Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 10
kemur fyrir hér á landi, — að hætta að trúa á það, að andstæðingunum gangi annað en gott til. En það verður fyrst hægt, þegar allir flokkar í landinu fyrst og fremst vilja bera alla lands- menn og þeirra hag fyrir brjóstinu, en ekki ein- vörðungu þær stéttir, sem falið hafa þeim um- boð sitt. Það er ekki öll vitleysa eins, því að eftir að þingið hafði sveitzt blóði við að rífast um kosningabrellur, þá kom forsetakosningin, þar sem öllum flokkum ber saman um, að einn flokkur hafi svikizt undan samningum. Það var nú það lán í því máli, að maðurinn, sem kosinn var, var ekki síður ágætur maður en sá, sem féll, en hitt var lakara, að það kom í ljós, að til væri menn í landinu, sem við stjórnmál fást, og ekki eru eigandi handsöl við. Á tímum sem þessum er mál hvers dags svo aðkallandi, að allir, sem við stjórnmál fást hér — stjórnmála- menn er engu minna orð en Hákot, — þurfa að geta sameinazt um það, að láta öll flokksmál liggja niðri, unz sól friðarins er aftur á lofti, og einbeina síðan kröftum sínum að afgreiðslu mála líðandi stundar. En þegar slíkt og annað eins kemur fyrir, þá ber það þess Ijósan vott, að ýmsir þingfulltrúanna eru enn ekki farnir að skilja þessa nauðsyn og eru fastráðnir í því að halda áfram að bauka við hinar lítið merki- legu flokksþarfir sínar, en láta þarfir hins kröfufreka líðandi tíma lönd og leið. Næsta af- rek þingsins við að aðhafast ekkert, var að fá nefndarkosningum frestað til þess að bíða eftir einum þingmanni. Allir lýsa nú að staðaldri ofurást sinni á lýðræðinu. — Það er enginn vafi á því, að lýðræði sé eitt hið ákjósanlegasta stjórnar- far, sem hugast getur, en það má segja um það, eins og einhver franskur spekingur sagði um einveldið, að það væri bezta stjórnarfar sem til er, ef einvaldurinn væri góður. Eins er um lýð- ræðið, að það er gott, ef rétt er á því haldið, en ef svo er ekki, þá er lýðræði ekki betra en ann- að stjórnarfar, sem fer í handaskolum. Það sem allt virðist stefna að hér nú, er svipaður glundroði eins og sá, sem olli nazismanum svo- kallaða á Þýzkalandi, facismanum á Ítalíu, fal- angismanum á Spáni og einræði dr. Salazars í Portúgal. Ef stjórnarfarið kemst á ringulreið, svo að það fái ekki notið rétts eðlis síns, þá er ekki nema tvennt til, að leiðrétta það eða byggja því út. Það er satt, að óhugnanlega mikill hluti kjós- enda er svo til hafður, að hann er alls ekki fær um að stjórna atkvæði sínu, nema honum sé leiðbeint. Honum er ekki um þetta að kenna, hann getur ekki að því gert. En leiðbeiningin þarf að vera gerð af alúð og samvizkusemi, en það er ekki. Það er þyrlað upp ryki til þess að því slái í augu einmitt þeirra manna, sem ekki eru einfærir um að stjórna atkvæði sínu, og þetta er gert í veiðihug til þess að reyna að snara hin lítilsigldu atkvæði, og þá ræður kylfa kasti um hver betur hefur, en eftir því fer nið- urstaðan. Það er ekki þann að saka um að ryk falli í augu honum, sem gengur um götuna í roki, heldur vindinn, sem rykinu þyrlar því upp. Rykinu er í deilunum þyrlað upp af flokkun- um, foringjum þeirra og málgögnum. Það er því fjærri sanni, að þjóðin hafi kosið þingið frjáls og óháð; mikið af henni hefur að minnsta kosti verið háð rykinu, og þeim, sem þyrla því upp. Og að því er til þess kemur að velja á milli flokka og manna, þá fá menn að vísu að velja á milli flokka með tilstyrk ryksins, en hitt er fjærri sanni, að þeir fái að kjósa menn. Kjós- endum er boðið upp á mer.n, sem þeir engann þátt eiga í að bjóða fram, og þeim er einn kost- ur nauðugur, ef þeir vilja styðja flokkinn, að kjósa þá. Þetta má sjá á því, að flokkarnir eru stöðugt að bjóða fram menn, sem allir vita að fáir vilja sjá, en samt komast að, af því að ekki er á öðru völ. Ég hef komizt í það að líta með kvíða á að þurfa að kjósa þá menn, sem flokkur minn bauð fram, og mér hefur marg- sinnis fundizt, að málum landsins og mínum væri mun betur borgið í höndum manna úr öðrum flokkum, sem ég treysti til drengskapar, en í höndum manna úr mínum flokki, sem ég vantreysti eða fyrirlít. Það fer því fjarri, að þingið hljóti að vera mynd af þjóðinni, en hitt er rétt, að það er mynd af leiðtogum þeim, sem þjóðin viljandi eða óviljandi þolir. Sannleikur- urinn er sá, að hér er elckert lýðræði í þessu land, það er blekking ein, — fallegur flösku- miði. Hér er einræði, einræði fárra manna, það sem á erlendum málum er kallað oligarki, en þeim góðu fáu stjórnarherrum kemur svo illa saman, að allt fer í graut. Við þetta er því ekki unandi. Það er ekki nema um tvennt að velja, að færa lýðræðið til rétts vegar, setja valdi flokkanna og einstakra manna hring í nasir og bitil í munn, og láta hvern einstakann borg- ara kjósa fulltrúa, sem hann treystir, en ekki er þröngvað upp á hann, — láta hvern borgara mætast við þá sannfæringu, sem hann getur sjálfur aflað sér með heiðarlegri leiðbeiningu, og láta þessu landi vera stjórnað að beztu manna ráði, eins og forfeður okkar orðuðu það, eða hitt að láta berast upp á sker síður ákjós- anlegra stjórnarhátta og sjá hvernig þar fer. Eg kallaði ykkur, áheyrendur mínir, kampakáta og glaðklakkalega, því að það eru flestir íslendingar nú. 10 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.