Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 21
ársins 1948. Bifreiðaframleiðendur sandu t d. frá sér 12 bíla( fólks- og vörubíla) á hverri mín- útu allt árið, og heildarframleiðsla ársins nam samtals 6,200,000 bifreiðum, en það var langt umfram áætlun og nm 800,000 meira en framleitt var metárið 1929. Fjarsýnistækjaiðnaðurinn óx þó tiltölulega mest á árinu. Framleiðslan tvöfaldað- ist rniðað við árið áður og var nú 2l/> milljón tæki. í árslok var eftirspurniin orðin svo mikil, að framleiðendur tóku það ráð að skammta tæk- in til verzlana. Annar iðnaður var sömuleiðis stóraukinn á árinu. Má þar nefna sokkafram- leiðslu, en hvorki meira né minna en 1,7 milljarð- ir para voru framleidd 1949. Þá er ekki úr vegi að geta þess, að 4,2 milljónir ísskápa voru full- gerðir í Bandaríkjunum á s.l. ári, og mundi án efa ei'tthvert íslenzkt heimili hafa þegið að geta notið góðs af þessari framleiðslu. Meiri vinnuafköst. Hvað var það svo, sem olli þessari miklu frant- leiðsluaukningu? Aukin vinnuafköst áttu sinn stóra þátt í þessu, en fyrstu árin eftir stríð voru þau talin með lakasta móti. Menn unnu nú mun betur eins og sjá má af því, að afköst þeirra 58 milljón manna, sem að jafnaði stunduðu atvinnu árið 1949, voru næstum þau sömu og 59 milljón manna, ler voru við atvinnu árið áður. Gnægð hráefna og betri vélar gerðu það einnig að verk- um, að framleiðslan gekk hindrunarlaust, þá loksins hún komst í fullan gang. Úr myndasafriL V.R. XXVIII, Sigur frjáls framtaks. Athyglisverðast við viðskipti og framleiðslu Bandaríkjanna á s.l. ári var ekki bað, hve rekst- urinn var góður, heldur lvitt, að bandarískir kaupsýslumenn almennt liöfðu sýr.t þessum efa- blandna heimi sósíalistískra tilhneiginga og alls konar hafta það svart á hvítu, að hagkerfi bvggt á frjálsu framtaki er traust í framkvæmd. Sam- dráttur í framleiðslu og viðskiptum þýðir ekki endilega að stefnt sé að kreppu og hruni. Verðbólgudraugurinn hverfur. Fáir hagfræðingar innan Bandaríkjanna muindu segja, að viðskiptalíf landsins liefði öðl- ast fullkominn stöðugleika á árinu. Hinu veiður þó ekki neitað, að tekizt hafði furðanlega v\ 1 að koma framleiðslu og viðskiptum á fastan grund- völl, eða að minnsta kosti mun fastari en verið hafði, og hleypa um leið nokkuð úr því verð- Einar Ásmundsson. bólgukýli, sem hefði getað orðið hæfctuleg mein- semd, lekki einungis fyrir hið bandaríska þjóð- félag, heldur og stóran hluta heimsins. Vöruverð á ýmsum lielztu inauðsynjum lækkaði á árinu frá 4—5%, en heildarframfærslukostnaður lækk- aði um 1,1%. í stuttu máli sagt, þá var verðlag jafnt og þétt á niðurleið. Verðbólgudraugurinn, sem hafði ásótt menn svo mjög undanfarin fjög- ur ár, var þó ekki að fullu kveðinn niður, en reimleikarnir voru samt orðnir hverfandi á móts við það, sem verið hafði. FRJÁLSVERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.