Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 21
Gylfi Þ. Gíslason dósent: Llr sögu peninganna I lífi nútímamannsins hafa peningarnir á- kaflega mikla þýðingu. Þeir eru ímynd auðsins, — fyrir peninga er hægt að kaupa flest það, sem hugurinn girnist, — þeir eru tákn alls- nægtanna, og í augum sumra að minnsta kosti ímynd hinnar einu hamingju. En hvernig svo sem því er varið, þá er víst um það, að flest erum við frá morgni til kvölds að vinna fyrir peningum. Það er því von, að ýmsum finnist undarlegt, þegar sagt er, að það sé alls ekki svo óralangt síðan engir peningar voru til. Við er- um svo vön því að ganga með mynt, seðla og jafnvel tékkahefti í vasanum, að okkur finnst allt þetta sjálfsagt, en sannleikurinn er samt sá, að mannkynið hefir lifað menningarlífi í þús- undir ára án þess að sjá nokkurn tíma mynt, peningaseðil eða tékka. Menningarþjóðirnar, sem byggðu pyramidana og sphinxinn, byggðu musterin í Babylon og Nineveh, þekktu ekkert til þess, sem við nú á dögum köllum peninga og finnst svo ómissandi. En þótt all-langt sé að vísu síðan peningamyntin var fundin upp, er tiltölulega stutt síðan peningaseðlar og mjög stutt síðan tékkar komu til sögunnar. 1 fyrndinni, þegar mennirnir lifðu í skógun- um, veiddu villidýr og tíndu aldin sér til viður- væris, voru engir peningar til. Þá voru heldur ekki til neinar búðir, þar sem þeir gætu keypt vopn, fæði eða klæði. Hver og einn smíðaði vopn sín sjálfur og veiddi eða tíndi það, sem hann þurfti til matar o. s. frv. Mennirnir þurftu þá eiginlega ekki peninga á sama hátt og við þurf- um þá nú. En svo komu verkaskiptingin og vöruskipt- in til sögunnar. Sumir tóku að fást einungis við veiðar og urðu veiðimenn, aðrir við að smíða vopn og urðu vopnasmiðir, enn aðrir við að gera leirker o. s. frv., og skiptu svo á fram- leiðslu sinni fyrir það, sem þeir girntust. 1 þúsundir ára áður en sögur hófust hafa FRJÁLS VERZLUN mennirnir þannig skipzt á vörum. Og jafnvel eftir að peningarnir komu til sögunnar í sinni frumstæðustu mynd, héldust vöruskiptin í stór- um stíl. Fönikíumenn, sem hófu siglingar sínar um 1500 fyrir Krist og sigldu tii næstum hverr- ar hafnar, sem þá þekktist, byggðu verzlun sína á vöruskiptum. Á kaupstefnum miðaldanna áttu sér stað víðtæk vöruskipti, þótt peningar væru þá annars nokkuð notaðir. Á fjórtándu öld hafði Hansasambandið hina svonefndu „kontóra“ eða vörugeymsluhús um alla Norð- ur-Evrópu, og var þar hægt að hafa skipti á hvers konar varningi. Þá er það að síðustu al- kunna, að á allra síðustu árum hefir utanríkis- verzlun ýmissa þjóða aftur verið færð á eins konar vöruviðskiptagrundvöíl. En þegar tímar liðu fram, kom það í ljós, að þessi vöruskipti höfðu ýmsa ókosti. Vopnasmið- urinn gat t. d. þurft á kjöti að halda, en þó ekki fengið það, af því að veiðimaðurinn átti nóg vopn í bráðina. Þá tók smiðurinn eftir því, að talsvert hafði safnazt saman af villidýrahúðum hjá ættbálknum. Úr sumum höfðu verið sniðin klæði eða ábreiður, en aðrar geymdar, og áttu flestir eitthvað af húðum. Nú datt smiðnum í hug að spyrja veiðimanninn, hvort hann vildi ekki láta sig hafa kjöt í skiptum fyrir húðir, og sagði: „Þótt þú þurfir kannske ekki að nota húðirnar núna, veiztu, að þær skemmast ekki, og þótt þú þurfir jafnvel alls ekki að nota þær sjálfur, geturðu áreiðanlega fengið leirkera- smiðinn til þess að taka við þeim í skiptum fyr- ir leirker o. s. frv., því að þær eru alltaf nyt- samlegar“. Veiðimaðurinn tók við húðunum og lét smiðinn hafa kjötið. Seinna fékk hann leir- ker fyrir þær hjá leirkerasmiðnum, og svo gengu húðirnar mann frá manni. Þannig urðu fyrstu peningarnir til, það voru húðir. — Nú þurfti smiðurinn ekki lengur að bíða eftir því, að veiðimaðurinn þyrfti vopn, til þess að fá hjá 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.