Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 26
Jón Sigurðsson Benedikt Sveinsson Sérstaki ráðherrann varð ekki annað í fram- kvæmdinni en h j áverkastarf dómsmálaráð- herra Dana. Það var engin tilviljun, að það var einmitt dómsmálaráðherrann, sem látinn var gegna Islandsmálum í hjáverkum sínum. Dóms- málaráðherrann var lögfræðingur og átti að gæta þess, að ekki raskaðist það, sem Danir nefndu „stöðu Islands í ríkinu“. Dönsku ríkis- heildina mátti ekki rjúfa, sögðu þeir. „íslands- ráðherrann“ þurfti því fyrst og fremst að vera búinn hæfileikum til að gæta þess, að íslend- ingar fengju sem minnst og slyppu ekki út úr þeirri kró innan danska ríkisins, þar sem þeim var ætlað að vera. Þessi íslandsráðherra bar auðvitað ekki ábyrgð fyrir Alþingi. Hann kom aldrei til Islands, kunni ekki orð í íslenzku og þekkti lítið eða ekkert til íslenzkra þarfa. „Is- landsráðherrarnir“ urðu því ekki sérlega vel þokkaðir á íslandi, en í hópi þeirra var m. a. Nellemann prófessor í lögum við háskólann danska og lá Benedikt Sveinssyni ekki vel orð til hans, er stjórnarskrárþaufið stóð yfir milli 1880 og 1900. Ekki var heldur að neinu virt varatillaga Alþingis 1873 um að leggja nýja stjórnarskrá fyrir 4. þing eftir 1874. íslendingum brugð- ust skjótt vonir, og sáu að „frelsiskráin", sem svo fagurlega var ort um 1874, væri orðin „helsisskrá“ sem þyrfti að „endurskoða" ræki- lega hið allra fyrsta. Árið 1879 andaðist Jón Sigurðsson, en eins og áður er sagt, hóf Bene- dikt Sveinsson sýslumaður þá upp merki hans og gerðist forystumaður í baráttu íslendinga fyrir auknu stjórnfrelsi. Þegar sýnt var, að Danir ætluðu ekki að verða við fyrirvara Alþingis 1873 um að leggja fyrir fjórða þing frumvarp til endurskoðaðrar stjórnarskrár, heldur láta sitja við stjórnar- skrána 1874 óbreytta, hófst baráttan fyrir end- urskoðun hennar og stóð það þóf í meira en 20 ár. Fyrsta frumvarpið til endurskoðunar á stjórnarskránni var borið fram 1881 af Bene- dikt Sveinssyni, en það dagaði uppi og 1883 fór 26 á sömu leið. En árið 1885 var frumvarp Bene- dikts samþykkt. Þing var rofið og frumvarpið aftur samþykkt á aukaþingi 1886, en þá var reglulegt þing aðeins haldið annaðhvert ár. — Konungur synjaði staðfestingar, en Benedikt þreyttist ekki og fitjaði aftur upp á málinu þegar á Alþingi 1887, en það dagaði uppi. Aðalinntak þeirrar breytingar, sem Benedikt vildi fá fram, var að konungur skipaði land- stjóra eða jarl fyrir ísland, og skyldi hann hafa ráðuneyti sér við hlið. Aðalatriðið í stjórn- arskrárbaráttunni á þessu tímabili var, að stjórn íslandsmála flyttist inn í landið, en yrði ekki hjáverkastarf dansks ráðherra í Kaup- mannahöfn. Frumvarp til stjórnarskipunarlaga var enn borið fram á Alþingi 1889. Var það nokkuð breytt frá eldri frumvörpum. Hneigðust ýmsir þingmenn að því að leita breyttra leiða, með því að fyrri frv. höfðu hlotið ákveðna synjun dönsku stjórnarinnar. Var frv. kennt við „miðl- un“, og var Páll Briem helzti formælandi þess í Nd. — Taldi hann höfuðstefnu frv., að gera stjórnina innlendari og draga framkvæmdar- valdið meira inn í landið. — Landshöfðingi taldi frv. enn fráleitara að ná samþ. stjórnar- innar en fyrri frv. I Ed. Alþingis voru þeir Jón Ólafsson og Jón A. Hjaltalín einna helztir liðs- menn miðlunarinnar. Vildu þeir sníða samband íslands og Danmerkur eftir afstöðu brezku ný- lendnanna (Canada) gagnvart Englandi, en and- stæðingar þessara nýmæla töldu svo ólíkt farið hugmyndum og meðferð Dana um stjórnarháttu Dana gagnvart löndum þeim utan Danmerkur, er þeir kölluðust ráða yfir, og menning og staðhættir þessara landa (ísl. og Danm.) svo gerólíkir, að hér gæti ekki átt við eða komizt að samskonar samband sem væri milli nýlendn- anna brezku og Bretastjórnar. — En þeir J. Ó. og J. Hjaltalín höfðu nýverið kynnst brezkum stjórnarháttum gagnvart nýlendunum, og réð það mestu um framkomu þeirra í þessu máli. Miðlunarfrumvarpið náði samþykki Nd., og var síðan samþykkt með nokkurum breytingum í Ed., sem ollu því, að ekki fékkst samþykki um það í Nd. og dagaði það þar uppi. Benedikt Sveinsson var forseti Nd. á þessu þingi og beitti sér ekki í þingræðum gegn „miðluninni“, en síðar skrifaði hann langa rit- gerð, er fylgdi Andvara, og reif ,,miðlunar“- stefnuna niður. „Miðlunin" datt svo niður, því að hún hafði ekki fylgi meðal þjóðarinnar og var mótmælt á þingfundum víða um landið. Jón Ólafsson fór nokkru síðar til Ameríku og dvaldist þar all- lengi, en er hann kom aftur heim og tók að FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.