Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 13
Reglugjörð Verslunarskólans Meðal verzlunarmanna hefir því verið fagn- að að skólinn skyldi fá réttindi til að útskrifa stúdenta. Með því hefir skóli þeirra fengið við- urkenningu, sem hann á skilið og honum var nauðsyn, en fyrir það var ekki hægt að kom- ast að vart yrði við nokkurn andblástur. — Magnús Jónsson kennslumálaráðherra á skilið þakkir fyrir þá réttindaveitingu, sem hér er um að ræða, og hefir hann með víðsýni sinni unn- ið verzlunarstéttinni mikið gagn. Mörgum mun þykja fróðlegt að kynnast reglugerð þeirri, sem kennslumálaráðuneytið gaf út til handa Verzlunarskólanum, og fer hún hér á eftir: Samkvæmt tillögum ráðuneytisins hefur rík- isstjóri staðfest eftirfarandi reglugerð fyrir lærdómsdeild Verzlunarskóla íslands. 1. gr. — Verzlunarskóli íslands hefur heimild til að starfrækja lærdómsdeild samkvæmt reglu- gerð þessari. Burtfararpróf úr henni nefnist stúdentspróf og jafngildir það sams konar prófi Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri. 2. gr.— Námið í lærdómsdeild og prófið sjálft skal ná yfir þessar námsgreinar: íslenzku, ensku, þýzku, frönsku, latínu, dönsku, sögu, framleiðslu og vörufræði (náttúrufræði, efna- og eðlisfræði) stærðfræði, bókfærslu og endur- skoðun, hagfræði og stjórnfræði. 3. gr. — Skipta skal vikustundum námsgreina sem næst því sem hér segir, miðað við tvö skólaár: Islenzka .......................... 2 2 4 Enska ............................. 5 4 9 Þýzka ............................. 2 2 4 Franska ........................... 5 5 10 Latína ............................ 4 „ 4 Danska ............................ 1 „ 1 Saga............................... 2 2 4 Framleiðslu- og vörufræði (nátt- úrufræði, efna- og eðlisfræði). . 4 4 8 FRJÁLS VERZLUN Stærðfræði ....................... 5 5 10 Bókfærsla og endurskoðun ......... 2 2 4 Hagfræði og stjórnfræði........... 2 2 4 31 31 62 Ennfremur skulu nemendur fullnægja kröí'- um skólans urn íþróttaiðkanir og söng. Námsefni og markmið kennslunnar skal vera sem hér segir: I námsgreinum þeim, sem sam- eiginlegar eru verzlunardeildinni og lærdóms- deildinni skal náminu í þeirri síðarnefndu hag- að þannig að það taki við af námi hinnar fyrr- nefndu. Verzlunarprófið veitir rétt til þess að stunda nám í lærdómsdeildinni, samkvæmt nán- ari fyrirmælum þessarar reglugerðar, enda hafi kennsla undir verzlunarprófið verið miðuð við fjögurra ára nám og nái yfir þær námsgreinir, sem nú skal greina og kennslustundafjölda sem næst því, er hér segir: íslenzka 16, enska 19, þýzka 14, danska 14, bókfærsla 15, reikningur og stærðfræði 15, saga, 8 landafræði 6, hag- fræði 4, verzlunarréttur 4, vörufræði 2, stjórn- fræði 1, ennfremur sé kennd vélritun, hraðrit- un og skrift og stundaðar íþróttir. Annars skal námsefni og markmið kennslu í lærdómsdeild vera sem hér segir: íslenzka: Leggja skal sérstaka áherzlu á lest- ur og skýringu íslenzkra bókmennta, einkum kveðskapar og á vandvirkni og lipurð nemenda í meðferð móðurmálsins í ræðu og riti. Enska: Nenmendur skulu einkum æfðir í lestri og meðferð ensks nútímamáls og þar á meðal lesa nokkuð af kveðskap og ritum eða rit- gerðum um viðskiptamál og hagfræði. Þeir skulu lesa undir umsjón kehnara að minnsta kosti eitt samfellt rit og gera skriflegar æfing- ar. Þýzka: Nemendur skulu einkum æfðir í lestri og meðferð þýzks nútímamáls og þar á meðal lesa nokkuð af kveðskap og ritum eða ritgerð- um um verzlunarmál og hagfræði. Þeir skulu 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.