Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 26
EINAR ÁSMUNDSSON, hrl.: Reuters í Lmdon Fleet Street er ein af frægustu götum Lundúnaborg- ar. Þar hafa öll helztu blöð borgarinnar aðsetur sín í stórum húsurn, sem hvert ber nafn síns blaðs 1 göt- unum, sem liggja að Fleet Street eru skrifstofur ara- grúa af minnháttar blöðum og tímaritum og þar eru mörg útgáfufyrirtæki, sölumiðstöðvar fyrir alls kon- ar prenlað mál og margs konar önnur starfsemi. sem lýtur að útgáfu blaða og bóka. Við Fleet Street stendur bygging fréttastofu Reuters, sem allir kannast við. Það er mikið hús úr gráum steini og stingur nokkuð í slúf við flestar aðrar bygg- ingar í strætinu, því það er bjartara yfirlitum og ný- legra en flest hin. Þarna er höfuðaðsetur þeirrar miklu stofnunar, sem kennd er við Þjóðverjann Júlíus Reuter og koma þar saman allir aðalþræðir þessa heimsfræga fréttamiðils, sem alls staðar um heiminn hefur augu og eyru og flvtur fréttir „per terra et mare“ -— um láð og liig eins og stendur í skjaldarmerki Reuters, til allra landa jarðarinnar. Júlíus Reuter var ungur maður um miðja 19. öld. Þá voru tímar mikilla umbrola. Byltingin í Rarís 1848 hleypti Evrój)U í bál og brand og menn voru þá fíkn- ari í fréttir en nokkru sinni áður. Svo vildi til, að ritsími Þýzkalands og Frakklands náðu ekki saman. Þýzka endastöðin var í Aachen og sú franska 48 kílómetrum vestar í Verviers. Þetta bil var til mikilla óþæginda og Reuter kom auga á, að sá sem hrúaði bilið mundi fá það vel launað. Þjóðverjar vildu fylgjast nákvæmlega með því hvað gerðisl í hinu órólega Frakklandi og þá einkum hvernig þar væri háttað fjármálum og verðlagi á vörum. Reuter kom sér uj)j) bækistöðvum bæði í Aachen og Verviers og notaði bréfdúfur til að flytja skeyti á milli. Þessi dúfnaj)óstur gafst vel og bráðlega var farið að tala Julius Reuler. um nýjar Reutersfrétlir á kauphöllunum í Frakklandi og Þýzkalandi. Á þessum tíma hugsaði Reuter ekki um aðrar fréttir en'tíðindi, sem vörðuðu fjármál og viðskipti, en bráð- lega kom hann auga á að fleira er frétlnæmt en verð- lag og gengi og nú tók hann að safna fréttum um eitt og annað, sem ætla mátti að almenningi j>ætti feng- ur í, og selja þær. Reuter notaði auðvitað ritsímann, sem þá var ný- kominn til sögunnar, til þess ýtrasta, en síminn var í höndum ýmsra félaga í mörgum löndum og ekkert samkomulag um neitt og gerðu þessi félög lionum á ýmsan hátt erfitt fyrir. Þá flutti Reuter sig til Eng- lands. Þar var þá framtak einslakra manna mest í heiðri haft og Reuter er ekki hinn eini, sem flutti iðju sína til Bretlands, eingöngu vegna þess, að þar var meira olnbogarúm en annars staðar. Fngland hef- ur orðið mörgum fra:gum framfaramönnum góð fóstra, sem hefur fengið frjálslyndi sitt ríkulega endurgoldið. Reuter varð enskur borgari og þegar sími var lagður yfir Ermarsund 1851 fluttist liann til London. Það er því á næsta ári, sem Reuters í London getur haldið aldarafmæli. Á fyrstu Lundúnaárunum hugsaði Reuter mest um fjármálafréttir. Hann opnaði skrifstofu í kauphöll- inni, en ekki hafði hann þar í fyrstu aðra hjálp en 26 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.