Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 46
Bandamanna varð nú þeirra málstaður af því að Rússar nutu góðs af. Öll afstaða hinna íslenzku kommúnista til styrjaldarinnar fyrr og síðar hefir miðazt viö það, sem þá og þá var uppi teningnum í af- stöðu Rússa til annarra þjóða og ekkert annað. Þetta nær einnig til innanlandsmála hér. — Meðan Rússar voru enn utan styrjaldarinnar, töluðu kommúnistar í miður vingjarnlegum tón um setuliðsvinnu. Nú heitir þetta á þeirra máli landvarnavinna. Ef það hefði verið orðað á fyrstu árum stríðs- ins, að íslendingar tækju virkan þátt í styrjöld- inni með Bandaríkjunum, hefðu kommúnistar ekki átt nema eitt orð yfir það — landráð. Nú er það eitt af stefnuatriðum kommúnista að íslendingar gerist styrjaldaraðilar. Óðara og Rússar lentu í styrjöldinni, hófu þjónar þeirra hér hinn mikla Rússagaldur. Þeir sögðu: Sjáið þið nú til hvað gerzt hefur. Við vissum alltaf að hverju mundi draga. Rússar réðust á Finna aðeins sér til varnar, því að þeir vissu að styrjöld við Þjóðverja mundi brátt skella á. Og sjáið þið nú hvað Rússar standa sig vel. Þeir verjast eins og hetjur og það er því að þakka, að kommúnisminn ræður þar eystra. — Styrjöldin hefir sýnt, að Rússar eru þeir einu, sem hafa varnarmátt, og það er skipulaginu að þakka. Þetta er aðalinntakið úr Rússagaldri komm- únista, en raunar er honum mjög auðsvarað. Kommúnistar minntust ekki á það, meðan á Finnlandsstyrjöldinni stóð, að hún væri liður í vörnum Rússa gegn Þjóðverjum. Þegar Rúss- ar réðust inn í Pólland, skrifaði Halldór Kiljan Laxness grein um það, að nú væri kommúnism- nn kominn alla leið vestur að Weichsel-fljóti og það væri svo sem ekki nema gleðilegt. Fyrir þessum mönnum vakti, að kommúnism- inn hefði unnið ný lönd og það var gleðilegt. Hitt var aftur á móti ekki fundið upp þá af kommúnistum hér að árásir Rússa á sex þjóð- lönd væru gerðar í varnarskyni. Og svo er hitt atriðið, að Rússar standi sig vel og það sé skipulaginu að þakka. Víst „standa Rússar sig vel“. En þeir standa sig aðeins vel, þegar litið er á við hvaða skipu- lag þeir eiga að búa. Þrátt fyrir það, þótt Rúss- ar hafi á undanförnum 20 árum vígbúist þjóða lengst og mest og Rauði herinn væri talinn hinn sterkasti í heimi, standa Þjóðverjar nú við borgarhlið Moskvu og Leningrad og hafa hrifs- að úr höndum Rússa auðugustu frjómold Ev- rópu og tekið meiri hlutann af þéttbýlasta landi þeirra. Skipulagið er hin veika hlið Rússa, en rúss- neska þjóðin er sterk. Að þessu leyti er 1941— ’42 aðeins breytt mynd af árinu 1912. Þá bjuggu Rússar við hið aumasta þjóðskipulag og hefðu ekki bjargazt undan ofurveldi innrásarhersins frakkneska, hefði þjóðin sjálf ekki risið upp og gengið til víga með axir og sigðir að vopni og verið fús til að fórna borgum sínum í eldi. Það þýðir ekki fyrir kommúnista, að þakka skipulaginu vörn Rússa. Rússneslca þjóðin á þann heiður og hann er því meiri, sem skipu- lagið er verra. Þótt Rússa-galdur kommúnista sé aðeins gegnsær áróður, hefir hann blindað marga. — Samúð íslenzks almennings með baráttu lýð- ræðisþjóðanna vestan hafs og austan hefir gert hann veikari fyrir áhrifum áróðursins, sem hér er haldið uppi af þjónum hins kommúnistiska byltingarvalds í Rússlandi. Þess vegna er 25 ára byltingarafmæli kommúnista haldið hátíð- legt hér, en 25 ára sjálfstæðisafmæli einnar Norðurlandaþjóðarinnar gleymt. En Islendingar mega ekki láta blekkja sig til langframa. Þeir mega ekki missa sjónar á böli einræðis og harðstjórnar, þótt atvikin hafi hagað því svo, að vestrænar lýðræðisþjóðir eigi nú um stund samleið með austrænu einræðisríki í hinum bölþrungnu átökum um líf eða dauða. sn FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.