Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 2
MAGNÚS VALDIMARSSON: EINOKANIR TUITUGUSTU ALDARINNAR Félagsfræðingurinn hefur haft liljótt um sig í Tímanum um langt skeið, enda var hann kom- inn í algjör þrot undir það síðasta. Hann hefur mú samt nýlega skotið upp liöfðinu á nýjum vígstöðvum án þess þó að minnast á málefnin, sem hann var kominn í þrot með. Hann flutti Iieldur ómerkilegt erindi í útvarpið um vöggu samvinnuhreyfingarinnar Roclidale. Saga um 28 fátæka vefara, sem voru hvorki læsir né skrifandi og stofnuðu kaupfélag í litfu herbergi, og breyttu þar með Rochdale úr fátæku bæjarfélagi í glæsilega og efnaða borg. Hinar vígstöðvarnar, sem Hannes Jónsson liefur skotið upp kollinum í, er í liinu kommúnistíska félagsriti „Kron“. Vil- hjálmur Þór, húsbóndi lians, er óefað lítið lirif- inn af því tiltæki Hannesar. Greinin, sem Hamn- es skrifar í riíið, heitir „Þeir sem brutu ísinn“, og fjallar um „einokunarkaupmanninn" Þórð Guðjohnsson á Húsavík og stofnun fyrsta kaup- félagsins hér á landi, sem stofnað var þar í héraði. Annars er það merkilegt hjá Jtessum samvinnu- skólapilti, að á hans máli eru allir kaupm'enn „einokunarkaupmenn". Jafnvel saklaus félags- samtök eins og Félag matvörukaupmanna er orð- ið einokunarhringur í hams augum. En orsökin, sem hann færði fyrir þeirri staðhæfingu, voru blátt áfram ldægileg, Þegar er bti'ð að ræða það mál talsvert í blöðum svo það er óþarfi að fara frekar lit í það. Einokunaraðstaða ýmissa kaupíélaga. Annað mál skal þó tekið hér lítillega til með- ferðar, en það er einokunaraðstaða ýmissa kau|i- félaga hér á landi. Kaupfélög, sem hafa cfrepið alla aðra samkeppni í skjóli skattfríðinda sinna. Sá, sem þetta ritar, var um nokkurt skeið í Vopna- firði, e-inu svartasta framsókmarbæli hér á landi og þar sem kaupfélag hafði, og hefur enn, algera einokunaraðstöðu. Þetta var nokkrum árum fyrir stríð, þegar allflestir bændur voru skuldugir upp fyrir haus og kaupfélagsstjórinn var nokkurskon- ar einræðisherra þar í Iiéraði. Ekki var að sjá, að kaupfélagsstjórinn sparaði nokkttð við sig, heldur þvert á móti lifði hann eins og greifi mitt í allri vesældinmi. Bændurnir lögðu afurðir sín- ar inn í kaupfélagið á vorin og haustiin; það var ekki í önnur lnis að venda með þær. Þeir urðu því að sætta sig við það verð og það mat á vör- unni, sem kaupfélagið ákvað hverju sinni. Greiðsla fyrir afurðirnar kom ekki til greina, bændurnir sáu því aldrei pening, en þeir fangu náðarsamlegast smáskammt af nauðsynjum, þeim sem til voru í kauþfélaginu í það og það skiptið og auðvitað lyrir það verð, sem kaupfélagið ákvað. Það var um lekkert val að ræða hjá þess- um fátæku bændum. Opinber gjöld. Þar sem kaupfélagið var sem sagt eina atvinnu- fyrirtækið í héraðinu og naut þeirra skattfríð- incfa, sem ákveðin eru í samvinnulögunum frá 1931, þá lenti meginþungi opinberra gjalda á al- menningi í héraðinu. Arðurinn, sem kaupfélagið greiddi félagsmönnum, var sáralítill og oft eng- inn og var því lítil sárabót fyrir skattaþunganum, sem lagðist umfram á almenning vegna skatt- fríðinda kaupfélagsins. Útgerð. I Vopnafirði og fyrir utan mynni fjarðarins eru auðug fiskimið; auk þess fyllir síldin fjörðinn oftast einhvern hluta sumarsins. Á þessum árurn fyrir stríð var engin útgerð rekin þaðan og hafði ekki verið rekin þar um langt árabil. Ég kalla það iekki útgerð, þó að nokkrir menn hafi róið og fiskað í soðið, einstaka sinnum. Svo kont að því, að nokkrir stórhuga bændur gerðust svo djarfir að kaupa bát, sem þeir ætluðu að gera út 2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.