Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 22
honum kjötið, — nú greiddi hann það með húð- um, og veiðimaðurinn keypti hins vegar leirker, ávexti, fisk og annað, sem hann girntist, fyrir húðirnar. Lengi vel voru húðirnar notaðar sem pening- ar. Þær höfðu að vissu leyti þá eiginleika, sem peningar þurfa að hafa. Öllum var óhætt að taka við þeim sem greiðslu, því að auk þess sem þær voru sjálfar nytsamlegar, mátti gera ráð fyrir því, að aftur væri hægt að greiða með þeim. í Jobsbók, sem rituð er um þúsund fyrir Krist, stendur: „Húð fyrir húð, allt, hvað mað- urinn á, það gefur hann fyrir líf sitt“. Ýmis- legt bendir til þess, að húðir hafi verið notað- ar sem peningar í Norður-Evrópu. Eistneska orðið „raha“, sem nú þýðir „peningar,“ þýddi upprunalega „húð“ eða „skinn“, og á Lappa- máli er sama orðið fyrir húð og peninga. Þegar mennirnir fóru að stunda akuryrkju og kvikfjárrækt, þurftu þeir ekki lengur að veiða villidýr sér til lífsviðurværis. Þá var auð- ur manna einkum metinn eftir því, hversu mik- inn búpening þeir áttu, einkum nautgripi, og búpeningurinn varð höfuðgjaldmiðillinn og verðmælikvarðinn. Okkur, sem erum vön því, að geta gengið í búðir með peningaseðla og smámynt, finnst auðvitað búpeningurinn harla óþægilegur gjaldmiðill og þætti ekki gott að þurfa að leiða tvær eða þrjár kýr milli búðanna. En í þá daga var ekki mikið um búðir, menn gerðu stór kaup í einu og þá ekkert því til fyr- irstöðu að afhenda eina eða tvær kýr. í Grikklandi á dögum Hómers eða níundu öldinni fyrir Krist var nautpeningurinn aðal- mælikvarðinn. Þegar Hómer er að bera saman vopn Glaukosar og Diomedesar í Ilianskviðu, segir hann, að vopn hins fyrrnefnda hafi verið hundrað uxa virði, en hins síðar nefnda aðeins níu uxa. 1 Róm var nautpeningur og sauðfé gjaldmið- ill og verðmælikvarði og eins í Indlandi til forna. Víða var búpeningurinn notaður sem verðmælikvarði langt fram á miðaldir og jafn- vel lengur, og má í því sambandi minna á ísl. „kúgildið“, sem öldum saman var höfuðverð- mælikvarðinn í innanlandsviðskiptum. Það, að orðin „peningur“ og „fé“ þýða bæði „búpening- ur“ og ,,gjaldmiðill“, ber þess ótvíræðan vott, að búpeningur hefir verið notaður sem gjald- miðill. Orðið peningur mun vera skylt lat- neska orðinu „pecunia", sem einmitt þýðir peningar, en er dregið af ,,pecus“, sem þýðir hjörð. Búpeningurinn var venjulega talinn eft- ir höfðatölu, og varð því latneska orðið ,,caput“ sem þýðir höfuð, stofninn í orðinu „kapital“, 22 sem til er í flestum Evrópumálum og þýðir fjármagn. Áður en myntin var fundin upp, var ýmis- legt fleira en húðir og búpeningur notað sem peningur, t. d. korn. Menn voru næstum alltaf reiðubúnir til að taka við korni sem greiðslu, því að það mátti alltaf nota til matar, og auk þess hafði það þann kost, að það mátti skipta því mjög nákvæmlega. Á seinni öldum hefir kornið einnig verið notað í stað peninga, þeg- ar skortur hefir verið á þeim. 1 nokkrum ríkj- um í Norður-Ameríku var korn t. d. á seytj- ándu öld gert löglegur gjaldmiðill. í Noregi þekktist það til skamms tíma, að korn væri lagt inn í banka og lánað út, rétt eins og peningar nú á dögum. Egyptar, Grikkir og Rómverjar notuðu þræla mikið sem peninga, og var verðmæti þeirra all- nákvæmlega tilgreint og fór eftir aldri, hæð og öðrum eiginleikum. Þótt undarlegt megi telj- ast, notuðu Grikkir einnig koparker eða potta, mismunandi að stærð eða gerð, sem peninga, og var sá, sem átti mörg slík ker, talinn mjög rík- ur. — Frá fyrstu tíð munu frumbyggjarnir í Afríku og eyjunum í Indlandshafi og Kyrra- hafi hafa notað skeljar sem peninga og gera enn. En þegar mennirnir fundu málmana, — járn, kopar, tin, silfur og gull, sáu þeir, að mjög hagkvæmt var að nota þá sem peninga. Þeir voru haldgóðir, auðvelt að meðhöndla þá, og auk þess var verðmæti þeirra tiltölulega stöð- ugt. Var einkum farið að nota málmana sem peninga, þegar verzlunin milli landanna við Miðjarðarhafið tók að aukast. Þótt auðvelt hafi verið að nota kvikfénað, húðir, þræla o. s. frv., sem gjaldmiðil í innanlandsviðskiptum, gat oft verið óþægilegt að flytja þetta milli landa og ekki víst, að við því yrði tekið í viðskiptaland- inu. Löngu áður en fyrsta myntin var slegin, var því farið að nota málma í stöngum, stykkj- um og hringjum sem peninga. I Biblíunni er fjöldamargt, sem sýnir, að málmar hafi verið notaðir sem peningar í þá daga. Þegar t. d. Abraham keypti Makpela-hellinn af Efron, eins og frá segir í fyrstu Mósebók, greiddi hann Efron þannig, að hann vóg honum fjögur hundruð silka í gangsilfri, en silkar voru þá ekki mynt, heldur ákveðinn þungi. Egyptar notuðu einnig gull- og silfur-sand sem peninga, báru hann um í buddum og vógu hann nákvæm- lega, þegar þeir þurftu að kaupa eitthvað. Þegar málmar í stöngum og hringjum höfðu öldum saman verið notaðir sem gjaldmiðill, datt einhverjum í hug að slá úr þeim mynt, en mynt er málmstykki, sem hefir ákveðna þyngd og FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.