Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 27
„ , , .. . Útsýni yfir Saldanha Bay Gróður a strondinni Ekkert drykkjarvatn var til nær en í Höfða- borg, svo við urðum að safna rigningarvatni. Loftslagið var óþægilegt. I desember og janú- ar var heitast og komst hitinn þá allt upp í 40 stig á celsius. livítur sandur var við fjörðinn og varð hann svo heitur að ekki var hægt að ganga um hann berfætur. Sumarið hefst i sept- ember og stendur fram í marz, en aðalrigninga- tíminn er frá því í miðjum júní og þar til í ágúst. Það bætti þó nokkuð úr um loftslagið að þarna blása stöðugir sunnanvindar, sem kæla. Við íslendingamir unnum allir í landi nema Ebeneser. Han var skytta og var æfi hans á skipinu mun betri en okkar, sem í landi vorum. Aðalvinnan var hvalskurðurinn. Þegar hval- ur berst að er honum lagt við dufl en síðan er hann settur upp á skurðpall. Þar er flett af hon- um spikinu og það sett í katla. Síðan var skrokk- urinn dreginn af pallinum og brytjaður niður í kjöthúsinu. Bein voru þurrkuð út af fyrir sig og kjöt einnig, en síðan voru beinin möluð. Kjötið var ýmist notað í gúanó eða kraftfóður. Ellefsen Iivalveiðastöðin hafði 3 veiðibáta, en aðalveiðitíminn var frá maí þar til í október. Þegar ekki var veitt var unnið að því að gera að verksmiðjunni og ljúka við þurrkun og mölun beina og kjöts. Hvaltegund sú, sem mest var veitt af var svo- nefndur skeljungur, en hann er fáséður hér við land. Einu sinni veiddist bláhvalur með skutul í skrokknum og sást það á fangamörkum, sem voru á skutlinum, að hann var frá hvalveiða- stöð á Hesteyri. Ef veiddur var hvalur með skutli í átti sá er skotið hafði helming hvalsins. Carl Ellefsen, sonur gamla Ellefsens, sagði okk- ur að af því að svo langt væri til Hesteyrar mundu þeir sleppa við að greiða helming hvals- ins. Ellefsen gamli hélt því fram, ag hvalir ferð- uðust heimshafanna á milli og væru þeir annað árið sunnar en hitt árið í norðurliöfum. Það var vandaverk að skutla hvalina. Þegar þeir höfðu verið skutlaðir drógu þeir skipið oft langar leiðir, en þegar hvalirnir gerðust þreytt- ir var farið að draga þá að skipinu. Hvalveiði- bátarnir voru litlir, aðeins 40—50 smál. skip, og urðu að gæta allrar varúðar í viðskiftunum við hina risavöxnu hvali. Eitt sinn hafði hvalur nær dregið eitt af skipum Ellefsens í kaf. Hét það Mosvalla og fórst það síðar með allri áhöfn án þess að nkokuð spyrðist um með hverjum hætti það bar að. Ekki var Ellefsen heppinn með stöðina, þvi þessi tvö ár, sem ég þekkti þarna til veiddist mjög illa en tvö næstu árin á undan hafði verið landburður af hval. Á stríðsárunum seldi Ellef- sen Bretum stöðina. ★ Fyrir utan þá hvítu menn, sem störfuðu við stöðina var þar mesti urmull af Köffum og Hottintottum. Kaffar eru brúnir á hörund, eru stórir og glæsilegir menn en undirförulir og Framh. á síðu 47. FRJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.