Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 11
húsbóndinn og Haraldur og brúðurin með fólk- inu frá Unaðsdal. Á Sóleyjarbakka voru húsakynni hin beztu, margar stofur og önnur herbergi. Eins og siður er í sveitinni voru frammistöðumenn, og voru þeir fjórir í þetta skifti, enda mátti sjá á öllu að þeir höfðu búið veizlusalinn hið bezta, á veggjunum voru allskonar skjaldarmerki úr fornöld, og rétt fyrir ofan þar sem brúðhjónin sátu var hinn íslenzki fáni sveipaður með smekk og kunnáttu. Fyrir ofan fánann stóð þetta ritað: „Gæfa og farsæld fylgi hinum ungu brúð- hjónum.“ Utan um þessi orð var gjörður rammi eða um- gjörð, fléttuð af íslenzkum blómstrum með miklum hagleik. Þegar allt var tilbúið gekk veizlufólkið til sætis, brúðguminn leiddi brúð- urina, og þótti öllum hún hin fegursta mær. Hún var þannig klædd, á höfðinu hafði hún fald og forkunnar fagra gullspöng (diadem) um höfuðið, slörið var alhvítt úr því fínasta „bobinetti“ frá Belgíu en kögrið var frá borg- inni Nottingham á Englandi, á faldinum var hvít slaufa að aftan, haglega fest úr hvítum smárifluðum silkiböndum. Fötin voru úr svörtu klæði, treyjan baldíruð að framan og útsaumuð að neðan með fjallablómstrum. Þegar búið var að syngja borðsálminn, og gestirnir búnir að borða þrjá rétti matar, stóð upp séra Snjólfur í Eymdardal og mælti: Háttvirtu tilheyrendur! FRJÁLS VERZLUN Hjá séra Lárusi Harmagrát standa þessi upp- byggilegu orð skrifuð: „Eins og neistarnir í eldinum leita upp í loftið, eins erum vér aumar mannkindur fæddir í þennan heim til eymdar og volæðis — já, elskanlegir, þessi orð ættum vér ætíð að hafa minnisstæð, því heimur versn- andi fer, enda eru nú miklu verri tímar en í mínu ungdæmi. Það er ekki nema þeir útvöldu sem sleppa, en hinir, sem eru miklu fleiri vita menn hvernig fara, því eins og þar stendur: „réttlætið yfirgnæfir náðina.“ Ef vér ekki klerkarnir kenndum það, að með því að ógna mönnum með straffinu, og láta allskonar píslir bæði þessa heims og annars standa sem lifandi beinagrind yfir höfðurn þeirra, myndu skamm- ir og klækir vaxa svo í þessum heimi að öll ver- öldin yrði ein gífurleg Sódóma. Þótt sumum kunni að þykja þetta hörð kenning, þá hefi ég haft það fyrir reglu að lemja mína tilheyrend- ur með svipu lögmálsins, til þess að halda þeim vakandi. Já, þannig hefi ég sem hinn trúi þjónn prédikað orðið ómengað, sem mér hefur verið upp á lagt af minum háu yfirboðurum, fyrst kónginum og svo hans biskupum og prelátum. Að brýna fyrir yður þessi ógnandi orð, og það einmitt við þetta hátíðlega tækifæri, hlýt ég að álíta að sé sönnun fyrir, hversu dyggilega ég fylgi skoðunum hins gamla skóla. Því ekki veld- ur sá sem varir þó ver fari. — Amen. Þessi ræða kom eins og steypiregn yfir boðs- fólkið, því þótt þeir væru slíku vanir, hélau menn að kallhróið hann Snjólfur myndi ekki við 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.