Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 32
kafbátum, sem dreyfðir eru um allt Altantshaf. En það er að minnsta kosti mögulegt að þeir hafi byggt á veðurfregnum frá Grænlandi. Árið 1930 var Bretinn Courtauld fluttur inn á meg- injökla Grænlands og hafðist þar við í 5 vetrar- mánuði á stað, sem var 8200 fet yfir sjávarmál, og án þess að bíða af því nokkurt tjón. Þjóð- verjar sendu þetta sama ár leiðangur undir stjórn .Wegeners til Grænlands og dvöldu þeir í eitt ár nærri miðju Grænlandi, eða 300 enskum mílum norðan við heimskautsbaug og um 10 þúsund fet yfir sjávarmál. Fleiri slíkar ferðir hafa verið farnar og má benda á að í maí 1937 flaug rússnesk flugvél frá Franz Jó- sefslandi til pólsins og fór meira en 500 mílna vegalengd með 10 smálesta flutning. Þessi farm- ur var matur og vísindatæki handa Rússanum Papanin og félögum hans. Meðal þessa var vind- rafstöð. Þessir leiðangursmenn voru á reki á ís í 8 mánuði og höfðu engan skort liðið. Lauge Koch, hinn danski, flaug 1938 frá náttúrlegum flugvelli á Svalbarða og flaug þaðan tvisvar án millilendingar til Pearylande. Hugsum oss því að Þjóðverjar færu svipað að og Koch, að þeir flýgju frá Svalbarða og héldu uppi sambandi við leiðangur sinn líkt og Rússar gerðu við Papanin. Þjóðverjar gætu hæglega flogið til Pearylands og sest þar eða varpað mönnum og tækjum nið- ur í fallhlífum. Síðan gætu þeir haldið frá Pearylandi norður eftir háhrygg Grænlands, annaðhvort í flugvélum eða á vélasleðum, og sett þar upp stöðvar, þar sem þeir vilja. Að hætti Courtaulds væri nóg að einn maður væri á hverjum stað, en sennilegast er að þeir yrðu 2 eða 3 saman og bilið milli stöðvanna væri um 200 eða 300 mílur, eftir endilöngum hájöklinum. Þessi stöð hefði aðeins ofurlitla sendistöð, sem næði aðeins til næstu stöðvar fyrir norðan og svo koll af kolli allt til stöðvarinnar á Peary- landi, en þaðan væru hinar fengnu upplýsingar sendar loftleiðis til Norður-Noregs. Menn gætu haldið að auðvelt mundi að sjá slíkar stöðvar á hájöklum úr lofti, en það er öðru nær. Menn muna enn eftir Nobile, hinum ítalska, sem leit var gerð að í flugvélum. Menn vissu hér um bil nákvæmlega hvar hann var, og að hann var í grænu tjaldi. Hann breiddi líka eins mikið og hann gat af ýmsu kringum tjald- ið, svo það sæist betur. Þó fór það svo, að No- bile sá nokkrar flugvélar á flugi áður en komið varð auga á hann. Augljóst er að menn á jöklum hefðu í hendi sér að gera sig algerlega ósýnilega úr lofti og þyrftu engar áhyggjur af slíku að hafa. 32 Viðtal viS Benedikt Sveinsson, frh. af bls. 28. við nýafstaðnar kosningar, að „búseta“ -ráð- herrans fengist afarkostalaust. Nú áttu þeir í þess stað að kasta fyrir borð sínum fornu og föstu sjálfstæðiskröfum og gangast undir að játa, að „stjórnin" hefði alltaf haft rétt fyrir sér í höfuðþrætuefninu, því að nú var það tekið fram berum orðum, að öll frumvörp og mikils- varðandi stjórnarráðstafanir skyldi bornar upp fyrir konungi í ríkisráði Dana. Var tekið fram, að þetta væri nú sem fyrr stjórnarfársleg nauð- 6 yn. Sló nú megnum óhug á marga þjóðholla menn. Þegar á þing kom létu sumir afdráttarlaust í ljós reiði sína út af þessu ráðríki „hins frjáls- lynda ráðherra vors“, að setja á síðustu stundu, eftir kosningar, inn í frumvarpið ríkisráðs- ákvæðið og fyrirbjóða jafnframt allar breyt- ingar á frumvarpinu. Kölluðu sumir þetta „valdboð“, sem það var, en aðrir, sem deigari voru, töldu það „óheppilegt“, „leiðinlegt“ o. s. frv. Þó náði frumvarpið samþykki Alþingis sumarið 1902. í neðri deild þingsins komu engar ástæður fram fyrir því, að rétt væri að hverfa frá fyrra málstað þjóðarinnar. Þingmenn vildu ekki styggja hinn „frjálslynda“ ráðherra vorn og hann hafði bannað þeim að fella ríkisráðs- fleyginn niður. Þegar þetta hafði gerzt í Nd. var stofnað til kjósandafundar í Reykjavík. Fyrir því gengust Jón Jensson yfirdómari, Einar Benediktsson, Halldór Daníelsson bæjarfógeti, Kristján Þor- grímson bæjarfulltrúi og fleiri mætir menn. Þingmönnum var boðið á fundinn, en þeir sem komu fluttu litlar varnir. Lauk fundinum með því, að samin var áskorun til efri deildar að gæta landsréttinda íslands og fella ríkissáðs- fleyginn úr frumvarpinu. Um sumarið ritaði Eiríkur Magnússon í Cambridge nokkrar greinir í „Austra“ gegn ríkisráðsfleygnum. Einar Benediktsson gaf og út bækling til mótmæla, er nefndist „Nýval- týskan og landsréttindin“. Landvarnarflokkurinn var síðan stofnaður á jólaföstu um veturinn. En ekki hafði hann bol- magn til að afstýra samþ. ríkisráðsákvæðisins. Frumvarpið náði samþykki á Alþingi árið eftir, að afstöðnu þingrofi og nýjum kosning- um. Sr. Sigurður Jensson, þm. Barðstrendinga, greiddi einn atkvæði gegn því. Heimastjórnarfrumvarpið var samþykkt sumarið 1903. Stjórnin fluttist inn í landið, svo sem þá var að orði kveðið og var Hannes Haf- stein skipaður ráðherra 31. janúar 1904. FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.