Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 53
landrýmið og margir staðir virðast glæsilegri frá hendi náttúrunnar. Mér varð hugsað til Reykjavíkur. Þar rak öndvegissúlur ,,íslands fyrsta föður“, en rak nokkrar öndvegissúlur hér? — Ég komst brátt að ástæðunni. Þegar til þess kom að velja borgarstæðið, þótti ekki fært að hafa það annarstaðar en í öðru hverju ríkjanna Virginia eða Maryland. Þá voru þau ríki fólksflest og lágu að sjó. En þá kom upp mikill rígur milli fylkjanna og hann var svo magnaður, að gamli Washington kvað upp þann Salomonsdóm, að bæði fylkin skyldu láta land undir hina nýju borg og afhentu þau síð- an hvert sinn skika á bökkum Potomac-ár. — Svo var tekið að byggja borgina, en sá var galli á, að svæðið var afar blautlent og þrátt fyrir allar þær breytingar, sem orðnar eru, ber loftslagið keim af staðnum, og er molluheitt og þyngslalegt. Mér fannst nokkuð undarlegt í fyrstu, hvern- ig götur borgarinnar eru nefndar. — Aðeins stærstu göturnar eru nefndar með nöfnum og heita þá eftir ríkjunum í hinu Bandaríska sam- bandi, en annars eru göturnar með bókstöfum eða númerum. Þegar maður kynnist þeirri reglu, sem liggur fyrirkomulagi þessu til grund- vallar, er mjög auðvelt að rata í borginni. — Mér fannst til stórrar prýði að önnur eins götunöfn og Skeggjagata, Guðrúnargata og Skarphéðinsgata fyrirfundust ekki! Þó að ekki nema stórborg eins og Reykjavík, sem þolir slíkar smekkleysur. Mikið þykir af bifreiðum í Washington og er talið, að þar séu fleiri bifreiðar per capita en í nokkurri annari borg. Ég efast reyndar um, að þetta sé rétt. Ég gæti vel trúað, að Reykja- vík færi fram úr Washington að þessu leyti. Mér hefir aldrei blöskrað umferð nokkurs stað- ar eins og í Reykjavík. Mér blöskraði hún, er ég fór vestur og mér blöskraði hún ekki minna, þegar ég kom að vestan aftur. Ef maður færi að lýsa Washington, yrði það langt mál. Ég veit heldur ekki hvort þeir, sem lesa „Frjáls Verzlun" eru svo mjög fíknir í ferðasögur innan borga. Þess vegna sleppi ég því, en kem hins vegar með nokkrum orðum að ýmsu viðvíkjandi stjórnmálunum vestra, er ég kynntist af viðtölum eða blaðalestri. Ef Bandaríkjamenn eru spurðir um Roose- velt og vinsældir hans, eru svörin misjöfn, eins og ósköp er eðlileg't. Ég hafði fengið það álit af ýmsu, sem ég las hér heima, að í rauninni væru Bandaríkin ekkert annað en Roosevelt og Roosevelt væri Bandaríkin. En þessu er ekki þannig farið og svörin, sem ég fékk voru ýmist á þá leið, að Roosevelt væri mikilmenni og stór- FRJÁLS VERZLUN vitur, og þá hefi ég sennilega hitt ákveðna de- mokrata, eða að sagt var að forsetinn væri að vísu góður, en til væru þó í Bandaríkjunum miklu betri menn. Ég býst við, að svipuð svör yrðu upp á teningunum hér heima, t. d. ef út- lendingur spyrði um forsætisráðherrann, Ólaf Thórs, hvert hann væri ekki afbragð annara manna. Nokkrir mundu svara játandi, aðrir láta sér fátt um finnast. Eða ef spurt væri um Jónas frá Hriflu? Nú ætla ég ekki að telja nokkrum trú um að ég hafi svo góða þekkingu á pólitískum flækj- um í Bandaríkjunum, að ég sé þar dómbær, en málshátturinn segir, að glöggt sé gestsaugað og ég „fékk á tilfinninguna", að mjög væru skiptar skoðanir um forsetann og stjórn hans og að þessi tvískinnungur mundi jafnvel vera vax- andi. Hitt er svo aftur allt annað mál, að þjóð- in er mjög ákveðin og einbeitt í þeim ásetningi að sigra andstæðingana og þar er ekki bilbug að finna. Sigrar andstæðinga forsetans í hin- um nýafstöðu kosningum benda ákveðið til þess að kjósendum finnist hann orðinn nokkuð heimaríkur og vilji gefa honum bendingar um að völdin og vinsældirnar séu bi’eytingum und- irorpið. 1 október skall yfir töluvert pólitískt óveður, sem blöðunum varð tíðrætt um. Forsetinn kall- aði blaðamen á sinn fund og var þá ekki myrk- ur í máli og fengu ýmsir orð í eyra. Forsetinn lofaði mjög starfsþrek þjóðarinnar og sigur- vilja hennar. Þjóðin skilur, sagði hann, hvað styrjöldin er og hvaða starfshætti þarf að taka upp, ef sigur á að vinnast, en Washington, skil- ur það ekki. Með þessu átti forsetinn við stjórn- málamennina. Hann sakaði þá um að hafa taf- ið framgang mikilsverðra laga, svo sem -lag laganna urn stöðvun dýrtíðarinnar. Hann sak- aði ennfremur blöðin um að útbreiða allskonar sögusagnir og upplýsingar og siðast ákærði hann harðlega ýmsa ónafngreinda embættis- menn fyrir að hafa haldið því fram í ræðu og riti að framleiðslan væri minni en gert hafði verið ráð fyrir og að Bandaríkjamenn gætu tapað styrjöldinni. Rétt áður en forsetinn setti fram þessar á- kærur hafði landbúnaðarráðherrann haldið ræðu, sem var fremur svartsýn og sjálfur Don- ald Nelson, æðsti maður stríðsframleiðslunnar, látið í ljósi að hún gengi hvergi nærri að ósk- um. Þetta fór illilega í taugarnar á forsetanum. Hann lét dæluna ganga yfir blaðamönnum og strax sama daginn komu blöð út með litmikl- um fyrirsögnum af prédikun forsetans. * 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.