Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 36
Buna tilbúið til afgreiðslu. Leysingjar, sem aftur urðu þrælar. I Afríku er negraríkið Libería, sein var stofnað 1820. Ensk góðgerðafélög keyptu þræla úr ánauð í Suður- ríkjuui Ameríku og útveguðu þeim landsvæði milli cnsltu nýlendunnar Sierra Lcone og hinnar svo- nefndu Fílabeinsstrandar. Leysingjarnir fengu iilar viðtökur hjá hinum innfæddu negrum og bardagar hófust, sem enduðu með sigri leysingjanna. Árið 1847 voru leysingjarnir orðnir 10 þúsundir og var lýðveldið Libería þá formlega stofnað, eftir amerískri fyrirmynd og höfuðborg þess skírð Monro- via eftir ameríska forsetanum Monroe. Firestone, hinn ameríski hjólharðasali, kom auga á Liberíu og vildi reyna hvort þetta afkvæmi Ameriku ga'ti ekki orðið til hjálpar í baráttunni gcgn enska gúmmíokrinu. Stofnað var stórt félag til að annast framkvæmdir. Keypt var land í Liberíu, sem var að stærð um 1 miljón ekra og það þurfti .‘100 þúsundir verkamanna til að starfrækja ekrur á þessu svæði, en það er svipað og allur fólksfjöldi Liberíu. Við rannsóknir síðar kom í ljós, að Fire- stone lofaði að greiða stjórn Liberíu 1 eent fyrir hvern verkamann, sem kæmi til vinnu á ekrunum, gegn því að stjórnin „agiteraði“ fyrir því, að menn bvðu sig fram til vinnu. Eftir tvö ár eða 1929 virt- ist allt vera í góðu lagi, því ræktunin jókst hröðum skrefum en þá varð borgarstjórinn i Monrovia til að ljósta því upp að ástandið í Liberíu væri nokkuð ólíkt því, sem það átti að vera. Borgarstjórinn, Faulknéi', var í framhoði til forseta í lýðveldinu og var laust um málheinið á honum af því tilefni. þjóðahandalagið var þá á tindi frægðar sinnar og lét. málið til sín taka. Rannsóknarnefnd var sett ú laggirnar og kom í ljós að stjórnin í Liberíu hafði neytt menn með hcrvaldi til að vinna á gúmmí- ckrunum. Firestone liafði útvegað Liheríustjórn fé að láni gegn okurvöxtum og fjármál ríkisins voru í mesta ólestri. Mikill hluti ríkisútgjaldanna gekk til þess að halda uppi herliði, sem aftur var notað til að smala svertingjunum á gúmmíekrurnar. Gúmmíeinokunin verður alger. pað virtist, sem allar framfarir liefðu orðið til einskis. Hráefnaþörf bilagúmmíframleiðenda i Ameríku varð til þess að varpa svörtum þrælum, sem byggt höfðu sér ríki fyrir 100 árum, aftur i þrældóm. Gúmmíið varð að einokunarvöru á þann liátt að Hollendingar létu loks undan 1. júní 1934 og mynd- uðu þó ásamt Englendingum gúmmíhring, scm réði yfir nær allri framleiðslunni. Hollendingar höfðu á úrunum milli 1920—30 aukið svo mjög við ekrur sínar að verðfall var yfirvofandi, ef ekki yrði að gert. Loksins gátu Englendingar „komið vit.inu fyr- ir Hollendinga," eins og þeir sjálfir sögðu. ])ar til í árslok 1938 var nú bæði enskum og hollenskum ekrueigendum skipað með valdboði hve mikið hver mætti selja. Framleiðslan var takmörkuð til þess að halda verðinu uppi. |)eir sem þurftu á gúmmí að halda fóru nú að hugsa margt. ])að var reynt að finna hin og önnur gerfiefni, sem nota mætti í stað gúmmís, en það var árangurslaust. En vísindamennirnir voru ekki iðjulausir. ])eir höfðu á sínutn tíma rofið einokunina á indigó-litnum og einokunina á silki og hómull með því að húa til góð og ódýr gerfiefni. Nú sneru þeii’ sér að alefli að því, að sprengja hinn volduga gúmmíhring. En gúmmíið var ekki þægt við cfna- fræðingana. Mönnum kom ekki saman um efna- samsetningu þess en á síðari hluta aldarinnar, sem leið var þó sannað að gúmmí væri kolvetnissam- hand. En um nánari hyggingu þcss var allt í óvissu cn fyrsta skilvrðið fyrir þvi að hægt væri að búa til gúmmí var að þekkja hvcrnig náttúran setti það saman. Efnafræðingarnir koma til sögunnar. Efnaffæðingarnir rannsökuðu gúmmíið árum sam- an. Loks tókst þeim að skilja eðli þess til fulls og finna hvernig það er hyggt og er það of flókið mál tí 1 að rekja það hér. Á stríðsárunum 1914—18 tókst þýzkum vísindamönnum að finna upp gúmmílík- ingu, sem reyndist þó ekki vcl. það var aðeins hafnbann og liráefnaskortur, sem knúði þá til þess á stríðstímum að ráðast í framleiðslu þessa efnis Úr verksmiðju, sem framleiðir Buna. 36 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.