Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 4
mið, sem þjóðín getur Öll sameínast um og eru greindum og hugsandi mönnum í landinu sam- boðnari en síendurtekin andlaus pólitík, sem er eins og fúlt vatn á fúlu keri, er öllum klýgjar við. Þetta hærra sjónarmið næst aðeins með því að öll viðleitni byggist á því, hvað þjóðinni í heild er fyrir beztu, þótt það rekist á hagsmuni stétta eða flokka að einhverju leyti. Þjóðfélagið er eins og maðurinn sjálfur. Honura er ekki nóg að hugsa aðeins um hendur, augu eða eyru. Hann verður að hugsa um allan líkamann, hvað honum er fyrir beztu, ef hann vill halda góðri heilsu. Verzlunarstéttinni er ljóst, að hún hefir vandasamt og ábyrgðarmikið starf í þjóðfélag- inu, og hún hefir sýnt sízt minni þegnskap en aðrar stéttir, þegar vandamál hafa borið að höndum. Ennþá eimir eftir af þeirri fornu hé- gilju, að starf verzlunarmannsins sé eingöngu í því fólgið að féfletta landslýðinn, eins og var þegar einokunarverzlunin þrengdi mest að þjóðinni. Ennþá eru til menn í þessu landi, sem reyna að læða þessari trú inn í huga fólks- ins, að þeir séu vargar í véum, sem fást við verzlun. Þessir menn, sem slíku halda á loft, hljóta að þjást af rótgrónu virðingarleysi fyrir gáfnafari og glöggskyggni almennings. Árang- urinn af starfi verzlunarstéttarinnar síðasta mannsaldur, talar sínu máli. Hún á sterkan þátt í þeim íramförum, sem hér hafa orðið á þeim tíma, þótt um það hafi ekki verið hrópað á strætum og gatnamótum við hvert tækifæri. Ég sagði áðan, að verzlunarmönnunum væri það ljóst, að þeir hafi ábyrgðarmikið starf að inna af hendi í þjóðfélaginu — og með hverju ári, sem líður, búa þeir sig betur undir starfið með vaxandi menntun og aukinni reynzlu. — Verzlunarmenn eru ekki eingöngu þeir, sem standa á bak við búðarborð eða sitja bognir yfir höfuðbókunum. Það eru allir, sem við viðskipti fást. Engin viðskipti eru þeim óviðkomandi og augu þeirra eru stöðugt leitandi að nýjum við- fangsefnum. Það er þessi stöðuga leit að nýj- um viðfangsefnum, sem forðar viðskiptunum frá kyrrstöðu og ber ávexti í formi nýrra fram- kvæmda. Á þennan hátt hafa viðskiptin hvar- vetna rutt nýjar brautir. Og það er slíkur bar- áttuhugur, sem hjálpar þjóðinni til að lifa og sigrast á erfiðleikunum. Það er slíkur baráttu- hugur, sem á eftir að senda íslenzka menn ut í heiminn í leit að nýjum nytjajurtum og ávöxt- um, sem hér geta þrifist og bætt heilsufar þjóð- arinnar. Það er slíkur baráttuhugur, sem á eft- ir að flytja hingað tækni og vinnuaðferðir stór- þjóðanna til þess að nýta gæði landsins. Það er slíkur baráttuhugur, sem á eftir að senda ís- lenzk kaupför um heimshöfin til þess að flytja varninginn frá einni heimsálfu til annarar. Verzlunarmennirnir íslenzku ætla sér ekki að standa í stað. Enginn veit betur en þeir, að kyrrstaða er dauði. Þá skyldu, sem á' þeim hvíl- ir gagnvart þjóðfélaginu, munu þeir uppfylla með alúð, dugnaði og fullum þegnskap — ef skilningsleysi, andúð og tortryggni ver þeim ekki veginn. En þeim sjálfum til handa vildi ég óska þess, að verzlunarstéttin haldi áfram að þroskast að dugnaði, framsýni og góðvild. Islenzkan á að siija fyrir Vegna viðskiptanna við setuliðið hafa ýmsir tekið að setja upp margskonar auglýsingaspjöld, sem letrað er á bæði á ensku og íslenzku. Þetta er að vísu eðlilegt, þegar tillit er tekið til þess að ýmsar vörutegundir eru allmikið seldar til útlendinga, en þó verður að gæta þess, að slík- ar áletranir séu ekki þannig að óviðeigandi sé. En á því hefir borið stundum að enska áletrun- in á slíkum auglýsingaspjöldum sé mun meira áberandi en sú íslenzka og eru jafnvel dæmi til þess að íslenzka áletranin sé með örsmáum stöf- um fyrir neðan hina ensku, og er þar þó um vörutegund að ræða, sem er íslenzk og keypt af íslendingum. Islenzk fyrirtæki og verzlanir gæta þess al- mennt, að þær eru stofnanir handa íslending- um en ekki erlendum mönnum og viðskiptin við þá því utan hins eiginlega verkahrings. Þær undantekningar, sem eru frá því að fyrirtæki hagi sér eftir þessu í auglýsingum sínum, eru leiðinlegar og ættu að hverfa. B. E. 4 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.