Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 50
Viötal viö bókaútgefendur. BESTU BÆKURNAR í bókaflóðinu, sem veltur yfir fyrir jólin er vandi að velja. Margt kemur út, bæði gott og illt — íslenzkt og útlent, sem er harla girnilegt utan á að sjá, en misjafnt að gæðum. Frjáls verzlun átti viðtal við nokkra bóka- útgefendur og bað þá að benda á þaö bezta, sem þeir hefðu af nýjum bókum fyrir jólin. Finnur Einarsson (Bókaverzlun Finns Ein- arssonar): Við höfum tvær bækur nýjar af nál- inni, Máninn Iíður, eftir John Steinbeck og Sjálfsæfisaga skurðlæknis, eftir Majocchi. Sú fyrri er svo ný að hún kom í fyrsta sinn út í New York á síðastliðnu sumri og fjallar um innrás stórveldis í lítið og varnarlaust land. Bókin er svo að segja rituð í dag um efni frá í dag. Bókin er snilldarlega rituð, en hún hefir nú þegar selzt í hundruðum þúsunda eintaka er- lendis. Þýðingin er gerð af Sigurði Einarssyni, háskólakennara. — Það er enginn svikinn, sem kaupir þessa bók til dægrastyttingar og fróðleiks um leið, því að lýsingar hennar eru teknar úr bláköld- um raunveruleikanum, eins og hann er nú víða. Hin bókin, Sjálfsæfisaga slcurölæknis, er eft- ir ítalskan lækni og hefir verið mjög vinsæl er- lendis og talin þar í röð beztu bóka af svipaðri tegund. — Þýðingin er eftir próf. Guðbrand Jónsson. Ólafur Erlingsson (H.f. Leiftur): Þeir sem eru komnir nokkuð til ára muna eft- ir litlu hefi með Dœmisögum Esóps, sem komu út í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Nú er þessi bók komin í nýrri mynd og aukin með þýðingum Freysteins Gunnarssonar. Barbara W. Árnason hefir gert teikningarnar í bókinni, en hún er prýdd 80—90 myndum. Þessi bók er fyrir alla jafnt unga sem full- orðna. Sögurnar geta skemmt hinum ungu og fengið hinum eldri umhugsunarefni. Þetta er skemmtibók í þess orðs bezta skilningi, og eins vel frá henni gengið og föng voru á, enda munu ekki margar bækur koma nú á markað- inn í meiri viðhafnarklæðum en þessi. Hún er jólabók í jólabúningi. E. Ragnar Jónsson (Víkingsprent, Helga- fellsútgáfan): Þegar menn eru að velja silfurmuni til gjaf- ar þykir mest um vert að smíðin sé íslenzk. Hið útlenda þykir minna virði. Þeir, sem vilja kaupa bók til gjafar eiga nú kost á að fá eitt hið íslenzkasta af öllum íslenzkum skáldverkum en það er heildarútgáfa af verkurn Jóns Thor- oddsen. — Þetta er fyrsta heildarútgáfan af þessum ritum og er þar m. a. að finna áður óprentað sögubrot, sem nýlega kom í leitirnar. Mag. Steingrímur J. Þorsteinsson sá um út- gáfuna og ritaði formála. Sá, sem kaupir þetta rit hefir eignazt bók, sem er þess virði, sem greitt er fyrir hana, og þótt meira væri. Gunnar Einarsson (ísafoldarprentsm. li. f.). Jólabókin okkar er bók um Einar Benedikts- son skáld. Guðni Jónsson magister hefir séð um útgáfuna og hefir fært í letur endurminn- ingar frú Valgerðar Benediktsson um Einar. — Auk þess rita um Einar þeir Árni Pálsson pró- fessor, Benedikt Sveinsson bókavörður og Árni Jónsson. Nokkrir listamenn, svo sem Kjarval, Ásgrímur Jónsson, Jón Engilberts of fleiri hafa skreytt. Bókin er vönduð að frágangi og frá- bærilega skemmtileg aflestrar. önnur bók, sem við gefum nú út er sögur og þættir eftir Gils Guðmundsson, sem heitir: Frá yztu nesjum. — í þeirri bók eru skemmtilegar sögur og sagnir, af Vestfjörðum. 54 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.