Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 1
12. ÁRG. - 1.—2. HEFTI - 1950. Ef litið er yíir landshctgi, eins og þeir. blasa nú við sjónum, md sjó: margar b.'ikur og stórar, er þó enga uggvœnlegri en þá, sem mest ber á, el litið er á. hag útflutningsatvinnuveganna. í fyrsta sinni á hálfum öðrum áratug þverr okkur nú markaði á afurðum, sem áður hafa selzt háu verði, en aul þess steðjar svo að verðlœkkun á því. sem seljanlegt er. Sendinefndir, sem nú eru staddar erlendis af okkar hálfu, fá ógreið svör. Ýmist er það svo, að alls enginn vilji til kaupa er fyrir hendi, eða að verð- lag er of hátt. Þetta or nýtt áhyggjuefni en alvarlegt. Víst má segja, að við getum litlu ráðið um mörg þau atriði, som stjórna erlendum mörkuðum, en margt er þó í valdi okkar sjálfra, sem forðað gœti mik'um, vandrœðum. Fyrirkomulag það, sem við höfum nú á sölu íslenzkra afurða, á rœtur sínar í liðnu styrjaldarástandi. Þá var okkur nauðsyn að hafa sölu afurða okkar á sem fœstum höndum. og sköpuðust þá margvíslegar viðskiptahömt- ur og þá voru settar upp nefndir, sem áttu að „sjá um" útflutninginn. Þótt viðhorfin hafi breytzt erlendis höfum við ekki breytt um venjur hér heima og eru nú haftaöfgarnar í útflutningsverzluninni komnar svo langt, að ef nefndarmenn og önnur slík háspil, fara úr kaupstaðnum, eða detta undir borðið af öðrum ástœðum, er ekki unt að svara fyrirspurnum erlendis írá eða halda að öðru leyti uppi knýjandi viðskiptum. Hér þarf að breyta um hið fljótasta. Við eigum ágœta verzlunarstétt, og það er verkefni hennar að leysa þennan vanda og vafalaust er hún þess líka megnug á margan hátt. Kið opinbera, getur eftir sem áður sett þœr reglur, sem henni þykir þurfa, svo sem um hámarksverð og annað, sem nauðsynlegt er vegna sjálf- sagðra viðskiptasamninga við aðrar þjóðir. Eí litið er á umrœður um verzlunarmál í blöðunum ber mest á þýðingar- litlu orðakasti um hvort einn eða annar eigi að flytja ýmsar vörur til lands- ins. Þá er enn rœtt um skömmtunarseðla, sem raunar eru ekki lengur í um- ferð og borin fram frumvarp á Alþingi um nýjar og nýjar leiðir til að keppa að því Jitla frelsi, sem enn er eftir í verzlun landsmanna. Þetta er allt bœði fánýtt og skaðlegt. Það, sem okkur vantar er að losað sé nú um margt, sem er bundið og kröftunum lofað að leika lausum í bardag- anum við nýja og gamla erfiðleika. Undanfarið höfum við vanizt því, að hverjum nýjum degi fylgdu nýjar áhyggjur. Þannig mun líka verða meðan ekki eru reyndar nýjar leiðir. Nýjir menn mundu skapa ný úrrœði og ný úrrœði fcera okkur nýja og betri tíma.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.