Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 28
deild, sem við á, sú deild athugar fréttina og býr hana til útsendingar. Verkaskipting er margbrotin. I salnum þar sem ég kom fyrst voru almennar fréttir. Rétt áður hafði til dæmis borizt frétt af andláti Sdan- offs nokkurs, sem var einn af hægri handar mönnum Stalins og talinn líklegur eftirmaður hans. Sú frétt var svo rétt á eftir komin á fremstu síðu í aukaútgáf- um blaðanna. Annars staðar eru svo aðrar deildir svo sem íþróttafréttadeild, fjármálafrétlir o. s. frv. Ég kom líka í deild fjármálafréttanna. Það var miklu minni salur en þar sem almenmi fréttirnar eru, en þar eru teknar og sendar allar viðskiptafréttiir, kaup- Jiallartíðindi og annað slíkt. Það vakti undrun mína, þegar ég kom þar inn, Jive starfsfólkið var ungt. Mér fannst sem slíkur fréttaflutningur mundi ekki vera neitt barnameðfæri og hafði ég orð á því við mann- inn, sem þarna tók við mér. Honum fannst víst þessi athugasemd mín eitthvað atliugaverð, ]iví nú kynnti hann mig fyrir sjálfum yfirmanni deildarinnar og sagði honum frá því, sem ég liefði sagt, en yfirmað- urinn gaf mér svo ýtarlega skýringu á hvernig stæði á þ'eim yngissveinum og blómarósum, sem þarna sátu yfir kaujiliallartíðindum og lágu til þess eðlilegar or- sakir. Þessi deild starfrækir útsendingu viðskijrtafrétta með ýmsu móti. I fyrsta lagi eru almenn skeyti, sem send eru út og auk þess er starfrækt sérstök ujrplýs- ingadeild, sem sendir bönkum og fyrirtækjum í Eng- Iandi daglega fréttapistla. Nú er mjög takmarkað hve blöðin mega vera stór og sitja þá þessar fréttir á hak- anum. Á hverjum mánudegi gefur þessi deild út eins konar flugrit, sem heitir Economic X-rwy, það er skrif- að af einum manni, sem er einn af hæstlaunuðu mönn- um Reuters og er furðulegt að slíkt skuli vera eins manns starf. Þeir, sem kaupa lréttir Reuters hafa firðrita, sem tekur við fréttunum og skilar þeim á ræmu. Fréttasend- ingarnar fara fram um sérstaka Stöð, sem Reuter leigir af póstmálastjórninni brezku og er sent út í 22 klst. á hverjum sólarhring. Eitl er það merkilegt við Reuter og það er hvernig eign og stjórn fyrirtækisins er háttað. líeuter er eign blaða í Bretaveldi, þar með talið Ástralía og Nýja- Sjáland. Eru það sambönd blaðaeigenda, sem talin eru fyrir eignarhluta í Reuter, t. d. Newsj)aj)ers Pro- prietors Association fyrir öll Lundúnadagblöðin, nema eitt, Press Association fyrir dagblöðin utan London. Australian Associated Press fyrir Ástralíu o. s. frv. Formaður Reuters er útnefndur af æðsta dómara Eng- lands, en síðan útnefna blaðasamböndin meðstjórnend- ur, en Reuter er rekinn sem „trust“. Forstjórar eru svo ráðnir af stjórninni. Ymsar reglur eru um stjórn Reut- ers, sem veitir því opinbera íhlutun um stjórn og meðfeð fyrirtækisins á einn og annan hátt, t. d. má ekki leysa fyrirtækið ujjp nema með samþykki Lord Chief Justice. Árið 1948 var til athugunar, að Bandaríkin fengju aðild að stjórn Reuters á svipaðan hátt og blaðafélög í löndum Breta hafa fengið hluti í fyrirtækinu, en ekki mun hafa orðið af því. Á árinu 1948 var sett á laggirnar í Bretlandi stjórn- skipuð nefnd, sem skyldi rannsaka hvernig stórblöð- unurn væri stjórnað, hverjir ættu þau o. s. frv. Nú- verandi stjórn hefur megnið af blaðakosti landsins á móti sér og hugðist hún ná sér niðri á þeim með þessari rannsókn og gera þau tortryggileg í augum al- menning. Ekkert saknæmt mun hafa borizt á fjöru stjórnarinnar í þessari rannsókn. Reuters var talið svo nótengt blöðunum, að það dróst inn í rannsóknina og voru þrír af forstjórunum kallaðir fyrir nefndina og sjrurðir sjjjörunum úr. Kom þar ýmislegt fróðlegt fram og fara hér á eftir nokkrar glefsur úr rannsókninni. Spurning: Þér eegið hér í framlögðu skjali, að það sem þér flytjið sé eingöngu metið eftir fréttagildi þess. Hvað eigið þér við með orðinu fréttagildi og hvcrnig er það metið? Eigið þér við þýðingu fréttanna fyrir vönduðu blöðin (quality jiaj)ers) eða fyrir venju- leg almenningsblöð (poj)ular j)ress) ? Svar forsljórans: Reuter miðar ekki fréttir sínar við eina eða aðra tegund blaða. Við leggjum fyrst og fremst stund á að uj)j)lýsa um staðreyndir, flytja um- mæli úr ræðum eða oj)inberum yfirlýsingum og við miðum starfsemina við þarfir allra þeirra, sem skipta við okkur, hvar sem er. Það er réttast að telja að starf- semi okkar hæfi bezt blöðum eins og Manchester Guar- dian, Times, Glasgow Herald og Scotsman. Það er liægt að vísa til nýlegs dæmis: Þegar Marshall-áætl- unin kom fram, birti Dailv Mirror*) aðeins stuttan útdrátt, en Manchester Guardian langa kafla úr texta. Spurning: Getið þið varazt að lita þær fréttir, sem þið birtið? Svar: Við reynum að varast það og ég held okkur lakist það yfirleilt. Sj)uring: Hvernig veljið þið starfsmenn ykkar og hvaðan fáið þið þá? Svar: Hingað til hefur ekki vterið farið eftir föst- um reglum um þetta. Margir koma úr háskólunum. Við verðum að æfa starfsmenn okkar og bezt er að fá fólk, sem hefur etarfað nokkuð við fréttamennsku áður, beztu mennina höfum við fengið frá blöðum úti á landi. Reuters getur ekki leyft sér að gera alvarleg glappaskot og það er ekki hægt að trúa nema vönum mönnum fyrir alþjóðlegum fréttaflutningi. Það er bezt, að fréttamennirnir liafi fengið æfingu í borg úti á landi, þótt mönnum verði á glappaskot þar, þá eru afleiðingarnar ekki óbætanlegar, en ef villur eru gerðar hjá okkur, þá fara þær kringum hnöttinn og við fáum þær aftur framan í okkur. Eréttaritarar okkar * Daily Mirror er eitt þekktasta blaðið í Bretlandi af „léttari" tegundinni. 28 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.