Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 26
á gíröffunum og fílunum eru notuð sem peníng- ar og metin mikils. Sumir telja, að Kínverjar hafi orðið fyrstir til að slá mynt, en það verður ekki talið sannað, svo sem áður er getið. En víst er um það, að Kínverjar fundu sjálfir upp mynt, og þeir urðu fyrstir til að nota eins konar peningaseðla. — Þegar árið 140 f. Kr. voru þar gefnir út eins konar seðlar úr skinni, og voru þeir fet á lengd og breidd. Síðan voru þar einnig gefnir út seðl- ar úr flóka, berki og eins konar pappír. Voru þeir margar aldir í umferð, og segist Marco Polo hafa séð þá ferðum sínum í Kína á þrett- ándu öld. 1 þúsundir ára var það einn af greftrunar- siður Kínverja að láta pening í munn hins látna, áður en hann væri grafinn, til þess að hann gæti keypt sér nauðsynjar sínar í öðrum heimi. Stundum voru meira að segja látnir all- miklir peningar með hinum látna í gi'öfina. En sökum tíðra grafrána ákváðu Kínverjar síðar að nota einungis gerfipeninga í þessum tilgangi, og mun það jafnvel siður enn þann dag í dag. Mannkynið lifði þannig menningarlífi í þús- undir ára, án þess að þekkja til þess, sem við köllum peninga, en peningar eru gjaldmiðill, sem er almennt viðurkenndur og gengur mann frá manni og er jafnframt notaður sem verð- mælikvarði og til þess að geyma verðmæti. — Fyrst notuðu menn ýmsa hluti, lifandi og dauða, sem peninga, en fundu svo loks upp málm- myntina, sem varð almennt viðurkenndur gjald- miðill og verðmælikvarði, þ. e'. a. s. hina eigin- legu peninga. Seinna leystu svo peningaseðl- arnir myntina af hólmi sem höfuðgjaldmiðil. Fyrst voru þeir aðeins notaðir til hægðarauka, þeir voru ávísun á gullpeninga, sem þá vai' aðalmyntin. Það þótti þægilegra að bera seðl- ana með sér en gullið sjálft, en þeir voru gulls ígildi, því að bankinn, sem gaf þá út, geymdi gullið eða gullpeningana, sem þeir voru tryggð- ir með, og skipti hvenær sem þess var óskað á seðlinum og gullpeningi. En svo tóku bankarn- ir eftir því, að óhætt var að gefa út fleiri seðla en þeir gátu leyst inn í gulli, því að það var mjög ólíklegt, að allir kæmu í einu með seðla sína og vildu fá þeim skipt. Gulltryggingin var því smám saman minnkuð, vanalega niður í 30—40 af hundraði af seðlamagninu, sem var í umferð, og sumstaðar hafa jafnvel verið gefnir út seðlar, sem engin slík trygging er fyrir, en halda samt fullu verðgildi. Ástæðan er sú, að tryggingin hefir í rauninni litla þýðingu fyrir verðgildi seðlanna, heldur ákvarðast það í stuttu máli sagt af því, hversu mikið af peningunum er í umferð annars vegar, og hversu mikið er til af vörum til að kaupa þá hins vegar. Jafn- hliða peningaseðlunum eru svo venjulega í um- ferð smápeningar, svonefnd skiptimynt, sem er löglegur gjaldmiðill upp að vissu marki lögum samkvæmt. Þurfum við ekki að taka við sem greiðslu hærri upphæð í einu en 20 krónum í einnar og tveggja krónu peningum, 5 krónum í tuttuguogfimmeyringum og tíeyringum og einni krónu í fimm-, tví- og einseyringum. En í viðskiptalífi nútímans eru peningaseðl- arnir ekki lengur aðalgjaldmiðill, tékkarnir hafa leyst þá af hólmi. 1 Ameríku er t. d. talið, að meira en 90 af hundraði af öllum greiðslum fari fram með tékkum. Hér á landi eru engar tölur til um það, hversu mikið tékkar séu not- aðir. Það er vafalaust miklu minna en í Amer- íku og hjá stórþjóðunum yfirleitt, en þó er víst, að notkun þeirra hefir farið mjög í vöxt á síð- ari árum. En peningaseðillinn og tékkinn eiga sér bæði langa og merkilega sögu, þótt ekki verði hún rakin nánar hér. _ -i 11 ii 11111111: l ii ..................................... .............................................................................................................................. ii 1111 = | „Frjáls Verzlun“ óskar lesendum sínum f/leöilegra jóla og nýjárs. = 1111111111111111111111111111111111 ■ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111M1111111111111111111111111II1111111111J1111111111111111111111111111 ■ 1111111111111111111 r^i 26 FRJÁLS VERZLTTN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.