Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 31
einstakur þjóðfélagsþegn geri sér þessar staðreyndir ljósar eða sé að minnsta kosti fræddur um þýðingu þeirra fyrir þjóðarbúskapinn. Opinberir aðilar og félagasamlök hér á landi hafa að mestu leyti vanrækt slíka fræðslu til handa almenn- ingi, sem aðrar þjóðir telja mjög mikilvægan þátt í þjóðarbúskapnum. Fræðsla þessi er fólgin í flutningi útvarpserinda, hlaðagreinum og útgáfu bæklinga, þar sem ýms atriði úr þjóðarbúskap landsmanna eru dreg- in fram í dagsljósið og útskýrð fyrir almenningi, og hann hvattur til meiri átaka. Reynt er að sýna almenn- ingi fram á, hversu margt það, sem honum finnst smá- vægilegt í önnum hins daglega lífs, getur verið þýðing- armikið fyrir þjóðarbúskapinn í lieild. A s. 1. hausti gaf sænska ríkisstjórnin, ásamt laun- þegasamtökum landsins, út lítinn bækling, sem fjallaði um ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, svo og ýms atriði úr þjóðarbúskap landsmanna. Var bækling- urinn ]>rýddur myndum og línuritum efninu til skýr- ingar, og dreift út til almennings með blöðum og Rma- ritum. Bæklingur þessi nefnist „Við róum allir á sama bát“. Verður nú getið nokkurra atriða úr bæklingi þess- um, ef vera má að jiað vekti okkur íslendinga til meiri umhugsunar um okkar eigin þjóðarbúskap. Þar er m. a. varpað fram þeirri spurningu, hvers vegna útflutningur landsins er ekki meiri, þegar þess er gætt, að framleiðsla landsmanna er 45% meiri en árið 1938. Hvernig má það vera, að hlutfallslega minna fer til útflutnings á árunum 1947 og 1948 miðað við 1938, enda þótt framleiðsluaukningin hafi orðið svona gífurleg? Staðreyndin er sú, að innanlandsmarkaðurinn hef- ur gleypt með hverju árinu sem líður síaukinn hluta af framleiðslu þjóðarinnar, sem aftur má rekja til geysilegrar fjárfestingar í íbúðarhúsa- og verksmiðju- byggingum, auknum lífskröfum fólksins, jafnhliða fjölgun þjóðfélagsþegnanna. Eitt atriði enn má nefna í þessu sambandi, þar sem það hefur nokkur áhrif, en það er að heimsverzlunin er ekki ennþá komin í það horf, að hún geti talizt eðlileg. Til þess að mæta auknum lífskröfum fólksins jjarf jjað sjálft að skilja, að ein leiðin til þess er að auka framleiðslu og útflutning þjóðarinnar sem mest. Hér eru tvö dæmi upp á auknar lífskröfur fólksins. Þær virðast í fyrstu smávægilegar, en eru jió, ef betur er að gáð, mjög mikilvægar fyrir jrjóðarbúskapinn. Á árunum 1946—48 jókst tala símanotenda í land- inu um helming, miðað við árin 1936—38. Pappírsnotkunin innanlands var árið 1938 um 250 þús. tonn, en árið 1948 var hún komin upp í næstum 450 ])ús. tonn. 1 áðurnefndum bæklingi var eitt atriði sérstaklega tekið fyrir, og fólkinu bent á háska þann, sem þjóðar- húskapnum stafar af slæmum mætingum þeirra, er vinna við framleiðslustörfin. Laugardaginn 2. apríl 1949 fór fram rannsókn á hvernig fólk það, sem vinn- ur iðnaðarstörf, mætti til vinnu sinnar. Niðurstaða þessarar rannsóknar kom forráðamönn- um þjóðarinnar mjög á óvart, því að þennan eina dag vantaði hvorki meira né minna en 9% af karlmönnum þeim, sem vinna við iðnaðarstörf og 15% af kvenfólk- inu. Er ábyrgum mönnum þar í landi þetta mikið á- hyggjuefni og telja brýna nauðsyn til að fræða fólkið um tjón það, sem þjóðarbúskapurinn verður fvrir af illum mætingum við framleiðslustörfin. Það má einnig geta þess, að á ári hverju tapast 15 millj. vinnudagar vegna slysatilfella í iðnaðinum. en j)að J)ýðir 50—60 þús. mönnum færra við framleiðsl- una, eða helmingi fleiri menn en kallaðir eru til her- þjónustu í Svíþjóð ár hvert. Svíar leggja því mikia áherzlu á aukið öryggi á vinnustöðum og hvetja rnenn til meiri varúðar við hin ýmsu framleiðslustörf. Umfram allt leggja þeir j)ó áherzlu á nauðsvn j)ess, að þjóðin læri að spaia, svo að hægt sé að halda inn- anríkis- og utanríkisverzluninni í jafnvægi, því að sparnaður þjóðfélagsþegnanna er hyrningarsteinn í efnahagsmálum hverrar þjóðar. Er ekki mál til komið, að við Islendingar tökuin fordæmi Svía til fyrirmyndar? Okkur veitir víst sann- arlega ekki af j)ví, eins og málunum er nú háttað hjá þjóðinni. Ríkisvaldið og samtök atvinnurekenda og launþega þurfa að taka höndum saman og hefja fræðslu til handa þjóðfélagsþegnunum um ýms þau atriði, er snerta jijóðarbúskap landsmanna. Öll róum við á sama bátnum, þjóðarskútunni, og ef einhverri atvinnugrein mistekst áralagið, verður skút- an rangskreið og fer í hring. • RÍKISREKSTUR, svo og sívaxandi afskipti ríkis- valdsins af öllum atvinnurekstri einstaklinga, er svo oft til umræðu í dálkum þessum, að það virðist vera að bera í bakkafullan lækinn að minnast enn einu sinni á þau mál, hvað þá þann regin mun, sem er á framkvæmdaratriðum þessara tveggja atvinnuhátta. Samt verður það nú gert, ])ví að aldrei er góð vísa of oft kveðin, segir máltækið. Að þessu sinni drögum við fram í dagsljósið stað- reyndir frá Kanada. Frá hvaða landi þær koma, skipt- ir í sjálfu sér ekki miklu máli, því að í öllum lönd- um eru starfshættir skriffinnskunnar og ríkisreksturs- ins þeir sömu. í Kanada eru tvö stór járnbrautarfélög, sem teygja járnbrautarnet sín víða um landið. Annað þeirra er einkafyrirtæki í eigu þúsunda hlut- hafa, en hitt er í eigu ríkisins. Kanadiska-Kyrrahafs- járnbrautin er einkafyrirtæki. Það er öflugt og happa- sællt félag, sem Kanadamenn eru stoltir af. Síðasta ár nam nettó hagnaður fyrirtækisins rösklega 6,7 millj. sterlingspundum. FRJÁLSVERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.