Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 6
þetta, því að 1874 voru þar 18 verzlanir, en nú munu þær vera 7—800. íslenzka kaupsýslustéttin átti við ramman reip að draga fyrir 70 árum. Siglingarnar voru nær allar í höndum erlendra keppinauta og fjármagn nær ekkert til í landinu. Engin láns- stofnun var til. íslenzkir kaupsýslumenn voru tilneyddir að taka lán hjá erlendum stórfyrir- tækjum og urðu af því stundum svo hart leikn- ir, að þeir urðu að gefast upp. Einn af stjórnmálamönnum landsins fór þess um orðum um verzlunina laust fyrir 1874: „Framfarir og líf í verzluninni leiðir eðlilega af sér framfarir í öllum atvinnuvegum, því engin atvinnugrein er sú, sem eins og verzlunin sé öllum öðrum atvinnugreinum jafn nátengd og hefir eins jöfn og nákvæm áhrif á þær eins og hún. Verzlunin er enn að kalla öll í höndum útlendra manna, svo að mestallur ágóðinn af henni sem sérstakri atvinnugrein, gengur burt úr landinu, og í annan stað verður sá hagnaður, sem verzlunin hefir í för með sér, að því leyti, sem hún eflir og styður aðra atvinnuvegi, langtum minni með þessu lagi, en ef þjóðin sjálf ræki verzlun sína. Á þessu þarf að verða stór breyting. Vér þurfum sjálfir að komast upp á að flytja afla vorn til annara þjóða, sem helzt girnast hann og að selja nauðsynjar vor- ar þangað, sem við fáum þær með beztum kjörum“. Það sést á þessum orðum, að framfaramenn í hópi Islendinga höfðu um þetta leyti opin augu fyrir því, hve verzlunin var bágborin og óhagkvæm í höndum útlendinganna. Og einmitt eftir 2. ágúst 1874, þegar landsmenn fengu fjárforræði og aðrar stjórnarbætur, hefst hin mikla sókn Islendinga til framfara í efnalegum málum. Á þeim tíma minntist enginn á að krefjast fullkomins sjálfstæðis þjóðinni til handa. Landsmenn höfðu ekki enn bolmagn til að rísa undir því. Þeir voru upp á aðra komnir — áttu ekki skip og fá og lítil mannvirki, voru félausir og hræddust óáran, sem alltaf gat skollið á. En þegar frá leið og framtak landsmanna tók að aukast, þá birti yfir og kröfurnar um frelsi urðu einbeittari. Verzlunin færðist smátt og smátt yfir á hendur innlendra manna fyrir þrautseiga baráttu við féleysi og volduga er- lenda keppinauta. Islendingar tóku einnig sjálf- ir að eignast skip til langferða. Afköst fram- leiðendanna jukust og afurðir frá sjó og sveit urðu fjölbreyttari og útgengilegri, en í því efni hafði kaupsýslustéttin forgönguna. Fjármagn- ið jókst smátt og smátt og lánsstofnanir risu upp. Þótt búskapur íslendinga væri smár, var 6 þó að lokum sýnt og sannað, að þeir voru þess fyllilega megnugir, að vera húsbændur á sínu heimili. En þeir menn, sem bjuggu í haginn, öfluðu bjargar í búið, sigldu og verzluðu, öfl- uðu og framkvæmdu til sjávar og sveita, þeir eru hinar réttnefndu sjálfstæðishetjur lands- ins, þeir ruddu brautina, sem stjórnmálamenn- irnir fetuðu eftir. íslendingar hefðu naumast öðlast viðurkenn- ingu sjálfstæðis síns, ef öll verzlun og allar siglingar hefðu verið í erlendra manna hönd- um, atvinnuvegirnir verið reknir með úreltum aðferðum og ekkert innlent fjármagn til. Það er venja að þakka bókmenntum okkar og fornu menntalífi, fyrst og fremst, að við skyldum öðl- ast viðurkenningu sjálfstæðis okkar, og er það fjarri mér að gera lítið úr því atriði. En á hitt má benda einnig, að þjóð, sem byggir land, sem er umflotið sjó, en á ekkert skip, hefir hinar margvíslegustu þarfir, en getur ekki aflað sér varanna sjálf og býr auk þess við löngu úrelta og aldagamla atvinnuhætti, er ekki líkleg til að hafa þrótt til að heimta frelsi sitt úr höndum auðugrar og framtakssamrar yfirráðaþjóðar. Dýrkun fornra minninga má ekki verða til þess að varpa afrekum nýrra tíma í gleymsku. Því hefir verið mjög haldið á lofti, að þekking á fornöldinni og hetjum hennar og lestur fornra rita sé hollur og nauðsynlegur og án þessa megi enginn vera. — Þetta er vafalaust mjög rétt, en það virðist engin goðgá, þótt því sé haldið fram, að landsmönnum sé engu síður holt og nauðsynlegt að þekkja afrek og hugar- far þeirra íslenzkra framfaramanna, sem á seinustu tímum hafa numið Island svo að segja í annað sinn og rétt þjóðina úr þeim kút, sem hún var komin í fyrir erlenda kúgun og inn- lenda óáran. Það mun óhikað mega fullyrða, að engar kynslóðir, sem Island hafa byggt, hafa lagt fram jafn stórfellt og varanlegt starf 1 þágu landsins og einmitt þær kynslóðir, sem uppi hafa verið á öldinni sem leið og þeirri, sem við nú lifum á. Þessar kynslóðir tóku við land- inu óræktuðu að kalla. Jarðirnar höfðu staðið í stað um aldir eða jafnvel gengið úr sér. Þessar kynslóðir urðu að byggja alla vegi og brúa öll fljót, byggja öll hús úr tré eða steini í stað torfs og grjóts, þær urðu að afla skipa í stað lítilf jörlegra báta og véla í stað ófullkominna verkfæra. Það átak, sem þessar kynslóðir lögðu á sig á skömmum tíma til að byggja upp og öðlast verklega menningu á nútíma vísu, er svo stór- fellt, að það mun næstum dæmalaust í sögu seinni tíma, hvar sem leitað er. Og það má segja, að það sé ekki með öllu vansalaust, að FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.