Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 49
ax-a landafunda og nýju sjóleiða, að Evrópa var í hraki með silfur og gull. Heimsverzlunina vantaði gjaldmiðil bæði til þess að gx-eiða fyrir viðskiptum í Evrópu sjálfri og til þess að gjalda fyrir vörur Asiuverzlunarinnar. En hinar nýju landfi-æðilegu uppgötvanir hlutu að hafa það í för með sér, að verzlunin breytti um stefnu, og þessi stefnubreyting hlaut að draga mjög úr viðgangi hinna görnlu verzlunai'miðstöðva á Italíu og Suðui'- Þýzkalandi. Þessi heimssögulegu umskipti gátu því hæg- lega orðið hinum auðugu Fuggerkaupmönnum að ald- urtila. Þetta fór þó ekki svo. Einmitt um það leyti sem sagan ber sigð sína að rótum hinnar suðurþýzku verzl- unar, verður uppgangur Fuggerættarinnar hvað mest- ur. Jakob Fugger II. gerist nú mesti bankamaður og fjái'plógsmaður sinna tírna, svo að segja má, að tvö höfuð séu á hvei'ju kvikindi í búi hans. 2. Ástæðan til þess að Fuggerættin tók að snúast æ meira yfir á bankastarfsemi, var ekki fyrst og fremst fólgin í breyttum verzlunarleiðum, heldur var það hitt, að í Alpalöndunum hófst nú mikill námugröftur, og Fuggerættin varð brátt einn fremsti bi'auðryðjandi í silfurnámavinnslu þessara héraða. Eins og kunnugt er fói'u viðskipti manna á miðöldum að litlu leyti fram í peningum. Viðskiptin voi'u vöru- viðskipti. Peninga var helzt að finna meðal atvinnu- kaupmanna og okrara og í páfagarði. Þetta var nú óð- um að breytast þegar á 15. öld og olli það ekki minnstu um, að silfumámur Alpalandanna voru nú nýttar gerr en áður. Silfurnámuvinnsla hafði verið rekin um allar miðaldir, og utan urn þennan námugröft spruttu upp peningavex-zlun og peningaviðskipti, þar sem málmur- inn var sjálfur gjaldgengur kaupeyrir. Auðugasta silf- ui'náma Alpalandanna fannst hjá Schwaz í Tyrol árið 1409. Fyrst í stað gaf hún ekki mikinn arð, en eftir miðbik aldarinnar eru Fuggerarnir orðnir meðeigendur hennar. Silfurvinnslan var auðvitað ekki arðbæi', nema því aðeins að silfrinu yrði komið á markað og nytja það. Lögum samkvæmt áttu námumenn að afhenda landsföðurnum silfrið, en hann að greiða fyrir það ákveðið verð í sleginni rnynt. Landsfaðir silfurnám- anna í Alpalöndunum var Maximilian keisari af Habs- borgaraætt. Habsborgui-um var margt annað betur gef- ið en búhyggindi og auragnótt, og það kom mjög sjald- an fyrir, að Maximilian gæti greitt fyrir ávöxt nám- anna. Þá er það, að Fuggerættin hleypur undir bagga og semur við Habsboi'gai'a um silfurvinnsluna. Fugger- arnir sjá um að koma silfrinu á ei’lendan markað og lána lofðungi silfurverðið gegn ti-yggingu í nytjuixx námanna. Þetta var þó rnjög erfitt og áhættusamt starf, því að á þessum tímurn var ekki slegin önnur silfurmynt en smámynt og það var því miklum erfið- leikum bundið að nytja silfrið á mai'kaði, verðið var lágt og háð stöðugum verðsveiflum. Þá má heldur ekki gleyma því, að flutningur silfursins var mjög erfiður, samgöngur slæmar landleiðis og agasamt á þjóðvegun- um, og því verða víxlar og ávísanir mjög algengur gjaldmiðill í viðskiptum manna, og eru þarna hin fyrstu drög að alþjóðlegu láns- og fjárhagskerfi nú- tímans. Fuggerarnir munu samt, þrátt fyrir áhættuna, ekki hafa skaðazt á silfurvinnslunni, því að rétt undir alda- mótin 1500 leggja þeir út í ný