Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 6
Frn glerslípunarverkstœðimi. er víst, að vinsældir „Bryinju“ halia haldizl ó- skertar allt til þessa dags. Við kappkostum líka að vera í nánu sambandi við viðskiptamennina og hlusta eftir óskurn þeirra, enda eru fjölda- margir þeirra orðnir persónulegir góðkunningj- ar okkar. — Þá ríður á að hafa goti og vakandi starfs- fólk. — Já, sannarlega; — ekki má gleyma því. Vel- gengni fyrirtækisins byggist áreiðanlega að miklu leyti á því, hversu gott starfshð hefur val- izt liingað. Það hefur talið skyldu sína að meta óskir og þarfir viðskiptavinanna umfram annað og sýnt sérstaka árvekni og trúmennsku í störf- um sínum. Vil ég fastlega láta í ljós þá von mína, að verzlunin íái að njóta núverandi starfsmanna- lióps sem allra lengst, en hann tehir alls 17 manns. — Hverjir eru helztu vöruflokkar verzlunar- innar nú í dag? — Þeir hafa nú lengstum verið liinir sömu, sem sé alls konar verkfæri, bæði handverkfæri og rafknúin áhöld, járnvörur til bygginga og húsgagnaiðnaðar, rúðugl-er, veggfóður, krossvið- ur, spónn og lím, svo það helzta sé talið. Þá er og þess að geta, að árið 1943 setti verzlunin á stofn glerslípun og speglagerð, og vinna þar á verkstæðinu 5 menn að staðaldri. — Er ekki eitthvað ónefnt enn? — Það er nú víst harla lítið; — og þó langar mig til að minnast á eitt smáatriði frá liðinni tíð. Það bregður dálitlu þósi á þann anda, sem ríkti og ríkir kannski að e.’nhverju leyti enn innanbúðar hjá okkur, og orðið hefur verzluninni til vinsælda. Guðmundur Jónsson kaup- maður mælti sem sé svo fyrir, að búð- armrnnirn’r mættu ekki neita nýsvein- um, sem unnu að sveinsstykki sínu, um lán á vörum til þessarra nota. Þess- ari reglu var svo haldið í lengstu lög, meðan nokkur lánsviðskipti fóru á annað borð fram. Lengra varð samfalið ekki. Vér þökkum Birni Guðmundssyni kærlega fyrir góðar upplýsingar og kveðjum hann síðan í ful'lri vissu þess, að Verzl- unin Brynja á langa lífdaga fyrir hönd- um. Hún hóf starfsemi sína á þriggja fermetra gólffleti -en hefur nú á að skipa 740 fer- metrum gólfs. Það þarf ekki frekari vitnana við. B. P. Atómstöð á IsJandi. í enska blaðinu Gbserver birtist nýlega grein um eftirlit nreð kjarnorku, sem sýnir að nú dett- ur þeim háu atómherrum margt í hug og fleira en fagurt er. Er greinin um skeyti, sem blaðið hafði fengið frá fréttaritara sínum í Washington og eru aðalatriði hennar þessi: David Cavers, prófessor við Harward háskóla hefur komið fram með nýja uppástungu í atóm- málum, sem birt var í mjög þekktu tímariti sem atómsérfræðingar halda úti. Höfundur telur að líða muni 10—20 ár þar til atómorka verði hag- nýtt til iðnaðar, en þangað til sé rétt að leyfa tilraunir með nokkra atómorku í smáurn stíl til annarra nota en hernaðarþarfa. Hins vegar skidi alþjóðastofnun fá eftirlit m-eð öllum meiri hátt- ar framkvæmdum í atómrannsóknum, sem séu svo stórfelldar að erfitt sé að leyna þeim og væri þá bezt að þær færu fram á einhverjum stað, sem er áberandi en ekki hernaðarlega mikilvægur og nefnir liöfundurinn ísland og Færeyjar, s-em hæfilega staði!! 6 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.