn yrði sem jafnastur. Alþýðuflokkurinn kom þá með miðlun þá, sem fólst í stjórnarskrárfrumvarpi hans. Og þegar Framsóknarflokkurinn sá, að meiri hluti Alþingis mundi aðhyllast þetta byrj- unarskref til fullkomins jafnréttis kjósendanna, tók hann það ráð, að hafa í hótunum. Hann þóttist geta skapað allskonar glundroða og vand- ræði. Boðaði jafnvel algerða „upplausn" í þjóð- félaginu. — En þá skeði loks það, sem aldrei áður hafði skeð, að allir flokkar þingsins, aðrir en Framsóknarflokkurinn, skildu það, að hags- munir Framsóknarflokksins eru ekki samrýman- legir velferð þjóðfélagsins, og að hið síðar talda er meira vert. „Af ávöxtunum skuluð þér hekkja bá“. Það hefir margt drifið á daga þjóðarinnar síðustu 15 árin, sumt ósjálfrátt, annað sjálf- rátt. Veturinn, hinn mikli aldaægir íslenzku þjóðarinnar, hefir að mestu horfið, svo að fé hefir gengið nær sjálfala ár eftir ár í sumum sveitum landsins. En það var ekki stjórn lands- ins að kenna. Sjálfstæði landsins, sem þjóðin hefir þráð í margar aldir og barizt fyrir, hefir fallið okkur í skaut. En það var ekki stjórninni að kenna. I ýmsu höfum vér þó verið vorrar eigin gæfu smiðir. — Á þessu tímabili „dreifbýlis“-um- hyggjunnar komust um 2800 bændur í greiðslu- þrot. Varð ríkið að gera skuldaskil þeirra og verja til þess fé ærnu. — Á þessu tímabili sveitaumhyggjunnar komust 100 sveitarfélög í greiðsluþrot, og urðu að leita á náðir ríkisins. Á þessu tímabili landbúnaðarumhyggjunnar var flutt inn erlend fjárpest er eyddi svo bústofni bænda, að heil héruð urðu nær sauðlaus. Á þessu tímabili viðskipaspekinnar var endurreist verzlunareinokun hér á landi, svo að enginn mátti flytja inn saumnál nema með stjórnar- leyfi. En ríkissjóður komst í hengjandi skuldir. 6. gangan. Framsókn á örðuga göngu fyrir höndum. Hún á að mæta tvisvar fyrir dómstóli þjóðarinnar áður en þessu ári lýkur. Hún verður í fyrsta lagi að biðja þjóðina að gleyma fortíðinni, biðja hana að skrifa stjórnarsögu Framsóknarflokks- ins í sandinn. En auk þess ætlar hún að biðja þjóðina að afneita dýrustu hugsjónum sínum, frelsi og jafnrétti. Æfintýrið í Mjallhvít hefir endurtekizt hér á landi 5 sinnum á 15 árum. Hin vonda stjúpa hefir gengið 5 sinnum fyrir spegil þjóðarinnar og spurt sömu spurningar: „Spegill, spegill herm þú mér, hver á landi fríðust er“. Spegillinn hefir ætíð svarað hinu sama: að stjúpan væri ljót og sviksamleg. En ætíð hefir hún komið ár sinni svo fyrir borð, að hún hefir haldið áfram að vera drottning. Nú er flagðkonan í útlegð. En samt ætlar hún að ganga fyrir spegilinn í 6. sinni. Um það skal engu spáð hvert svarið verður. En hinu skal spáð, að þegar þjóðin hefir fengið stjórn- arskrá, sem tryggir henni fullkomið lýðfrelsi og jafnrétti, og þar með réttláta kjördæmaskip- un, þá verði sú stjómarskrá Framsókn þeir funaskór, er hún dansar á styzta og síðasta dansinn. Hitað í apríl 1942. FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.