Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 25
Stöðin á Asknesi verksmiðju og komst framleiðslan stundum upp í 200 þús. pund á dag. Eins og nærri má geta veittu hvalveiðarnar mörgum atvinnu og munu töluvert á annað hundrað manns hafa verið þar við landvinnu yf- ir sumarið auk þeirra, sem voru á skipunum. II Hvalur á skurðpalli Þegar halla tók undan fæti um veiðina flutti Ellefsen megnið af rekstri sínum til Saldanha Bay í Suður-Afríku. Hvalveiðastöðin á Asknesi grotnaði brátt niður með öllu og seinast stóðu ekki eftir nema hinir miklu reykháfar bræðslu- húsanna. Blaðið „Spegillinn" birti skopmynd af því 1931 er eigandi Askness féklt varðskipið Ægi til að tortíma reykháfunum. Og hurfu þar með síð- ustu leifar þess milda atvinnurekstrar. FRJÁLS VERZLUN Þegar Ellefsen flutti stöðina til Saldanha Bay í Suður-Afríku, fylgdu honum nokkrir Islending- ar og var þeirra á meðal Kristinn Kristjánsson bifreiðastjóri í Reykjavík. Hann var með Ellef- sen syðra í tvö ár og hefir hann látið blaðinu i té frásögn þá, sem hér fer á eftir: Guðmundur heitinn Ólsen var umboðsmaður Ellefsens og auglýsti eftir mönnum til vinnu í hvalveiðistöðinni í Saldanha Bay. Það var í árs- byrjun 1911. Misjafnlega gekk með að fá menn, því upplýsingar um staðinn og annað voru af skornum skammti. Guðmundur Hannesson læknir ritaði grein 1 „ísafold" um loftslagið syðra og taldi það illt og óvarlegt af íslendingum að fara þangað. Við, sem fórum, vissum ekkert hvar staðurinn var á Afríkuströnd fyrr en við komum þangað, en Saldanha Bay er ca. 60 mílur fyrir norðan Kap. Við lögðum af stað með Sterling 16. marz úr Eeykjavík og fórum til Leith, en þaðan fórum við til smábæjar í Skotlandi, en þar lá þá skip Ellefsens. Var í því skipi allt, sem þurfti til byggingar hvalveiðistöðvarinnar og sá mann- afli, sem hann hafði með sér suður eftir. Þann 5. maí komum við til Saldanha Bay. Alls vorum við íslendingarnir 10 að tölu og einn kom síðar, en það var hvalaskyttan Ebenezer Eben- ezersson. Ferðin gekk vel, nema hvað einn mað- ur dó á leiðinni og þegar skipið sigldi inn í Saldanha Bay hafði það fána í hálfa stöng. Ellef- sen var þar syðra og brá honum mjög er hann sá skipið koma að landi með sorgarfána. Maður- inn sem dó var 2. stýrimaður. Þoldi hann ekki hitann og andaðist er við vorum komnir rétt suður undir miðjarðarbaug. Við vorum í lest og voru þar Norðmenn, Svíar og íslendingar saman og fór þokkalega vel á með mönnum. Staður sá, sem Ellefsen hafði fengið undir stöðina, var fremst á óbyggðu nesi og var nú hafist handa um að afferma skipið og hefja byggingar. Fyrst reistum við skúra og tjöld okkur til skjóls. Smátt og smátt risu svo húsin upp, kjötsuðuhús, spiksuðuhús og gúanóverk- smiðja. Einnig var byggt íveruhús fyrir Ellefsen og annað fyrir starfsfólkið og svo stór hval- skurðarbryggja. Þegar grafið var fyrir húsun- um komu upp ósköpin öll af mannabeinum og héldum við fyrst að það stafaði frá Búastríð- inu, sem var þá nýafstaðið en svo var ekki, held- ur höfðu verið heygðir þarna menn, sem féllu í bardaga milli fiskimanna og innfæddfa alllöngu áður. ★ Þegar við fórum að átta okkur á staðnum kom ýmislegt í ljós, sem var misjafnlega fýsilegt. 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.