Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 59
„FRJÁLS VERZLU N“ Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. — Formaður: Eg-ill Guttormsson. Ritstjóri: Einar Ásmundsson. Ritnefnd: Adolf Björnsson, Björn Ólafsson, F. O. Johnson, Ólafur H. Ólafsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason. — Skrifstofa: Vonarstræti 4, 1 hæð. Áskriftargjald: 10 krónur á ári, 12 hefti. — Lausasala: 1 króna heftið.- PrentsmiSja: ísafoldarprentsmiðja h.f. um 55,6 milj. kr. eða 41,8%, en innflutningur um 55,6 milj. kr. eða 75,1%. Samkvæmt bráðabirgðasamanburði á vörumagni og meðalverði í stórum flokkum 1941 og 1940 hefur magn útflutningsins vaxið um 6,6% og verðið hækkað 33%, en innflutningsmagnið stigið 44% og verðið 22%. Hið aukna útflutningsverðmæti stafar þá aðallega af verðhækkun og er það ísfiskurinn, sem veldur þar mestu um. Verðhækkun þessi varð nægileg til að vega upp mikla hækkun á bæði magni og verði innflutningsins. Var verzlunarjöfnuðurinn jákvæður um 58,9 milj. kr. og er það álíka upphæð og árið áður. — Fyrir stríðið var talið, að aðrir liðir greiðslujafnaðar- ins væru landinu svo í óhag, að miljónatug þyrfti til að bæta þann halla. Með hertökunni varð mikil breyt- ing á þessu. Á síðasta ári hafa hinar duldu greiðslur verið jákvæðar með tugum miljónum króna, vegna hernaðarútgjaldanna. — Á árinu varð eins og vænta mátti frekari hreyfing í þá átt, að meginhluti utan- ríkisviðskiptanna færðust yfir á örfá lönd. Ái'ið 1939 fór rúmlega 28% af verðmæti útflutningsins til Bret- lands og U. S. A., en á síðasta ári var um 95% af út- flutningnum til þessara landa. Á sama hátt var árið 1939 28% af innflutningnum frá Bretlandi, Banda- ríkjunum og Canada, en 93% á árinu sem leið. Eitt aðalhlutverk Gjaldeyris- og innflutningsnefndar á síðasta ári var að beina vöruinnkaupum sem mest til Bretlands. Var gjaldeyrir nægur til innkaupa þar, en aftur á móti dollarar af mjög skornum skammti. Voru yfirleitt ekki veitt leyfi fyrir öðrum vörum frá Banda- ríkjunum en þeim, er vitað var að væru ófáanlegar í Bretlandi. Voru það aðallega kornvörur, sykur, smjör- líkisolíur, timbur, járn og' yfirleitt vörur úr málmum. Af þessum vörum voru kornvörur og nokkuð af timbr- inu flutt inn frá Canada, en annað frá Bandaríkjun- um. Margar aðrar vörui' fengust takmarkað frá Bret- landi og var veittur nokkur innflutningur á þeim frá Bandaríkjunum til viðbótar. Vegna útflutningsbanna og annarra örðugleika á að fá vörur frá Bretlandi, var síðast á árinu orðið augljóst, að landið yrði þegar frá liði að fá mest af nauðsynjum sínum frá Banda- ríkjunum. Samningar þeir, er náðst hafa við Banda- ríkin, eru hin mikilvægasta trygging fyrir, að unnt verði að fullnægja brýnum þörfum landsins. Halldóra Ingólfsdóftir Við burtfararpróf Verzlunarskólans á píðast- liðnu vori hlutu tveir nemendur fyrstu ágætis- einkunn, þau Halldóra Ingólfsdóttir frá ísafirði og Halldór Magnússon, sonur Magnúsar Skaft- fjeld í Reykjavík. Þau fengu bæði að verðlaun- um frá skólanum Orðabók Sigfúsar Blöndal og auk þess fleiri viðurkenningar. Hjer kemur nú mynd af Halldóru. Hún er dóttir Ingólfs Árna- sonar bókhaldara á ísafirði og Ólafar Jónas- dóttur. Hún er fædd 23. nóvember 1923. Hún hafði lokið gagnfræðaprófi á Isafirði eður en hún kom í Verzlunarskólann og settist þar í ann- an bekk. Á burtfararprófinu í vor hlaut Hall- dóra hæstu einkunn, sem gefin er, í sjö náms- greinum, 8 í íslenzku, reikningi, hagfræði, verzl- unarrétti, verzlunarsögu, verzlunarlandafræði og vélritun. Aðaleinkunnin var: 1 ág., 117,33 stig, 7,84. Hún hlaut tvo árlega verðlaunagripi skólans: bikar, gefinn af f jórðubekkingum 1939, ætlaðan bezta málamanni, sem útskrifast, og annan bikar, gefinn af skólastjóra, handa bezta vélritaranum. Halldóra hefur einnig tekið ýmsan þátt í félagslífi skólans, var í bókasafns- nefnd og hafði umsjón í lestrarstofu. Hún vinn- ur nú í skrifstofu Innflytjendasambandsins í Reykjavík. FRJALS VERZLUN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.