Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 12
þetta hátíðlega tækifæri fara að jórtra upp gömlu tugguna. Það glaðnaði því yfir mönnum, þegar séra Bjarni Ásmundarson, hinn nýji sóknarprestur stóð upp og mælti: Kæru brúðhjón, og háttvirtu gestir. Það er gamall vani hér hjá oss íslendingum, víst víðar ef leitað er, að hinir gömlu hafi nokkurskonar einkaréttindi til þess að tala, hversu úreltar og jafnvel vatnskenndar sem ræður þeirra kunna að vera. En eins og ég ber alla skylduga virðingu fyrir kenningum hinna gömlu, þá minnist ég samt þessara orða „í gegnum frelsið verðum vér frjálsir." Til hvers skyldi skaparinn hafa gefið oss frelsið bæði hugsunarfrelsi, og frelsi til að framkvæma hugsanir vorar, ef vér ekki einmitt með því yrðum verulega frjálsir. Ég neita því alveg, sem séra Snjólfur kom með í ræðu sinni, að vér værum fæddir í þennan heim til eymdar og volæðis, líkt eins og neistar eldsins leita upp í loftið. Þessi heimur er ljómandi fagur, og í honum finnast óuppausandi brunnar af þekkingu og vizku, sem er eins og útbreitt borð frá skaparans hendi. Því neitar enginn, að vér misbrúkum þetta oft og einatt herfilega, en það er líka oft vor eigin sjálfskaparvíti. Er ekki sólin eins fögur á himninum þótt vér af sljófleik vorum, alls ekki dáumst að henni? Er ekki rás sólkerfanna eins meistaraleg fyrir það, þótt vér ekki skiljum hana eða veitum henni minnstu eftirtekt? Eru eKiu blómin á jörðunni eins skrautleg og margbreytt fyrir það, þótt vér ekki gefum þeim minnsta gaum eða tökum eftir þeirra margbreyttu fegurð? Eða er lífið ekki eins göfugt og tignarlegt og ákvarðað til starfsemi og lærdóms, þótt margir af oss liggi eins og meðvitundarlausir ormar tilfinningar- og hugsunarlausir ? Hin sanna sæla og hið sanna frelsi eru í óaðslítanlegu samræmi (harmoni) við hið góða. Allar þær kreddur og skrímsli, sem vaktar eru upp sem draugur mannkyninu til fordæmingar hljóta að deyja út með tíman- um, eftir því sem mönnunum fer meira fram í sönnu frelsi, mannúð og mannkærleika. Þessi gamla kenning, að ætlast til, að menn láti af því illa með því að ógna mönnum með kvölum og píslum bæði þessa heims og annars, er eins viðbjóðsleg eins og hún er ókristileg, því eins og allir skynsamir menn hljóta að trúa því, að það sé ákvörðun skaparans, að allir mennn verði sælir, án undantekningar, eins er það víst að menn geta ekki orðið sælir fyrr en þeir \eru komnir svo langt að skilja það og reyna, að sælan stendur í óaðskiljanlegu sambandi við elsku og virðingu á því góða. Þökkum fyrir það, að vér lifum nú á þeim tímum, þegar straumur 12 fi’amfara og mannkærleika haldast í hendur. Lífið er stutt, enn listin er löng, enn þar fyrir fer mannkynið áfram, en ekki aftur á bak — áfram því kærir bræður með stöðuglyndi og þreki, ekki sem hinir vantrúuðu heldur sem hinir trúuðu. Látið verðuga hugsun um skap- arann vera eins og leiðarstjörnu á lífsleið yðar. Látið yður fara fram í því góða, og vantreyst- ið ekki því góða, sem er í sjálfum yður, en neytið krafta yðar til þess að vinna yður sjálf- um og fósturjörðinni gagn. Að endingu sný ég mér að yður, kæru brúð- hjón. Þetta er sá dagur í lífi hvers manns, sem er sannkallaður heiðursdagur. Eg veit það vel, að ykkar lífsleið er bæði hulin ykkur og mér, þótt margt kunni að koma fyrir, sem vér máske helzt vildum óska, að ekki kæmi fyrir þá gleym- ið samt aldrei kærleikans himneska afli, sem nú skín eins og sól í hádegisstað yfir höfðum yðar, og sem viðheldur yðar lífafli og lífsnautn, látið þennan sama neista útbreiðast til yðar meðmanneskja, þá mun jafnvel þessi veröld verða yður einn sælunnar bústaður, og líf yðar farsælt, ef þér ekki víkið frá hinum mikla sann- leika, að sælan og hið góða standi í óaðskiljan- legu sambandi og samræmi (harmóni). Þá mun yður vissulega fara fram, og þá getið þér ör- uggt og með fullu trúnaðartrausti endað yðar lífsskeið, vitandi og treystandi því, að þér og vér allir menn eru í hendi hans, sem mun opna oss nýja veröld og sýna oss nýja dýrð, sem aldrei þrotnar. Þá stóð upp ungur bóndi Örnólfur alþingis- maður frá Múla og mælti: Háttvirtu bræður og systur: Það mun siður víðast hvar í hinum menntaða heimi, að þar sem samkvæmi er haldið, minnast menn í ræðum sínum á ýms þau mál, er snerta almenning og einkum þau mál, sem í það og það skiftið mega nefnast sem hæðst á dagskrá. Vildi ég því stuttlega minnast á stjórnmál. — Þegar vér lítum tii baka á stjórnarbaráttu vora við Dani, þótt ekki sé lengra síðan, en þegar Dönum sjálium datt í hug að flytja oss alla suður á Jótlandsskaga, tungumál vort var orð- ið bjagað, saga vor átti að falla í gleymsku og dá, og vér vorum orðnir svo andlega máttvana, að það mátti heita kraftaverk forsjónarinnar, að vér ekki algjörlega sofnuðum út af. Ég segi, þó vér ekki förum lengra í söguna enn þetta, þá getum vér ekki annað sagt, en stórt og mjög stórt stig höfum vér farið áfram, verzlunarfrelsið fengið, Alþing endurreist með löggjafarvaldi, stjórnarskrá búin til, og að nokkru leyti fullkomleg ,ráð yfir voru eigin fé, algjör aðskilnaður hvað fjárhag vorn snertir FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.