Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 44
SVERRIR KRISTJÁNSSON: FuggeræHin og silfrið Fuggerarnir þýsku uoru á miðöldum og í lok þeirra frœgustu auðmenn heimsins og eru í tölu hinna uolduguslu fésýslumanna, sem uppi hafa uerið Það vita menn fyrst um þá Fuggersfrændur, að þeir áttu heima í þorpinu Graben ekki langt frá Agsburg og lögðu stund á landbúnað, en ófu og lituðu dúka í hjáverkum. Þetta er sem sagt mjög algeng miðalda- fjölskylda, þar sem ræktun jarðarinnar og handverks- föndur eru unnin jöfnum höndum. I lok 14. aldar, eða um 1370, flytur Fuggersfjölskyldan til Ágsburg, það eru bræður tveir, Ulrich og Jóhannes Fugger. Hinn síðarnefndi varð ættfaðir Fuggeranna, hann giftist þar og fékk borgararéttindi og andaðist árið 1409, auðugur og velmetinn vefari. Hann lagði fyrsta hornsteininn undir auð Fuggerættarinnar. Ágsburg var um þessar mundir i miklum blóma og uppgangi. Borgin liggur við Lechfljótið, ekki langt frá Dóná, og á þessum árum lá hún í þjóðbraut hinnar evrópsku meginlandsverzlunar. Um það leyti, sem Fuggerarnir setjast að í Ágsburg, eru alþjóðleg vöru- viðskipti komin á allhátt stig, þótt auðvitað væru þau miklu staðbundnari en nú er. Heimsverzlunin, ef maður má nota það hugtak, fór fyrst og fremst um Miðjarð- arhaf. Hin ítölsku sjóveldi Miðjarðai'hafsins, Venezia og Genúa, stjórnuðu þessari verzlunarleið, sem náði allt til Kina og Indlands, og nutu þar aðstoðar arabiskra kaupmanna. Frá Italiu voru hinar austurlenzku mun- aðarvörur sendar á skipum til Niðurlanda, til Brúgge og Antwerpen, en þangað komu siðan Hansakaupmenn og seldu þær norður um öll lönd og allt austur í Garða- ríki. En vörur itölsku sjóveldanna fóru einnig aðra leið, meginlandsleiðina, yfir Alpafjöll, um Frakkland eða Þýzkaland. Á 14 .og 15. öld varð Þýzkalandsleiðin öllu tíðfarnari, og upp af þessari verzlun spratt at- vinnublómi hinna suðurþýzku ríkisborga eins og Ágs- borgar og Úlms, og Kölnar í Rínarlöndum. Útflutning- ur sá, sem meginlandið og hin norðlægari héruð álfunn- ar höfðu á boðstólum, gengu auðvitað einnig um greip- ar hinna suðurþýzku kaupmanna. Til er enn voldugt minnismerki þessara verzlunarsamskipta Þýzkalands og • Suðurlanda, Kaupmannahúsið, eða vöruskemma þýzkra kaupmanna i Venezíu. Venezía var í rauninni verzlun- arskóli þýzkra kaupmanna; þangað sendu þeir syni sina unga í læri til þess að nema svartagaldur ítalskra kaup- mannsvísinda. Sá maðurinn, sem frægastur er þeirra Fuggersfrænda, Jakob Fugger II., dvaldi í Venezíu i 44 sex ár til þess að kynna sér kaupmannsfræði tímans. Þegar Jóhannes gamli Fugger dó ái'ið 1409, var erf- ingi hans enn óborinn. Jakob Fugger sonur hans fædd- ist 1410 og hélt áfram starfi föður síns, varð gildis- meistari vefaraiðnarinnar í Ágsborg og þótti með fremstu mönnum í hástétt borgarinnar. Hann átti margt barna, en missti þau rnörg í æsku. Ulrich Fugger sonur hans tók við starfsemi föðurins, en gengur nú ótroðnar slóðir. Hann byrjar banka- og fjárlánastarfsemi, og hann er hinn fyrsti maður af Fuggerættinni, sem reyn- ir að ávaxta fé sitt með lánum til þjóðhöfðingja. Hann studdi Friðrik keisara III. með fé, og það er upphafið að f jármálaviðskiptum Fuggersættarinnar og Habs- borgaraættarinnar. Fjármálavinátta hinnar voldugu austurrísku keisaraættar og kaupmannafjölskyldunnar í Ágsborg stóð i nær tvær aldir, og þetta fóstbræðra- lag olli meiri tíðindum í Evrópu en flestir hlutir aðrir. Árið 1494 stofnar Ulrich Fugger verzlunarhlutafélag með bræðrum sínurn, er verzlaði við Pólland, Ung- verjaland, Niðurlönd og ítaliu með silki, krydd og ull. Á þennan hátt fjarlægðist Fuggerættin smám saman uppruna sinn, vefnaðinn, og tók að gerast alþjóðlegt banka- og verzlunarfyrirtæki. Allt var þetta þó enn i fyrstu byrjun, og umskiptin i starfsemi Fuggeranna verða þá fyrst, er Jakob Fugger II., bróðir Ulrichs og heitinn eftir föður sinum, tók að starfa í fyrirtæki fjölskyldu sinnar. Jakob Fugger var fæddur 1459. Hann var ungur settur til mennta, ætlunin var að gera hann að kirkjunnar manni og hann tók lægri vígslur. En er fjórir bræður hans dóu ungir, gekk hann inn í fyrirtæki feðra sinna fyrir áeggjan Ulrichs bróður síns. Jakob Fugger nytjaði auð ættar sinnar svo vel, beindi honum inn á nýjar brautir, unz hún varð mesta pen- ingaveldi samtíðar sinnar og það stórveldið, sem oft réð úrslitum í pólitískri baráttu 16. aldar. Um það leyti, sem Jakob Fugger snýr sér að verald- legri sýslan i fyrirtæki ættai' sinnar, eru miklar breyt- ingar að verða á heimsverzluninni. Verzlunin um Mið- jarðarhaf dvínar, en sjóleiðin til Indlands suður urn Afríku verður æ ásóttari. Á síðasta tug 15. aldar ger- ast þau tíðindi, að ný heimsálfa, Ameríka, finnst, og Vasco da Gama stígur á land á Indlandi eftir mikið sjóvolk frá Spáni. Það var ein mikilvægasta orsök þess- FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.