Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 19
Skólastjóri getur látið skrilegar úrlausnir koma í stað munnlegs prófs í einstökum grein- um og ákveðið hvort sleppa megi einhverju námsefni eða hluta þess, sem áður hefur verið prófað í, og setur að öðru leyti reglur um prófið samkvæmt reglugerð þessari. Prófdómara skipar kennslumálaráðuneytið í samráði við skólastjóra. Þetta birtist hérmeð til leiðbeiningar öllum þeim, er hlut eiga að máli. / kennslumálaraöuneytÁnu, 5. nóv. ’U2. Magnús Jónsson. Gústaf A. Jónasson. ANDMÆLI Nokkru eftir að reglugerðin kom út hélt Stú- dentafélag Reykjavíkur fund um breytinguna á Verzlunarskólanum. — Var Gylfi Þ. Gíslason dósent við laga- og hagfræðideild Háskólans, þar frummælandi, en eftir honum tók Magnús Jónsson kennslumálaráðherra til máls, auk Vil- hjálms Þ. Gíslasonar skólastjóra og fleiri. — Ályktun var samþykkt í fundarlok, er mælti gegn breytingunni á skólanum. Fleiri fundir munu hafa verið haldnir út af breytingunni á skólanum, sem hafa verið ýmist með eða móti, en út í það skal ekki farið hér nánar. Til að sýna þau sjónarmið, sem færð voru á fundi Stúdentafél. Reykjavíkur fram til stuðn- ings málstað Verzlunarskólans, skulu hér til- færð nokkur atriði úr inngangsræðu Gylfa Þ. Gíslasonar. Talaði hann í ræðubyrjun almennt um hlut- verk stúdentsprófsins og þess náms, sem byggi undir það, en hlutverk þess taldi hann vera tvenns konar: í fyrsta lagi að veita þroskandi menntun, sem gerði nemandann færari en ella til þess að stunda vísindalegt nám í háskóla, og í öðru lagi, að veita þá almennu menntun, þekk- ingu, sem talið er æskilegt, að þeir hafi til að bera, sem háskólarnir senda frá sér sem sér- menntaða í vissri grein og á að vera hægt að trúa fyrir ábyrgðarmiklum störfum. — Hann taldi það útbreiddan misskilning, að í rauninni væri óþarfi að gera aðrar hröfur um inntöku- skilyrði í háskóla en þær, að menn gætu fylgzt með kennslunni og tileinkað sér hana. Hann benti á, að til þess að læra t. d. lögfræði þyrftu menn í raun og veru að kunna lítið meira en að lesa og skrifa íslenzku og lesa dönsku, — til þess væri óþarfi að kunna nokkuð í náttúru- PRJÁLS VERZLUN fræði, landafræði, stærðfræði o. s. frv. En til þess að háskólinn geti brautskráð mann sem lögfræðing og talið hann hæfan til að gegna vissum störfum, verður hann að hafa vissu sína fyrir því, að hann hafi til að bera ákveðna þekk- ingu í þessum greinum, og þar eða þær eru ekki kenndar í háskólanum og lögfræðináminu i sjálfu sér óviðkomandi, yrði háskólinn að gera slíka þekkingu að inntökuskilyrði. Þess vegna væri stúdentspróf hér og annars staðar inn- tökuskilyrði í háskóla. Síðan lýsti hann því, að hann teldi heppileg- ast að hafa aðeins eina tegund menntaskóla og eitt stúdentspróf, og ætti þar ekki að kenna eins mikið latínu og nú er gert í máladeildum Mentaskólanna og ekki eins mikið í stærðfræði-, fræðideildunum, en hins vegar dálítið í grísku, undirstöðuatriði í lögfræði og hagfræði og nokkuð meira í bókfærslu en nú er. Jafnframt þessu ætti svo að koma á víðtækum breyting- um á skólakerfinu, stofna til almenns tveggja ára gagnfræðaskóla, en að honum lokn- um ætti síðan að taka við ein tegund mennta- skóla, verzlunarskólar, iðnskólar, kennararskól- ar, sjómannaskólar o.s.frv En litlar líkur taldi hann á, að slíkt yrði gert á næstu árum. Þá ræddi hann um menntaskólanámið nú og gagnrýndi það nokkuð, að menntaskólarnir tveir væru nú að ýmsu leyti ekki sambærilegir. Og nú væri, svo sem kunnugt sé, um að ræða tvískiptingu í menntaskólunum, í mála- og stærðfræðinám. En í báðar deildirnar vantaði þó nauðsynlegar, almennar greinar. Ef ekki yrði komið á einu stúdentsprófi og ætti áfram að vera um ,,línu“-skiptingu að ræða, væri því æskilegt, að komið yrði á fleiri „línum“ til stú- dentsprófs en mála- og stærðfræðilínu, t. d. verzlunarlínu, en það hefði nú einmitt verið gert með því að veita verzlunarskólanum heimild til þess að starfrækja lærdómsdeild og útskrifa þaðan stúdenta. Til þessa nýja stúdentsprófs myndi vera tilætlunin að leggja höfuðáherzlu á bókfærslu og hagfræði sem sérgreinar, auk hinna almennu greina. Kvað hann ekki hægt að halda því fram með réttu, að þær greinar, sem nú væru kenndar til stúdentsprófs í mennta- skólanum, væru einu greinarnar, sem til mála kæmi að kenna. Það væri hægt að öðlazt næga almenna menntun og nógu þroskandi menntun með námi í sumpart öðrum greinum, og þá væri að sjálfsögðu ekkert við það að athuga, heldur til bóta, ef reglugerð er sett, er heimilaði slíkt próf. En hann lagði ríka áherzlu á, að til slíks nýs stúdentsprófs — verzlunarstúdents- prófs — yrði að kenna jafnmikið og nú er kennt til hinna stúdentsprófanna, þótt í öðrum 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.