Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 32
Hitt fyrirtækið' er Kanadisku ríkisjárnbrautirnar, sem þjóðnýttar voru fyrir nokkrum árum. Þær eru vanmáttugar í samanburði við einkafyrirtækið og eru styrktar árlega af ríkisfé, fé, sem ríkissjóður tekur af fólkinu í auknum sköttum. Þykir landsmönnum, sem von er, fyrirtækið þjóðarskömm. Síðasta ár nam tap þess 9,5 millj. sterlingspundum, en frá upphafi þjóð- nýtingarinnar nemur tap þess samtals 250 millj. ster- lingspundum, eða um 80 sterlingspund á hverja fjöl- skyldu í landinu. Hin hróplega mótsetning á rekstri þessara tveggja járnbrauta hefur opnað augu Kanadamanna fyrir háska þeim, sem hverju þjóðfélagi stafar af þjóðnýtingu at- vinnuveganna, og þeir eru síður en svo ginkeyptir fyr- ir fleirum fyrirtækjum með þessháttar rekstrarfyrir- komulagi. Horít um öxl og fram á við. Framh. af bls. 21. sem beinist að stórum hóp manna, hvort sem það eru kommúnistar, Ameríkumenn, Gyðingar, eða Englendingar, þá ættu rnenn að gera sér ljóst að þeir eru að hjálpa til að færa heiminn nær ógnum styrjaldarinnar. Við lifum á órótímum. Æskan er ekki jafn hamingjusöm og á fyrri tíð, af því hún veit að komandi áratugir kunna að verða liinir hrylli- legustu, sem yfir mannkynið hafa gengið allt frá sköpun veraldar. Bn til eru aðrar leiðir. Menn hafa á valdi sínu að lifa hamingjuríkara lífi en nokkru sinni fyrr, ef þeir aðeins vilja. Efnalega séð er ekkert því til fyrirstöðu að afnema styrjaldir og fátækt, forðast sjúkdóma og eyða óttanum sem gera líf okkar svo dapurt og augnablik gleðinnar svo fánýtt. Það eina, sem er nauðsynlegt er, að hugarfars- breyting skapist í þá átt, að við tökum að líta á nánuga okkar sem viini en ekki sem fjendur. Mennirnir eiga þó á valdi sínu að ná stigi, sem er öllu æðra. Þeir geta talað með tungu englanna, þeir geta flutt himinninn til jarðar í hljómlist, þeir geta afhjripað leyndardóma arinnar eða stjörnuþokurnar og hinar háleitustu og göf- ugustu tilfinningar geta verið þeirra eign. Ef menn gætu lært að líta á náunga sinn sem mann en ekki sem Grikkja eða Gyðing, þræla eða frjálsa, gæti mannkynið orðið mikið í gæfu sinni. Valið sýnist einlalt — en þó lítur mannkynið víst öðruvísi á. Félagsmál V. R. Eftirtaldar nefndir hafa verið skipaðar af stjórn V.R.: Launakjaranefnd: Björgúlfur Sigurðsson frá af- greiðslumannadeild, Bjarni Halldórsson frá sölu- mannadeild og Njáll Símonarson frá skrifstofumanna- deild, en frá stjórn V. R. Daníel Gíslason og Þórir Hall, sem er formaður nefndarinnar. Fulltrúanefnd V. í.: Guðjón Einarsson, Sveinbjörn Arnason og Gunnar Magnússon. Skemmtinefnd: Magnús Valdimarsson frá skrifstofu- mannadeild, Jón Eiríksson frá sölumannadeild, en til- nefndir af stjórn V.R. eru Ágúst Hafberg og Kristinn N. Þórarinsson, og er hann form. nefndarinnar. Til- nefningu frá afgreiðslumannadeild vantar. Ritnefnd „Frjálsrar Verzlunar“: Einar Ásmunds- eon, form., Birgir Kjaran, Njáll Símonarson, Gunnar Magnússon og Gísli Ólafsson. Á fyrsta stjórnarfundi félagsins eftir aðalfundinn fór fram verkaskipting stjórnarinnar. Sveinbjörn Árna- son er varaformaður, Einar Elíasson ritari, Gunnar Magnússon gjaldkeri, Njáll Símonarson, Ólafur Stef- ánsson og Þórir Hall meðstjórnendur. I varastjórn, en hún situr stjórnarfundi félagsins, eru Daníel Gísla- son, Baldur Pálmason og Hafliði Andrésson. í Árshátíð V. R. var haldin að Hótel Borg laugar- daginn 21. jan. s.l. Hófið hófst með sameiginlegu borðhaldi, en meðan á borðhaldi stóð voru ræðuhöld og skemmtiatriði. Ræðumenn voru Birgir Kjaran hag- fræðingur, er flutti snjalla ræðu fyrir minni verzlun- arstéttarinnar og Baldur Pálmason, er flutti minni kvenna í ljóðum. Eggert Kristjánsson stórkaupm. og formaður Verzlunarráðs íslands hélt einnig stutta ræðu Haraldur Á. Sigurðsson leikari sá um skemmtiatriðin, sem voru með afbrigðum góð. Að borðhaldi loknu var dans stiginn til kl. 2 eftir miðnætti. Húsfyllir var og skemmtu menn sér með ágætum. Kjaramál verzlunarfólks: LEIÐRÉTTING. í síðasla hefti „Frjálsrar verzlunar“ voru í grein- inni „Áfanga náð, en ekki þeim síðasta“ talin upp nokkur fyrirtæki, sem höfðu eigi samþykkt launaupp- bót V.R. til starfsmanna sinna. Meðal þeirra fyrir- tækja, sem þar voru talin upp, eru verzlunin Geysir, Oculus og Verðandi. Þetta er þó ekki alls kostar rétt, því að þessar verzlanir eru allar í Félagi vefnaðar- vörukaujimanna, sem er aðili að hinum nýja viðauka við kjarasamning V.R., sem gerður var s.l. liaust. Biður blaðið alla aðila velvirðingar á þessum mis- tökum, en því var eigi kunnugt um, að verzlanir þess- ar tilheyrðu Félagi vefnaðarvörukaupmanna, og leið- réttist þetta því hér með. 32 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.