námufyrirtæki. Þá hefja þeir koparvinnslu í Ungverjalandi, mynda koparhring ásami öðrum auðugum kaupmönnum í Ágsborg og verða einráðir á kopai'max’kaði Venezíuboi'gar. Auður sá, sem Fuggerarnir höfðu aflað í verzlun og námuvinnzlu, varð fjárhagslegur gi'undvöllur hinnar víðtæku bankastarfsemi þeirra á 16. öld, og sem opin- ber lánsstofnun hefir Fuggei'ættin unnið sitt merkasta verk. Þeir gengu þar að vísu í slóð ítalskra bankaætta, en engir hafa eins og Fuggerarnir gert lánsstax'fsemi að Evrópuvaldi. Þeir fengu fullnægt sívaxandi fjárþörf þjóðhöfðingja 16. aldar, sem voru allra rnanna fjár- frekastir, enda má segja, að Fuggerarnir hafi gersam- lega gengið fi’am af sér í þeim efnum. Fjái'þörf 16. aldar á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þeirrar byltingar, sem orðin var í hernaðar- tækninni. Með uppfinningu púðursins og uppkomu fall- byssunnar og stórskotaliðsins var bundinn endi á hern- aðarlegum yfirburðum aðalsins og riddaraliðsins. Hið léttvopnaða fótgöngulið verður nú kjarninn í hei'jum 16. aldai', herskylda aðalsins verður þýðingai'laus og hvei'fur smám saman. í stað i'iddaraútboðsins koma launaðar liðsveitir málaliðsmanna, sem gera hei’nað að atvinnu sinni og skipa sér undir mei'ki giftumikilla æfintýramanna, sem hafa einnig gert hernað að atvinnu sinni. Hinir fornu Rómverjar höfðu þegar komizt að þeirri niðurstöðu, að pecunis nervis belli — peningarn- ir — ei-u lífæð ófriðarins. Þjóðhöfðingjar 16. aldar máttu sanna þetta og þá ekki síður þegnar þeirra. Málalið og hei'naðai'tækni 16. aldar ei'u undiiTÓt þeix'r- ar stofnunar nútímans, sem við erum vaxnir upp við og enginn kemst undan, hvoi’ki ungbai'nið í vöggunni né gamalmennið á gTafarbakkanum: það eru ríkisskuld- irnar. Fyrir 1500 voru ríkisskuldir naumast til, en 16. öldin lifir hin fyrstu ríkisgjaldþrot. Hei'kostnaður 16. aldar hafði það í för með sér, að þjóðhöfðingjar og ríki þau, sem vox-u í burðai'liðnum, urðu að fá fastar tekjui'. Af þegnunum var ekki hægt að krefja þessara tekna, þeir höfðu ekki handbært fé, þeir gi'eiddu skatta sína og skyldur að miklu leyti í fríðu, og í fæstum löndum var ríkisvaldið orðið það þroskað að stjórn- gæzlu, að nokkur mynd yrði á heimtunum. En þjóð- höfðingjar 16. aldar voru önnum kafnir að festa ríki sín og ríkisvald í sessi, þeir voru alltaf að bæta nýjum héruðum, nýjurn löndum við krúnu sína, og til þess þui'ftu þeir málalið, nýtízku hei'gögn og aðrar vistir. Þetta fékkst ekki nema fyrir reiðu fé, og þá var ekki í annað hús að venda en til hinna miklu auðkýfinga samtíðarinnar, íxxannanna, sem höfðu kynslóðum sam- an safnað gulli og silfri í vei-zlun og nánxuvinnslu. Þjóðhöfðingjarnir stóðu enn gjörsamlega berskjald- aðir fyrir kröfum tímans, en fulltrúar hins nýja tíma, hinir borgaralegu auðkýfingar, höfðu afl þeirra hluta senx gera skal, og sanxeinuðu hvorttveggja, dii'fsku ævintýranxannsins og' íhygli búhöldsins. Það er því á þessu stigi þróunai'innar, að stói'borgari 16. aldar, hinn xxxikli f járplógsnxaður, senx verður allt að gulli, er hann snertir á, og tekur áður en langt unx líður að láta greipar sópa unx fjárnxuni í fjörrum heimsálfum, tek- ur sér stöðu á sviðinu, og þótt hann vilji heldur standa FRJÁLS VERZLUN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.