Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 3
viðskiptastétt þjóðarinnar, vinna óþarfara og óviturlegra starf en margan grunar. Með þess- ari ódrengilegu framkomu sinni reyna þeir að koma í veg fyrir það, að þessi stétt geti innt af hendi hlutverk sitt fyrir þjóðarheildina, ó- pólitískt, úlfúðarlaust og með þeirri fyrir- hyggju, sem ætíð er nauðsynleg í því starfi. — Hér á landi keppa tvær verzlunarstefnur um viðskiptin, einkarekstur og samvinnurekstur. Báðar þessar stefnur hafa til síns ágætis nokk- uð, og báðar hafa þær sína galla. En það er eins með þessar stefnur og allar aðrar, að kostir þeirra nýtast í hlutfalli við það, hvernig á þeim er haldið. Hvorttveggja má færa út í öfgar, sér- staklega með því að nota þær í pólitískum til- gangi. Viðskipti eru ópólitísk í eðli sínu og samkeppnin milli samvinnu og séreignarstefnu í verzlun á ekki að koma fram í öðru en því, hvor stefnan getur innt af hendi betri þjónustu gagnvart þjóðfélaginu. Reynslan hefir sýnt, að þessar stefnur geta lifað og þróast hlið við hlið án þess að önnur útrými hinni. Báðar þessar stefnur hafa jöfnum höndum brotið á bak aft- ur hið erlenda verzlunarvald og lyft íslenzkri verzlun til svo mikils þroska, að hún á sinn hátt stendur jafnfætis því, sem bezt er erlendis. Það er því mikið gæfuleysi fyrir þjóðina, að hin unga og framgjarna viðskiptastétt hennar hef- ir verið dregin inn á vettvang stjórnmálanna til þess að skiptast þar í tvær andstæðar sveitir í harðri hagsmunabaráttu, í stað þess að ann- ast viðskiptin hvor á sínu sviði úlfúðarlaust með það eitt fyrir augum, að bæta starfsaðferð- ir sínar í þágu þjóðarheildarinnar. Þeir, sem aðhyllast einstaklingsverzlun og telja hana beztu viðskiptaaðferðina, eiga að hafa rétt til að hafa þá skoðun án þess að vera settir á bekk með féndum þjóðfélagsins. Á sama hátt eiga þeir, sem telja samvinnuverzlun betri en aðra verzlun, að hafa rétt til að hafa þá skoð- un án þess að verða fyrir aðkasti af þeim, sem eru á öndverðum meið. í dag er frídagur verzlunarmanna. Dagurinn er helgaður þessari stétt og löggj afarvaldið hef- ir fyrirskipað hann sem almennan frídag fyrir alla þá, sem starfa að verzlun og viðskiptum í landinu. Ég tel, að nafnið verzlunarmaður sé sameiginlegt heiti fyrir alla, sem við viðskipti fást, í hvaða grein, sem þeir eru og hvort sem þeir starfa fyrir sjálfa sig eða aðra. Verzlun- armennirnir íslenzku eru, sem heild, þjóð sinni til sóma. Þeir hafa sýnt það undangengin tíu erfiðleikaár, að þeir eru starfi sínu vaxnir og þeir munu ekki með minni manndómi inna af hendi hlutverk sitt í þeim erfiðleikum, sem þjóðin kann að eiga fyrir höndum í náinni PRJÁLS VERZLUN framtíð. Ég tel mér sóma að starfa með þessari stétt, sem hefir innan vébanda sinna fjölda af óvenjulega greindum, sanngjörnum og velvilj- uðum dugnaðarmönnum. Samstarf innan verzlunarstéttarinnar hefir vaxið eftir því, sem stéttin hefir þroskast. Kaupdeilur hafa ekki verið háðar. f stað þess hefir verið setzt við samningaborð og deilumál útkljáð af skilningi og samúð. Þetta samstarf stéttarinnar er mesti styrkur hennar og ef hún þekkir sinn vitjunartíma, þá verða þessi bönd styrkt enn betur með vituxdegri og sanngjai’nri skiptinu á afrakstri starfsins. Mín skoðun er sú, að að því beri að stefna, að allir, sem starfa við verzlun og viðskipti, fái sanngjania hlut- deild í arði fyrirtækj anna, og fái þannig að njóta ávaxtanna af stai'fi sínu, hver eftir því hlutverki, sem hann vinnur. Það eitt getur aldrei orðið takmark neins hugsandi manns, að safna pei'sónulegum auði, að hverju sem hann starfar í lífinu. Hitt er göfugra markmið og veitir óblandnari ánægju, að geta hjálpað öði'- um til að njóta þeirra gæða, sem örlát náttúran ætlar öllurn þeim, sem stai'fa af alúð og dugn- aði. Það er stai'fið en ekki fjármunirnir, sem hver víðsýnn og heilbrigður maður lifir fyrir, og engin laun eru betri en meðvitundin um, að það hafi oi'ðið til nytsemdar. Ég er ekki einn af þeim, sem telja að öllu sé því betur borgið, sem stéttarmeðvitundin rísi hæi'ra meðal landsmanna. Þjóðin hlýtur að vísu að skipast í stéttir eftir atvinnugreinum til þess að efla tækni, framfarir og manndóm þeirra, sem stai’fa innan vébanda þeii'ra. En það er stefnt í áttina til glötunar, ef stéttirnar eru í’ægðar hver gegn annari, með þeim árangri, að úlfúð, tortryggni og óvinátta er ríkjandi í við- skiptum þeirra hver við aðra. Hver þeii’ra hef- ir sitt hlutverk að vinna í þjóðfélaginu og þetta litla land okkar getur því aðeins orðið sjálfstætt og aukið menningu sína, að allar stéttir þess geri skyldu sína af skilningi og samúð, því að þær eru hver annari háðar. Við höfum ástæðu til að ætla, að skammt sé nú þangað til að þjóðin fái aftur það frelsi, sem hún týndi fyrir nálega sjö öldum. En takmark- ið er ekki aðeins það, að gera landið stjórnai'- farslega frjálst, heldur rniklu frernur með hjálp stjórnai'fai'slegs frelsis að gera þjóðina sjálf- bjai’ga, ánægða og trúaða á landið, svo að fólk- ið geti lifað starfsömu og heilbrigðu lífi án ör- birgðar, án misskiptingar kjaranna, án sundi’- ungar og deilu. Þjóðin er oi’ðin þi'eytt á ein- hliða flokkastreitu og hugsjónasnauðum stétta- ríg. Hún þráir hærri sjónarmið— sjónai'mið, sem eru fyrir ofan stéttir og flokka, — sjónai’-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.